„Við lögðum líf og sál í þetta“ Siggeir Ævarsson skrifar 14. febrúar 2024 22:26 Ingvar Þór Guðjónsson, þjálfari Hauka, var þungur á brún á hliðarlínunni í kvöld Vísir/Hulda Margrét Ingvar Þór Guðjónsson, þjálfari Hauka, bar það utan á sér eftir leik að tapið í kvöld gegn Keflavík var sérstaklega sárt. Lokatölur leiksins 72-76 eftir hörkuspennandi lokamínútur. „Bara gríðarlega sárt. Mér fannst við spila mjög vel í fyrri hálfleik og í rauninni bara spiluðum vel í þessum leik í heild. Litlir hlutir sem að skera úr um þetta.“ Ingvari varð tíðrætt um þessa litlu hluti, en þeir féllu margir hverjir með Keflavík að þessu sinni þegar kom að dómsgæslunni. Ingvar vildi þó ekki skrifa tapið á dómgæsluna. „Þú sást það, ég held að það hafi allir séð það. Mér fannst þær fá ansi auðveld köll, sérstaklega í seinni hálfleik. Það var orðinn smá pirringur í því. En þetta er ekkert kannski sem sker úr um leikinn, hann hefði getað dottið hvoru megin sem var. Þær taka 14 sóknarfráköst, þau eru dýr hérna í lokin. Við erum yfir, þær taka sóknarfrákast og skora og jafna leikinn. Litlu hlutirnir sem að kannski fóru með okkur.“ Haukar virðast vera að ná vopnum sínum. Voru hársbreidd frá því að leggja toppliðið í kvöld og í hörkuleik á móti Grindavík í síðastu umferð. Ingvar sagði að þessu fylgdu blendnar tilfinningar, að eiga í fullu tré við þessi lið en ná samt ekki að landa sigrinum þegar á reynir. „Eiginlega akkúrat það. Ég er stoltur af þeim í kvöld. Við lögðum líf og sál í þetta, eins á móti Grindavík, sérstaklega í seinni hálfleik þar. Hundfúlt að ná ekki að klára þetta.“ Keira Robinson gat jafnað leikinn af vítalínunni í lokin en brenndi af fyrra vítinu og ákvað að klikka viljandi á því seinna og freista þess að ná sóknarfrákastinu. Það plan gekk alls ekki upp, en á þessum tímapunkti voru um tíu sekúndur eftir af leiknum. Ingvar sagði að hann hefði alls ekki teiknað þessa senu upp. „Ég var jafn hissa á þessu og þú! Hún hefur ætlað að setja hann í hringinn og ná frákastinu sjálf þar sem fyrra klikkaði. En leikurinn fer ekkert þar.“ Körfubolti Subway-deild kvenna Haukar Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Sjá meira
„Bara gríðarlega sárt. Mér fannst við spila mjög vel í fyrri hálfleik og í rauninni bara spiluðum vel í þessum leik í heild. Litlir hlutir sem að skera úr um þetta.“ Ingvari varð tíðrætt um þessa litlu hluti, en þeir féllu margir hverjir með Keflavík að þessu sinni þegar kom að dómsgæslunni. Ingvar vildi þó ekki skrifa tapið á dómgæsluna. „Þú sást það, ég held að það hafi allir séð það. Mér fannst þær fá ansi auðveld köll, sérstaklega í seinni hálfleik. Það var orðinn smá pirringur í því. En þetta er ekkert kannski sem sker úr um leikinn, hann hefði getað dottið hvoru megin sem var. Þær taka 14 sóknarfráköst, þau eru dýr hérna í lokin. Við erum yfir, þær taka sóknarfrákast og skora og jafna leikinn. Litlu hlutirnir sem að kannski fóru með okkur.“ Haukar virðast vera að ná vopnum sínum. Voru hársbreidd frá því að leggja toppliðið í kvöld og í hörkuleik á móti Grindavík í síðastu umferð. Ingvar sagði að þessu fylgdu blendnar tilfinningar, að eiga í fullu tré við þessi lið en ná samt ekki að landa sigrinum þegar á reynir. „Eiginlega akkúrat það. Ég er stoltur af þeim í kvöld. Við lögðum líf og sál í þetta, eins á móti Grindavík, sérstaklega í seinni hálfleik þar. Hundfúlt að ná ekki að klára þetta.“ Keira Robinson gat jafnað leikinn af vítalínunni í lokin en brenndi af fyrra vítinu og ákvað að klikka viljandi á því seinna og freista þess að ná sóknarfrákastinu. Það plan gekk alls ekki upp, en á þessum tímapunkti voru um tíu sekúndur eftir af leiknum. Ingvar sagði að hann hefði alls ekki teiknað þessa senu upp. „Ég var jafn hissa á þessu og þú! Hún hefur ætlað að setja hann í hringinn og ná frákastinu sjálf þar sem fyrra klikkaði. En leikurinn fer ekkert þar.“
Körfubolti Subway-deild kvenna Haukar Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Sjá meira