Leggur til ellefu króna hækkun frekar en skerðingu opnunartíma Árni Sæberg skrifar 21. febrúar 2024 22:09 Ólafur Egilsson er tíður gestur í sundlaugum borgarinnar. Hann vill geta haldið áfram að lauga sig til klukkan 22 um helgar. Vísir/Arnar Ólafur Egilsson, leikhúsmaður með meiru, er ekki ánægður með ákvörðun Reykjavíkurborgar um að skerða opnunartíma sundlauga borgarinnar um helgar. Hann leggur til að hætt verði að hleypa erlendum eldri borgurum frítt ofan í eða aðgangsverð verði hækkað um 11,2 krónur. Þetta segir Ólafur í færslu á Facebook í tilefni af samtali hans við Skúla Helgason, borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, í dag. Þar segir hann að Skúli hafi sagt honum að til stæði að draga úr boðaðri skerðingu opnunartíma sundlauganna á hátíðisdögum, sem sé vel. Hins vegar ætli ætla borgaryfirvöld að halda til streitu skerðingu almenns opnunartíma um helgar um klukkutíma. Greint var frá áformum borgarinnar um skella laugunum í lás klukkan 21 um helgar í stað 22. Það verði gert frá og með 1. apríl næstkomandi vegna niðurskurðarkröfu. Þetta finnst Ólafi grátleg skammsýni, sér í lagi þegar verið er að skrá sundmenningu landsins á heimsminjaskrá. Ekki þurfi mikið til að spara milljónirnar tuttugu Þetta segir Ólafur gert til þess að spara tuttugu milljónir króna, sem er ekki há fjárhæð í samhengi við útgjöld borgarinnar. Hann segist hafa lagt til við Skúla að hætta frekar að hleypa erlendum heldri borgurum ókeypis í sund eða hækka frekar gjaldskránna. „Í laugar Reykjavikurborgar komu árið 2023 1.775.509 borgandi gestir, svo til þess að viðhalda sama þjónustustigi hefði þurft að hækka aðgangseyri á hvern miða um 11,2 krónur.“ Vel hægt að spara annars staðar Þá veltir Ólafur fyrir sér hvort ekki væri hægt að spara pening annars staðar í rekstri borgarinnar. Hann spyr hvort boðuð stytta af Björk Guðmundsdóttur sé nauðsynleg, hvers vegna rekstrarkostnaður skrifstofu borgarstjórnar hækki um 30 prósent á milli ára, hvort dýr „Stjórnendadagur borgarinnar“ hafi verið nauðsynlegur, hvort halda hafi þurft þrjú kaffiboð þegar Dagur B. Eggertsson lét af embætti borgarstjóra og hvort Reykjavíkurborg þurfi 23 borgarfulltrúa og átta til vara. „Mér finnst ekkert ofantalið mikilvægara en að ég og unglingarnir, mínir og annarra, og bara allir sem vilja geti hangið í kvöldsundi. Sérstaklega um helgar! Borgaryfirvöld eru greinilega á öðru máli. Eða hvað?,“ spyr Ólafur og beinir spurningunni sérstaklega til þeirra Dags B. Eggertssonar og Einars Þorsteinssonar, borgarstjóranna tveggja á kjörtímabilinu. Reykjavík Borgarstjórn Sundlaugar Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Þetta segir Ólafur í færslu á Facebook í tilefni af samtali hans við Skúla Helgason, borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, í dag. Þar segir hann að Skúli hafi sagt honum að til stæði að draga úr boðaðri skerðingu opnunartíma sundlauganna á hátíðisdögum, sem sé vel. Hins vegar ætli ætla borgaryfirvöld að halda til streitu skerðingu almenns opnunartíma um helgar um klukkutíma. Greint var frá áformum borgarinnar um skella laugunum í lás klukkan 21 um helgar í stað 22. Það verði gert frá og með 1. apríl næstkomandi vegna niðurskurðarkröfu. Þetta finnst Ólafi grátleg skammsýni, sér í lagi þegar verið er að skrá sundmenningu landsins á heimsminjaskrá. Ekki þurfi mikið til að spara milljónirnar tuttugu Þetta segir Ólafur gert til þess að spara tuttugu milljónir króna, sem er ekki há fjárhæð í samhengi við útgjöld borgarinnar. Hann segist hafa lagt til við Skúla að hætta frekar að hleypa erlendum heldri borgurum ókeypis í sund eða hækka frekar gjaldskránna. „Í laugar Reykjavikurborgar komu árið 2023 1.775.509 borgandi gestir, svo til þess að viðhalda sama þjónustustigi hefði þurft að hækka aðgangseyri á hvern miða um 11,2 krónur.“ Vel hægt að spara annars staðar Þá veltir Ólafur fyrir sér hvort ekki væri hægt að spara pening annars staðar í rekstri borgarinnar. Hann spyr hvort boðuð stytta af Björk Guðmundsdóttur sé nauðsynleg, hvers vegna rekstrarkostnaður skrifstofu borgarstjórnar hækki um 30 prósent á milli ára, hvort dýr „Stjórnendadagur borgarinnar“ hafi verið nauðsynlegur, hvort halda hafi þurft þrjú kaffiboð þegar Dagur B. Eggertsson lét af embætti borgarstjóra og hvort Reykjavíkurborg þurfi 23 borgarfulltrúa og átta til vara. „Mér finnst ekkert ofantalið mikilvægara en að ég og unglingarnir, mínir og annarra, og bara allir sem vilja geti hangið í kvöldsundi. Sérstaklega um helgar! Borgaryfirvöld eru greinilega á öðru máli. Eða hvað?,“ spyr Ólafur og beinir spurningunni sérstaklega til þeirra Dags B. Eggertssonar og Einars Þorsteinssonar, borgarstjóranna tveggja á kjörtímabilinu.
Reykjavík Borgarstjórn Sundlaugar Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira