Vilja rannsaka ummerki Tyrkjaránsins í erfðamengi Íslendinga Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 21. febrúar 2024 11:11 Birgir Þórarinsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins er fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Vísir/Vilhelm Fimm þingmenn Sjálfstæðisflokksins leggja til að Íslenskri erfðagreiningu verði falið að gera rannsókn á ummerkjum Tyrkjaránsins í erfðamengi Íslendinga á Íslandi og finni blandaða afkomendur Íslendinganna í Alsír. Þetta er meðal þess sem fram kemur í þingsályktunartillögu þeirra sem lögð var fram á Alþingi í gær. Þingmennirnir sem um ræðir eru þau Birgir Þórarinsson, Ásmundur Friðriksson, Diljá Mist Einarsdóttir, Óli Björn Kárason og Vilhjálmur Árnason. Í tillögu þeirra leggja þingmennirnir til að forsætisráðherra verði falið að skipa nefnd til að undirbúa viðburð til minningar um Tyrkjaránið í tilefni þess að árið 2027 verði fjögur hundruð ár liðin frá Tyrkjaráninu 1627. Það er þegar ræningjaskip komu að Íslandi frá Norður-Afríku. Ránsmennirnir voru frá Marokkó og Alsír og komu að í Grindavík, á Austfjörðum og loks í Vestmannaeyjum. Hátt í fjögur hundruð Íslendingar voru numdir á brott sem þrælar til Marokkó og Alsír og hátt í fimmtíu drepnir eða limlestir. Minnisvarði í Vestmannaeyjum Segja þingmennirnir í tillögu sinni að Íslensk erfðagreining hafi reynslu af því að leita að litningabútum úr erfðamengi framandi einstaklinga sem blönduðust íslenskri þjóð á öldum áður. Sagan um Hans Jónatan sé líklega best þekkta dæmið. Segja þingmennirnir að málið hafi verið rætt við Íslenska erfðagreiningu og að fyrirtækið hafi tekið vel í tillöguna. Lagt er til að niðurstöður rannsóknarinnar verði kynntar í Vestmannaeyjum þann 16. júlí árið 2027. Ennfremur leggja þingmennirnir til að í Vestmannaeyjum, þar sem blóðtaka ránsins hafi verið langmest, verði reistur minnisvarði um viðburðinn, sem þingmennirnir segja að hafi verið heimssögulegur. Hann verði afhjúpaður sama dag, þann 16. júlí að viðstöddum fulltrúum þjóðþinga þeirra landa sem helst komu við sögu, Danmörk, Holland, Alsír, Marokkó auk fleiri landa. Þingmennirnir leggja til að nefndin efni til hönnunarsamkeppni um minnisvarðann og annist síðan kaup á sigurverkinu. Nefndin stofni auk þess fræðslusjóð og skipi stjórn hans. Sjóðurinn starfi tímabundið og styrki fræðsluverkefni um Tyrkjaránið í hlutaðeigandi sveitarfélögum á Austfjörðum, í Vestmannaeyjum og í Grindavík á árinu 2027. Vestmannaeyjar Grindavík Múlaþing Alþingi Alsír Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í þingsályktunartillögu þeirra sem lögð var fram á Alþingi í gær. Þingmennirnir sem um ræðir eru þau Birgir Þórarinsson, Ásmundur Friðriksson, Diljá Mist Einarsdóttir, Óli Björn Kárason og Vilhjálmur Árnason. Í tillögu þeirra leggja þingmennirnir til að forsætisráðherra verði falið að skipa nefnd til að undirbúa viðburð til minningar um Tyrkjaránið í tilefni þess að árið 2027 verði fjögur hundruð ár liðin frá Tyrkjaráninu 1627. Það er þegar ræningjaskip komu að Íslandi frá Norður-Afríku. Ránsmennirnir voru frá Marokkó og Alsír og komu að í Grindavík, á Austfjörðum og loks í Vestmannaeyjum. Hátt í fjögur hundruð Íslendingar voru numdir á brott sem þrælar til Marokkó og Alsír og hátt í fimmtíu drepnir eða limlestir. Minnisvarði í Vestmannaeyjum Segja þingmennirnir í tillögu sinni að Íslensk erfðagreining hafi reynslu af því að leita að litningabútum úr erfðamengi framandi einstaklinga sem blönduðust íslenskri þjóð á öldum áður. Sagan um Hans Jónatan sé líklega best þekkta dæmið. Segja þingmennirnir að málið hafi verið rætt við Íslenska erfðagreiningu og að fyrirtækið hafi tekið vel í tillöguna. Lagt er til að niðurstöður rannsóknarinnar verði kynntar í Vestmannaeyjum þann 16. júlí árið 2027. Ennfremur leggja þingmennirnir til að í Vestmannaeyjum, þar sem blóðtaka ránsins hafi verið langmest, verði reistur minnisvarði um viðburðinn, sem þingmennirnir segja að hafi verið heimssögulegur. Hann verði afhjúpaður sama dag, þann 16. júlí að viðstöddum fulltrúum þjóðþinga þeirra landa sem helst komu við sögu, Danmörk, Holland, Alsír, Marokkó auk fleiri landa. Þingmennirnir leggja til að nefndin efni til hönnunarsamkeppni um minnisvarðann og annist síðan kaup á sigurverkinu. Nefndin stofni auk þess fræðslusjóð og skipi stjórn hans. Sjóðurinn starfi tímabundið og styrki fræðsluverkefni um Tyrkjaránið í hlutaðeigandi sveitarfélögum á Austfjörðum, í Vestmannaeyjum og í Grindavík á árinu 2027.
Vestmannaeyjar Grindavík Múlaþing Alþingi Alsír Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira