„Við lögðum líf og sál í þetta“ Siggeir Ævarsson skrifar 14. febrúar 2024 22:26 Ingvar Þór Guðjónsson, þjálfari Hauka, var þungur á brún á hliðarlínunni í kvöld Vísir/Hulda Margrét Ingvar Þór Guðjónsson, þjálfari Hauka, bar það utan á sér eftir leik að tapið í kvöld gegn Keflavík var sérstaklega sárt. Lokatölur leiksins 72-76 eftir hörkuspennandi lokamínútur. „Bara gríðarlega sárt. Mér fannst við spila mjög vel í fyrri hálfleik og í rauninni bara spiluðum vel í þessum leik í heild. Litlir hlutir sem að skera úr um þetta.“ Ingvari varð tíðrætt um þessa litlu hluti, en þeir féllu margir hverjir með Keflavík að þessu sinni þegar kom að dómsgæslunni. Ingvar vildi þó ekki skrifa tapið á dómgæsluna. „Þú sást það, ég held að það hafi allir séð það. Mér fannst þær fá ansi auðveld köll, sérstaklega í seinni hálfleik. Það var orðinn smá pirringur í því. En þetta er ekkert kannski sem sker úr um leikinn, hann hefði getað dottið hvoru megin sem var. Þær taka 14 sóknarfráköst, þau eru dýr hérna í lokin. Við erum yfir, þær taka sóknarfrákast og skora og jafna leikinn. Litlu hlutirnir sem að kannski fóru með okkur.“ Haukar virðast vera að ná vopnum sínum. Voru hársbreidd frá því að leggja toppliðið í kvöld og í hörkuleik á móti Grindavík í síðastu umferð. Ingvar sagði að þessu fylgdu blendnar tilfinningar, að eiga í fullu tré við þessi lið en ná samt ekki að landa sigrinum þegar á reynir. „Eiginlega akkúrat það. Ég er stoltur af þeim í kvöld. Við lögðum líf og sál í þetta, eins á móti Grindavík, sérstaklega í seinni hálfleik þar. Hundfúlt að ná ekki að klára þetta.“ Keira Robinson gat jafnað leikinn af vítalínunni í lokin en brenndi af fyrra vítinu og ákvað að klikka viljandi á því seinna og freista þess að ná sóknarfrákastinu. Það plan gekk alls ekki upp, en á þessum tímapunkti voru um tíu sekúndur eftir af leiknum. Ingvar sagði að hann hefði alls ekki teiknað þessa senu upp. „Ég var jafn hissa á þessu og þú! Hún hefur ætlað að setja hann í hringinn og ná frákastinu sjálf þar sem fyrra klikkaði. En leikurinn fer ekkert þar.“ Körfubolti Subway-deild kvenna Haukar Mest lesið Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Sjá meira
„Bara gríðarlega sárt. Mér fannst við spila mjög vel í fyrri hálfleik og í rauninni bara spiluðum vel í þessum leik í heild. Litlir hlutir sem að skera úr um þetta.“ Ingvari varð tíðrætt um þessa litlu hluti, en þeir féllu margir hverjir með Keflavík að þessu sinni þegar kom að dómsgæslunni. Ingvar vildi þó ekki skrifa tapið á dómgæsluna. „Þú sást það, ég held að það hafi allir séð það. Mér fannst þær fá ansi auðveld köll, sérstaklega í seinni hálfleik. Það var orðinn smá pirringur í því. En þetta er ekkert kannski sem sker úr um leikinn, hann hefði getað dottið hvoru megin sem var. Þær taka 14 sóknarfráköst, þau eru dýr hérna í lokin. Við erum yfir, þær taka sóknarfrákast og skora og jafna leikinn. Litlu hlutirnir sem að kannski fóru með okkur.“ Haukar virðast vera að ná vopnum sínum. Voru hársbreidd frá því að leggja toppliðið í kvöld og í hörkuleik á móti Grindavík í síðastu umferð. Ingvar sagði að þessu fylgdu blendnar tilfinningar, að eiga í fullu tré við þessi lið en ná samt ekki að landa sigrinum þegar á reynir. „Eiginlega akkúrat það. Ég er stoltur af þeim í kvöld. Við lögðum líf og sál í þetta, eins á móti Grindavík, sérstaklega í seinni hálfleik þar. Hundfúlt að ná ekki að klára þetta.“ Keira Robinson gat jafnað leikinn af vítalínunni í lokin en brenndi af fyrra vítinu og ákvað að klikka viljandi á því seinna og freista þess að ná sóknarfrákastinu. Það plan gekk alls ekki upp, en á þessum tímapunkti voru um tíu sekúndur eftir af leiknum. Ingvar sagði að hann hefði alls ekki teiknað þessa senu upp. „Ég var jafn hissa á þessu og þú! Hún hefur ætlað að setja hann í hringinn og ná frákastinu sjálf þar sem fyrra klikkaði. En leikurinn fer ekkert þar.“
Körfubolti Subway-deild kvenna Haukar Mest lesið Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Sjá meira