Fara líklega ekki inn fyrr en eftir helgi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. febrúar 2024 21:30 Slökkviliðsmenn að störfum í dag. Vísir/Sigurjón Enn er talið of hættulegt að fara inn á smurstöð N1 í Fellsmúla, sem brann í gær, og því ómögulegt að segja til um upptök eldsins. Lögregla stefnir á að fara inn í húsið og skoða aðstæður eftir helgi. Fyrirtækjaeigendur í húsinu segja mikið áfall að fylgjast með eldinum gleypa hluta hússins í gær. Heyra mátti sprengingar og slökkviliðsmenn þurftu að hopa vegna hitans frá eldinum sem kviknaði í smurverkstæði N1 við Fellsmúla síðdegis í gær. Slökkvistarf stóð yfir lengt fram á nótt og menn voru enn að störfum um hádegi í dag þar sem lítill eldur hafði kviknað að nýju í dekkjum inni á smurstöðinni. Húsið er mikið skemmt og tjón varð í fyrirtækjunum í kring, bæði vegna reyksins en einnig vegna vatns. „Það var mikið sjokk. Sérstaklega af því að Stout er nýtt fyrirtæki, sem við erum að byggja upp. Þegar heil búð verður ónýt á einum degi er það mjög mikið áfall,“ segir Hólmfríður Guðmundsdóttir, eigandi verslananna Curvy og Stout við Fellsmúla. Starfsmenn í sjokki Nágranni hennar, Þröstur Ingvason sölustjóri hjá Slippfélaginu, segir að betur hafi farið en á horfðist. Hann hafi fylgst með eldsvoðanum langt fram eftir kvöldi. Mikið vatn flæddi inn í Slippfélagið.Vísir/Sigurjón „Hér kom enginn eldur niður en aftur á móti eru hér einhverjar vatnsskemmdir og hér er mikil lykt. Ég get ekki svarað því hvað verður í framhaldinu. Við verðum ekki með opið hér á næstunni en við höfum þó þann kost að við erum á tveimur öðrum stöðum. Þetta hefur kannski minni áhrif á okkur en aðra. Og það mikilvægasta er auðvitað að okkar fólk komst út og það varð ekki tjón á neinu,“ segir Þröstur. „Við erum að bjarga því sem bjargað verður hér út en ég get ekki svarað enn hversu mikið tjónið er. Sem betur fer líður öllum mjög vel en auðvitað varð fólk sjokkerað. Það er ekki gaman að horfa á vinnustaðinn sinn brenna en þetta fór allt vel. Það komust allir út og það fór allt vel. Það er fyrir öllu.“ Stefna á að opna í næstu viku Minni skemmdir urðu í húsnæði Pizzunnar en hjá Stout og Slippfélaginu. Þó þurfti að henda öllum pizzakössum og hráefni innan úr húsnæðinu og þegar fréttastofu bar að garði unnu menn að því að rífa loftið niður. „Þetta er bara blessað hjá okkur, það þarf vissulega talsverðar framkvæmdir sem gætu varað í viku en það er fullt af iðnaðarmönnum hérna núna, þeir eru strax byrjaðir að vinna þannig að við erum bjartsýn að geta opnað aftur í næstu viku,“ segir Axel Birgisson markaðsstjóri Pizzunnar. Starfsmenn Pizzunnar voru í óðaönn að henda hráefnum í dag.Vísir/Sigurjón „Það lak vatn inn hjá okkur, það þarf mögulega að taka flísarnar hérna og flísaleggja aftur. Það þarf að taka allt kerfisloftið okkar og skipta því út. Kælarnir og frystarnir, það þarf að yfirfara þá, og ofnana en skemmdir eru ekki það miklar nema á loftinu.“ Starfsmenn staðráðnir að láta brunann ekki á sig fá Altjón varð á smurstöðinni en slökkviliði tókst að takmarka eldinn við það rými. Hjólbarðaverkstæði N1 slapp því nærri alveg, þó fjöldi dekkja, sem geymdur var á smurstöðinni, brann. „Þegar eldtungurnar fóru að rísa úr þakinu leið okkur ekki vel. Blessunarlega, og það sem skiptir mestu máli í þessu, urðu ekki slys á fólki. Hvorki okkar starfsfólki né björgunaraðilum. Það er það sem skiptir máli í stóru myndinni. Dauðir hlutir fást bættir en ekki mannskaði. Það er það sem við erum þakklátust fyrir í dag,“ segir Ýmir Örn Finnbogason, framkvæmdastjóri N1. Heimilt er að geyma sex þúsund hjólbarða í húsinu. Um tvö þúsund voru í þeim hluta hússins sem brann.Vísir/Sigurjón Betur hafi farið en á horfðist. „Maður óttaðist á tímabili að eldur myndi breiðast út í nærliggjandi rými, nærliggjandi hólf í húsinu. Bæði þökk sé ótrúlegu starfi slökkviliðsins og að eldvarnarveggur hélt greinilega eldinum í þessu rými. Á tímapunkti leið okkur ekki vel því þetta leit mjög illa út.“ Hann segir starfsfólk hjólbarðaþjónustunnar hafa verið fullt eldmóði í morgun og staðráðið í að láta þetta ekki á sig fá. „Í morgun fékk ég símhringingu frá starfsfólki sem vildi vita hvort það mætti fara inn. Ég spurði af hverju, það ætti að vera lokað í dag, þá svöruðu þau að tuttugu hafi átt bókuð dekkjaskipti frá dekkjaleigunni. Fyrsta hugsuninn þeirra í morgun var: Hvernig getum við tryggt að viðskiptavinir okkar sem eru að leigja dekk, væntanlega til að fara út á land um helgina, fái dekkin sín. Ég er mjög stoltur af þeim að hugsa svona í þessum kringumstæðum.“ Slökkvilið Reykjavík Tengdar fréttir Ekki hægt að senda lögreglumenn inn í húsið vegna hita Viðbragðsaðilar munu ekki fara inn í húsnæðið sem brann í Fellsmúla í gærkvöldi á næstu dögum vegna mikils hita sem enn er þar. Erfitt er að segja til út frá hverju kviknaði. 16. febrúar 2024 11:39 Dofin eftir svefnlausa nótt Smurverkstæði N1 í Fellsmúla er gjöreyðilagt eftir að eldur kviknaði í þaki þess á sjötta tímanum síðdegis í gær. Mikinn reyk lagði frá húsinu í gær og mikill eldur var í húsinu, sem erfitt reyndist slökkviliði að glíma við. Eigandi verslana í húsinu segir mikið áfall að fylgjast með því brenna. 16. febrúar 2024 10:56 Öllu máli skiptir að fólkið komst út heilt á húfi Sjálfvirkur brunaboði í húsnæði í Fellsmúla, þar sem N1 er með bílaþjónustu og hjólbarðaverkstæði, gerði stjórnstöð Securitas viðvart um reyk stuttu eftir að húsinu hafði verið lokað síðdegis í gær. Starfsmaður, sem hafði nýlega yfirgefið vinnustaðinn, sneri aftur á vettvang og hringdi strax á neyðarlínuna eftir aðstoð og í kjölfarið kom slökkviliðið og lögregla á vettvang. 16. febrúar 2024 10:49 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Sjá meira
Heyra mátti sprengingar og slökkviliðsmenn þurftu að hopa vegna hitans frá eldinum sem kviknaði í smurverkstæði N1 við Fellsmúla síðdegis í gær. Slökkvistarf stóð yfir lengt fram á nótt og menn voru enn að störfum um hádegi í dag þar sem lítill eldur hafði kviknað að nýju í dekkjum inni á smurstöðinni. Húsið er mikið skemmt og tjón varð í fyrirtækjunum í kring, bæði vegna reyksins en einnig vegna vatns. „Það var mikið sjokk. Sérstaklega af því að Stout er nýtt fyrirtæki, sem við erum að byggja upp. Þegar heil búð verður ónýt á einum degi er það mjög mikið áfall,“ segir Hólmfríður Guðmundsdóttir, eigandi verslananna Curvy og Stout við Fellsmúla. Starfsmenn í sjokki Nágranni hennar, Þröstur Ingvason sölustjóri hjá Slippfélaginu, segir að betur hafi farið en á horfðist. Hann hafi fylgst með eldsvoðanum langt fram eftir kvöldi. Mikið vatn flæddi inn í Slippfélagið.Vísir/Sigurjón „Hér kom enginn eldur niður en aftur á móti eru hér einhverjar vatnsskemmdir og hér er mikil lykt. Ég get ekki svarað því hvað verður í framhaldinu. Við verðum ekki með opið hér á næstunni en við höfum þó þann kost að við erum á tveimur öðrum stöðum. Þetta hefur kannski minni áhrif á okkur en aðra. Og það mikilvægasta er auðvitað að okkar fólk komst út og það varð ekki tjón á neinu,“ segir Þröstur. „Við erum að bjarga því sem bjargað verður hér út en ég get ekki svarað enn hversu mikið tjónið er. Sem betur fer líður öllum mjög vel en auðvitað varð fólk sjokkerað. Það er ekki gaman að horfa á vinnustaðinn sinn brenna en þetta fór allt vel. Það komust allir út og það fór allt vel. Það er fyrir öllu.“ Stefna á að opna í næstu viku Minni skemmdir urðu í húsnæði Pizzunnar en hjá Stout og Slippfélaginu. Þó þurfti að henda öllum pizzakössum og hráefni innan úr húsnæðinu og þegar fréttastofu bar að garði unnu menn að því að rífa loftið niður. „Þetta er bara blessað hjá okkur, það þarf vissulega talsverðar framkvæmdir sem gætu varað í viku en það er fullt af iðnaðarmönnum hérna núna, þeir eru strax byrjaðir að vinna þannig að við erum bjartsýn að geta opnað aftur í næstu viku,“ segir Axel Birgisson markaðsstjóri Pizzunnar. Starfsmenn Pizzunnar voru í óðaönn að henda hráefnum í dag.Vísir/Sigurjón „Það lak vatn inn hjá okkur, það þarf mögulega að taka flísarnar hérna og flísaleggja aftur. Það þarf að taka allt kerfisloftið okkar og skipta því út. Kælarnir og frystarnir, það þarf að yfirfara þá, og ofnana en skemmdir eru ekki það miklar nema á loftinu.“ Starfsmenn staðráðnir að láta brunann ekki á sig fá Altjón varð á smurstöðinni en slökkviliði tókst að takmarka eldinn við það rými. Hjólbarðaverkstæði N1 slapp því nærri alveg, þó fjöldi dekkja, sem geymdur var á smurstöðinni, brann. „Þegar eldtungurnar fóru að rísa úr þakinu leið okkur ekki vel. Blessunarlega, og það sem skiptir mestu máli í þessu, urðu ekki slys á fólki. Hvorki okkar starfsfólki né björgunaraðilum. Það er það sem skiptir máli í stóru myndinni. Dauðir hlutir fást bættir en ekki mannskaði. Það er það sem við erum þakklátust fyrir í dag,“ segir Ýmir Örn Finnbogason, framkvæmdastjóri N1. Heimilt er að geyma sex þúsund hjólbarða í húsinu. Um tvö þúsund voru í þeim hluta hússins sem brann.Vísir/Sigurjón Betur hafi farið en á horfðist. „Maður óttaðist á tímabili að eldur myndi breiðast út í nærliggjandi rými, nærliggjandi hólf í húsinu. Bæði þökk sé ótrúlegu starfi slökkviliðsins og að eldvarnarveggur hélt greinilega eldinum í þessu rými. Á tímapunkti leið okkur ekki vel því þetta leit mjög illa út.“ Hann segir starfsfólk hjólbarðaþjónustunnar hafa verið fullt eldmóði í morgun og staðráðið í að láta þetta ekki á sig fá. „Í morgun fékk ég símhringingu frá starfsfólki sem vildi vita hvort það mætti fara inn. Ég spurði af hverju, það ætti að vera lokað í dag, þá svöruðu þau að tuttugu hafi átt bókuð dekkjaskipti frá dekkjaleigunni. Fyrsta hugsuninn þeirra í morgun var: Hvernig getum við tryggt að viðskiptavinir okkar sem eru að leigja dekk, væntanlega til að fara út á land um helgina, fái dekkin sín. Ég er mjög stoltur af þeim að hugsa svona í þessum kringumstæðum.“
Slökkvilið Reykjavík Tengdar fréttir Ekki hægt að senda lögreglumenn inn í húsið vegna hita Viðbragðsaðilar munu ekki fara inn í húsnæðið sem brann í Fellsmúla í gærkvöldi á næstu dögum vegna mikils hita sem enn er þar. Erfitt er að segja til út frá hverju kviknaði. 16. febrúar 2024 11:39 Dofin eftir svefnlausa nótt Smurverkstæði N1 í Fellsmúla er gjöreyðilagt eftir að eldur kviknaði í þaki þess á sjötta tímanum síðdegis í gær. Mikinn reyk lagði frá húsinu í gær og mikill eldur var í húsinu, sem erfitt reyndist slökkviliði að glíma við. Eigandi verslana í húsinu segir mikið áfall að fylgjast með því brenna. 16. febrúar 2024 10:56 Öllu máli skiptir að fólkið komst út heilt á húfi Sjálfvirkur brunaboði í húsnæði í Fellsmúla, þar sem N1 er með bílaþjónustu og hjólbarðaverkstæði, gerði stjórnstöð Securitas viðvart um reyk stuttu eftir að húsinu hafði verið lokað síðdegis í gær. Starfsmaður, sem hafði nýlega yfirgefið vinnustaðinn, sneri aftur á vettvang og hringdi strax á neyðarlínuna eftir aðstoð og í kjölfarið kom slökkviliðið og lögregla á vettvang. 16. febrúar 2024 10:49 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Sjá meira
Ekki hægt að senda lögreglumenn inn í húsið vegna hita Viðbragðsaðilar munu ekki fara inn í húsnæðið sem brann í Fellsmúla í gærkvöldi á næstu dögum vegna mikils hita sem enn er þar. Erfitt er að segja til út frá hverju kviknaði. 16. febrúar 2024 11:39
Dofin eftir svefnlausa nótt Smurverkstæði N1 í Fellsmúla er gjöreyðilagt eftir að eldur kviknaði í þaki þess á sjötta tímanum síðdegis í gær. Mikinn reyk lagði frá húsinu í gær og mikill eldur var í húsinu, sem erfitt reyndist slökkviliði að glíma við. Eigandi verslana í húsinu segir mikið áfall að fylgjast með því brenna. 16. febrúar 2024 10:56
Öllu máli skiptir að fólkið komst út heilt á húfi Sjálfvirkur brunaboði í húsnæði í Fellsmúla, þar sem N1 er með bílaþjónustu og hjólbarðaverkstæði, gerði stjórnstöð Securitas viðvart um reyk stuttu eftir að húsinu hafði verið lokað síðdegis í gær. Starfsmaður, sem hafði nýlega yfirgefið vinnustaðinn, sneri aftur á vettvang og hringdi strax á neyðarlínuna eftir aðstoð og í kjölfarið kom slökkviliðið og lögregla á vettvang. 16. febrúar 2024 10:49