Vinna að því að staðsetja lekann en umfang skemmda óþekkt Bjarki Sigurðsson skrifar 18. febrúar 2024 12:31 Hraun rann yfir lögnina í eldgosinu þann 8. febrúar. Vísir/Björn Steinbekk Unnið er dag og nótt að því að staðsetja leka á lögn sem flytur heitt vatn til Grindavíkur. Samskiptastjóri HS Veitna segir ómögulegt að segja til um hversu skemmd lögnin er en helmingur vatnsins tapast á leiðinni til bæjarins. Mikill leki er í stofnæð frá Svartsengi til Grindavíkur, sem og í dreifikerfi bæjarins. Lekinn er tilkominn vegna hraunsins sem rann yfir lögnina í eldgosinu þann 14. janúar síðastliðinn nærri Grindavík. Það er ekki vitað nákvæmlega hvar lögnin lekur en að sögn Sigrúnar Ingu Ævarsdóttur, samskiptastjóra HS Veitna, er unnið dag og nótt við að staðsetja hann. „Fyrst um sinn var skoðað hvaða möguleikar væru í stöðunni. Í kjölfarið var tekin ákvörðun um að byrja á því að grafa ofan í nýja hraunið sem rann yfir lögnina um miðjan janúar þar sem talið er að lekinn sé. Sú framkvæmd er hafin og gera má ráð fyrir því að þetta taki einhvern tíma, jafnvel nokkra daga, að finna lekann. Þá bindum við vonir við að mögulegt verði að gera við lekann á lögninni,“ segir Sigrún. Helmingur af vatninu tapast Lekinn veldur því að um helmingur vatnsins sem streymir frá Svartsengi til Grindavíkur tapast á leiðinni. Þrýstingur á heitu vatni í bænum er því frekar lágur. „Það er enn að berast hátt í helmingur af heita vatninu sem sent er frá orkuverinu í Svartsengi. Það er hiti á flestum húsum í Grindavík, þrátt fyrir að þrýstingurinn sé takmarkaður. Vel hefur gengið að gera við helstu leka sem vitað er um í bænum,“ segir Sigrún. Hefur ekki áhrif á Bláa lónið Lekinn hefur eingöngu áhrif á Grindavík en ekki önnur sveitarfélög á Suðurnesjum eða starfsemi á Svartsengissvæðinu, til að mynda í Bláa lóninu. Teljið þið lekann vera bundinn við einn stað á lögninni eða gæti þetta verið stór kafli? „Það er í rauninni ómögulegt að segja til um það. Við bindum vonir við að það sé ekki leki á mörgum stöðum en þessi framkvæmd við að staðsetja lekann mun leiða það í ljós hversu víðtækur lekinn er,“ segir Sigrún. Grindavík Orkumál Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Jarðhiti Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Mikill leki er í stofnæð frá Svartsengi til Grindavíkur, sem og í dreifikerfi bæjarins. Lekinn er tilkominn vegna hraunsins sem rann yfir lögnina í eldgosinu þann 14. janúar síðastliðinn nærri Grindavík. Það er ekki vitað nákvæmlega hvar lögnin lekur en að sögn Sigrúnar Ingu Ævarsdóttur, samskiptastjóra HS Veitna, er unnið dag og nótt við að staðsetja hann. „Fyrst um sinn var skoðað hvaða möguleikar væru í stöðunni. Í kjölfarið var tekin ákvörðun um að byrja á því að grafa ofan í nýja hraunið sem rann yfir lögnina um miðjan janúar þar sem talið er að lekinn sé. Sú framkvæmd er hafin og gera má ráð fyrir því að þetta taki einhvern tíma, jafnvel nokkra daga, að finna lekann. Þá bindum við vonir við að mögulegt verði að gera við lekann á lögninni,“ segir Sigrún. Helmingur af vatninu tapast Lekinn veldur því að um helmingur vatnsins sem streymir frá Svartsengi til Grindavíkur tapast á leiðinni. Þrýstingur á heitu vatni í bænum er því frekar lágur. „Það er enn að berast hátt í helmingur af heita vatninu sem sent er frá orkuverinu í Svartsengi. Það er hiti á flestum húsum í Grindavík, þrátt fyrir að þrýstingurinn sé takmarkaður. Vel hefur gengið að gera við helstu leka sem vitað er um í bænum,“ segir Sigrún. Hefur ekki áhrif á Bláa lónið Lekinn hefur eingöngu áhrif á Grindavík en ekki önnur sveitarfélög á Suðurnesjum eða starfsemi á Svartsengissvæðinu, til að mynda í Bláa lóninu. Teljið þið lekann vera bundinn við einn stað á lögninni eða gæti þetta verið stór kafli? „Það er í rauninni ómögulegt að segja til um það. Við bindum vonir við að það sé ekki leki á mörgum stöðum en þessi framkvæmd við að staðsetja lekann mun leiða það í ljós hversu víðtækur lekinn er,“ segir Sigrún.
Grindavík Orkumál Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Jarðhiti Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira