Tveir milljarðar í leiðtogafundinn Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 23. febrúar 2024 10:37 Gríðarlegur viðbúnaður var við Hörpu í maí í fyrra vegna fundarins og mikill fjöldi þungvopnaðra lögreglumanna. Vísir/Vilhelm Heildarkostnaður stjórnvalda vegna leiðtogafundar Evrópuráðsins sem fram fór í Reykjavík í maí á síðasta ári nam alls tveimur milljörðum króna samkvæmt uppgjöri utanríkisráðuneytisins og upplýsingum frá ríkislögreglustjóra og innviðaráðuneyti. Kostnaðurinn skýrist fyrst og fremst af umfangi fundarins. Þetta er meðal þess sem fram kemur í svari Bjarna Benediktssonar utanríkisráðherra við fyrirspurn Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins. Þar kemur fram að leiðtogafundinn hafi verið sóttur af fulltrúum allra 46 aðildarríkja Evrópuráðsins, þar af 37 þjóðarleiðtogar og forsætisráðherra, auk háttsettra fulltrúa alþjóðastofnana og fimm áheyrnarríkja ráðsins. Samtals komu 65 erlendar sendinefndir og hátt í eitt þúsund gestir til landsins auk fleiri en tvöhundruð erlendra blaðamanna. Fram kemur í svarinu að í fjárlögum 2023 hafi eingöngu verið gert ráð fyrir að haldinn yrði umfangsminni fundur en svo reyndist vera. Áætlað var að heildarkostnaðurinn yrði rúmur 1,3 milljarður en fundurinn hafi síðar reynst stærri en gert var ráð fyrir. Þannig hafi heildarútgjöld lögreglu reynst nokkuð hærri en gert var ráð fyrir af ófyrirséðum ástæðum. Þau námu 1.560 milljónum króna. Meiri þörf reyndist fyrir aðstoð erlendra lögreglumanna og sérhæfðan búnað erlendis frá, svo sem sérhæfðra bíla og lengri þjálfun og undirbúning. Þá hafi erlendar sendinefndir reynst stærri en gert var ráð fyrir í upphafi svo leggja þurfti til fleiri bíla og sérþjálfaða ökumenn frá lögreglu auk búnaðar. Þær hafi auk þess dvalið lengur en gert hafði verið ráð fyrir og viðbúnaður lögreglu því varið lengur. Fram kemur í svarinu að engir bílar hafi verið keyptir vegna fundarins. Allir bílar hafi verið leigðir af bílaleigum og bílaumboðum utan tíu bíla í eigu Stjórnarráðsins sem lánaðar hafi verið í verkefnið. Heildarkostnaður utanríkisráðuneytisins vegna fundarins varð 423 milljónir en áætlun gerði ráð fyrir kostnaði upp á 432 milljónir. Þar vó kostnaður við umgjörð fundarins mestu eða 106 milljónum, þá fóru 90 milljónir í laun til starfsfólks. 61 milljón í samgöngur og 103 milljónir í leigu og kaup á nauðsynlegum búnaði meðal annars vegna túlkaþjónustu. Önnur aðkeypt þjónusta vegna streymis og útsendingu, til listamann og í prentun og merkingar var 63 milljónir króna. Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Lögreglan Utanríkismál Reykjavík Rekstur hins opinbera Öryggis- og varnarmál Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Kostnaðurinn skýrist fyrst og fremst af umfangi fundarins. Þetta er meðal þess sem fram kemur í svari Bjarna Benediktssonar utanríkisráðherra við fyrirspurn Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins. Þar kemur fram að leiðtogafundinn hafi verið sóttur af fulltrúum allra 46 aðildarríkja Evrópuráðsins, þar af 37 þjóðarleiðtogar og forsætisráðherra, auk háttsettra fulltrúa alþjóðastofnana og fimm áheyrnarríkja ráðsins. Samtals komu 65 erlendar sendinefndir og hátt í eitt þúsund gestir til landsins auk fleiri en tvöhundruð erlendra blaðamanna. Fram kemur í svarinu að í fjárlögum 2023 hafi eingöngu verið gert ráð fyrir að haldinn yrði umfangsminni fundur en svo reyndist vera. Áætlað var að heildarkostnaðurinn yrði rúmur 1,3 milljarður en fundurinn hafi síðar reynst stærri en gert var ráð fyrir. Þannig hafi heildarútgjöld lögreglu reynst nokkuð hærri en gert var ráð fyrir af ófyrirséðum ástæðum. Þau námu 1.560 milljónum króna. Meiri þörf reyndist fyrir aðstoð erlendra lögreglumanna og sérhæfðan búnað erlendis frá, svo sem sérhæfðra bíla og lengri þjálfun og undirbúning. Þá hafi erlendar sendinefndir reynst stærri en gert var ráð fyrir í upphafi svo leggja þurfti til fleiri bíla og sérþjálfaða ökumenn frá lögreglu auk búnaðar. Þær hafi auk þess dvalið lengur en gert hafði verið ráð fyrir og viðbúnaður lögreglu því varið lengur. Fram kemur í svarinu að engir bílar hafi verið keyptir vegna fundarins. Allir bílar hafi verið leigðir af bílaleigum og bílaumboðum utan tíu bíla í eigu Stjórnarráðsins sem lánaðar hafi verið í verkefnið. Heildarkostnaður utanríkisráðuneytisins vegna fundarins varð 423 milljónir en áætlun gerði ráð fyrir kostnaði upp á 432 milljónir. Þar vó kostnaður við umgjörð fundarins mestu eða 106 milljónum, þá fóru 90 milljónir í laun til starfsfólks. 61 milljón í samgöngur og 103 milljónir í leigu og kaup á nauðsynlegum búnaði meðal annars vegna túlkaþjónustu. Önnur aðkeypt þjónusta vegna streymis og útsendingu, til listamann og í prentun og merkingar var 63 milljónir króna.
Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Lögreglan Utanríkismál Reykjavík Rekstur hins opinbera Öryggis- og varnarmál Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira