Samfylkingin hafi áður barist harðast gegn hertari innflytjendalöggjöf Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 20. febrúar 2024 23:08 Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði. Vísir/Einar Prófessor í stjórnmálafræði segir verulega stefnubreytingu hafa átt sér stað í Samfylkingunni eftir að formaður flokksins viðraði skoðanir sínar á innflytjendamálum í síðustu viku. Mikil umræða um innflytjendamál á Íslandi hefur skapast eftir að Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar ræddi hælisleitendakerfið í hlaðvarpsþættinum Ein pæling. Þar sagðist hún ekki vilja að Ísland skeri sig úr hinum Norðurlöndunum í innflytjendamálum og að hún hafi skilning á lögun dómsmálaráðherra um búsetuúrræði. Í kjölfarið hefur hún sætt gagnrýni flokkssystkina sinna og orð hennar verið sögð ganga gegn jafnaðarstefnunni. Þá hafa Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Össur Skarphéðinsson fyrrverandi formenn flokksins komið henni til varnar. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði rýndi í stöðuna í Kvöldfréttum Stöðvar 2. „Menningarátök okkar tíðar hverfast eiginlega um fólk á ferð, hverjir mega fara hvert og hverjum skuli meinuð för. Nú eru þau átök komin hingað af fullum þunga og kannski svona krafa sem hafði verið á jaðri stjórnmálanna um að herða verulega aðstreymi fólks til landsins, er núna komin inn í meginstrauminn,“ segir Eiríkur og vísar til útspils Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins í hælisleitendamálum og nú sömuleiðis útspils Kristrúnar. Áður fyrr hafi átökin snúist um bæði sjónarmið, um hvort ætti að hleypa fleirum eða færrum til landsins. „En núna er eiginlega keppnin orðin um hver vilji loka mestu.“ „Veruleg stefnubreyting“ Eiríkur segir mjög augljósa breytingu á stefnu Samfylkingarinnar í innflytjendamálum hafa orðið. Að stefnan birtist meðal annars í málflutningi forystumannanna. Og núverandi formaður flokksins tali með allt öðrum hætti heldur en fyrrverandi formenn og forystumenn gerðu. „Samfylkingin var sá flokkur sem barðist hvað harðast gegn ítrekaðri herðingu innflytjendalöggjafarinnar, sem hefur verið hert í allnokkrum skrefum undanfarin ár. En nú snýr formaður samfylkingarinnar blaðinu við og segir efnislega að ekki hafi verið nægjanlega hert. Og það er í öllum skilningi málsins veruleg stefnubreyting,“ segir Eiríkur. Heldurðu að þetta muni búa til óeiningu innan Samfylkingarinnar? „Ég hugsa að þetta búi til ákveðið flot. Það eru auðvitað margir innan Samfylkingarinnar sem vilja halda aðstreyminu opnara heldur en formaðurinn er að boða og hugnast ekki þessi breyting. Það eru auðvitað aðrir flokkar sem það fólk getur kosið, en á móti kemur eru þá líka aðrir kjósendur sem vilja herða hér tökin, sem geta þá kosið Samfylkinguna á móti. Þannig að ég myndi halda að það sé svona flot farið af stað, en við eigum bara eftir að sjá hvar það endar.“ Samfylkingin Innflytjendamál Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Sjá meira
Mikil umræða um innflytjendamál á Íslandi hefur skapast eftir að Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar ræddi hælisleitendakerfið í hlaðvarpsþættinum Ein pæling. Þar sagðist hún ekki vilja að Ísland skeri sig úr hinum Norðurlöndunum í innflytjendamálum og að hún hafi skilning á lögun dómsmálaráðherra um búsetuúrræði. Í kjölfarið hefur hún sætt gagnrýni flokkssystkina sinna og orð hennar verið sögð ganga gegn jafnaðarstefnunni. Þá hafa Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Össur Skarphéðinsson fyrrverandi formenn flokksins komið henni til varnar. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði rýndi í stöðuna í Kvöldfréttum Stöðvar 2. „Menningarátök okkar tíðar hverfast eiginlega um fólk á ferð, hverjir mega fara hvert og hverjum skuli meinuð för. Nú eru þau átök komin hingað af fullum þunga og kannski svona krafa sem hafði verið á jaðri stjórnmálanna um að herða verulega aðstreymi fólks til landsins, er núna komin inn í meginstrauminn,“ segir Eiríkur og vísar til útspils Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins í hælisleitendamálum og nú sömuleiðis útspils Kristrúnar. Áður fyrr hafi átökin snúist um bæði sjónarmið, um hvort ætti að hleypa fleirum eða færrum til landsins. „En núna er eiginlega keppnin orðin um hver vilji loka mestu.“ „Veruleg stefnubreyting“ Eiríkur segir mjög augljósa breytingu á stefnu Samfylkingarinnar í innflytjendamálum hafa orðið. Að stefnan birtist meðal annars í málflutningi forystumannanna. Og núverandi formaður flokksins tali með allt öðrum hætti heldur en fyrrverandi formenn og forystumenn gerðu. „Samfylkingin var sá flokkur sem barðist hvað harðast gegn ítrekaðri herðingu innflytjendalöggjafarinnar, sem hefur verið hert í allnokkrum skrefum undanfarin ár. En nú snýr formaður samfylkingarinnar blaðinu við og segir efnislega að ekki hafi verið nægjanlega hert. Og það er í öllum skilningi málsins veruleg stefnubreyting,“ segir Eiríkur. Heldurðu að þetta muni búa til óeiningu innan Samfylkingarinnar? „Ég hugsa að þetta búi til ákveðið flot. Það eru auðvitað margir innan Samfylkingarinnar sem vilja halda aðstreyminu opnara heldur en formaðurinn er að boða og hugnast ekki þessi breyting. Það eru auðvitað aðrir flokkar sem það fólk getur kosið, en á móti kemur eru þá líka aðrir kjósendur sem vilja herða hér tökin, sem geta þá kosið Samfylkinguna á móti. Þannig að ég myndi halda að það sé svona flot farið af stað, en við eigum bara eftir að sjá hvar það endar.“
Samfylkingin Innflytjendamál Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels