Einkunnir, launamál og heilsufarsupplýsingar undir í árásinni á HR Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. febrúar 2024 19:35 Háskólinn í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Upplýsingar um einkunnir, agamál, launamál og fleiri viðkvæmar persónuupplýsingar voru á drifum Háskóla Reykjavíkur sem gögnum var stolið af í upphafi þessa mánaðar. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef háskólans, sem er samhljóða tilkynningu sem nemendum var send í dag. Þar kemur fram að í kjölfar tölvuárásarinnar hafi kerfi skólans verið tekin niður og þeim læst með dulkóðun. Síðan hafi staðið yfir vinna sérfræðinga við að greina og rannsaka árásina, endurbyggja tölvukerfi og endurheimta gögn. Þeirri vinnu miði vel. Sérfræðingar sem unnið hafa að því að rannsaka árásina telja árásaraðila hafa náð að hlaða niður 185 gígabætum af gögnum af miðlægum drifum HR. Drifin hafi alls hýst um 15 terabæt, sem samsvarar 15.000 gígabætum. Ekki er talið að hægt verði að sjá með vissu nákvæmlega hvaða gögnum var stolið, þrátt fyrir að magn þeirra liggi fyrir. Aðeins litlum hluta gagnanna stolið Í tilkynningu HR kemur fram að á drifunum séu gögn sem gætu snert stóran hóp fyrrverandi og núverandi nemenda, starfsfólks, umsækjenda um nám og störf og annarra sem tengjast og tengst hafa starfsemi skólans. „Gögnin sem hýst eru á umræddum drifum hafa að geyma upplýsingar úr starfsemi HR, sem háskólinn vinnur með eðli málsins samkvæmt, s.s. starfsmannamál, upplýsingar um nemendur, tiltekin afmörkuð rannsóknargögn, rekstrarupplýsingar og fjárhagsupplýsingar auk annarra gagna sem kunna að vera persónugreinanleg. Þar á meðal eru upplýsingar viðkvæms eðlis s.s. upplýsingar um einkunnir, agamál, launamál, og viðkvæmar persónupplýsingar í skilningi persónuverndarlaga, s.s. upplýsingar um stéttarfélagsaðild og heilsufarsupplýsingar sem sendar hafa verið skólanum.“ Þó verði ekki séð að farið hafi verið inn á svæði einstakra starfsmanna. Eins er áréttað að gögn sálfræðiþjónustu HR séu ekki vistuð á drifunum sem um ræðir. Þá er ekkert talið benda til þess að árásaraðilinn hafi misnotað upplýsingarnar. „En ekki er hægt að útiloka að upplýsingarnar hafi verið afritaðar og verði birtar opinberlega af hálfu umrædds aðila. HR fylgist með þeim anga málsins og veitir upplýsingar þar að lútandi ef og þegar þörf krefur.“ Tölvuárásir Netöryggi Háskólar Skóla - og menntamál Reykjavík Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef háskólans, sem er samhljóða tilkynningu sem nemendum var send í dag. Þar kemur fram að í kjölfar tölvuárásarinnar hafi kerfi skólans verið tekin niður og þeim læst með dulkóðun. Síðan hafi staðið yfir vinna sérfræðinga við að greina og rannsaka árásina, endurbyggja tölvukerfi og endurheimta gögn. Þeirri vinnu miði vel. Sérfræðingar sem unnið hafa að því að rannsaka árásina telja árásaraðila hafa náð að hlaða niður 185 gígabætum af gögnum af miðlægum drifum HR. Drifin hafi alls hýst um 15 terabæt, sem samsvarar 15.000 gígabætum. Ekki er talið að hægt verði að sjá með vissu nákvæmlega hvaða gögnum var stolið, þrátt fyrir að magn þeirra liggi fyrir. Aðeins litlum hluta gagnanna stolið Í tilkynningu HR kemur fram að á drifunum séu gögn sem gætu snert stóran hóp fyrrverandi og núverandi nemenda, starfsfólks, umsækjenda um nám og störf og annarra sem tengjast og tengst hafa starfsemi skólans. „Gögnin sem hýst eru á umræddum drifum hafa að geyma upplýsingar úr starfsemi HR, sem háskólinn vinnur með eðli málsins samkvæmt, s.s. starfsmannamál, upplýsingar um nemendur, tiltekin afmörkuð rannsóknargögn, rekstrarupplýsingar og fjárhagsupplýsingar auk annarra gagna sem kunna að vera persónugreinanleg. Þar á meðal eru upplýsingar viðkvæms eðlis s.s. upplýsingar um einkunnir, agamál, launamál, og viðkvæmar persónupplýsingar í skilningi persónuverndarlaga, s.s. upplýsingar um stéttarfélagsaðild og heilsufarsupplýsingar sem sendar hafa verið skólanum.“ Þó verði ekki séð að farið hafi verið inn á svæði einstakra starfsmanna. Eins er áréttað að gögn sálfræðiþjónustu HR séu ekki vistuð á drifunum sem um ræðir. Þá er ekkert talið benda til þess að árásaraðilinn hafi misnotað upplýsingarnar. „En ekki er hægt að útiloka að upplýsingarnar hafi verið afritaðar og verði birtar opinberlega af hálfu umrædds aðila. HR fylgist með þeim anga málsins og veitir upplýsingar þar að lútandi ef og þegar þörf krefur.“
Tölvuárásir Netöryggi Háskólar Skóla - og menntamál Reykjavík Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Sjá meira