Breyta fyrirkomulagi sundlauga á rauðum dögum Lovísa Arnardóttir skrifar 23. febrúar 2024 13:04 Vesturbæjarlaug lokar í einn dag í ár í stað níu eins og í fyrra. Vísir/Arnar Opnunartími sundlauga borgarinnar verður lengdur á hátíðisdögum samkvæmt tillögu sem samþykkt var í dag í menningar-, íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkurborgar. Breytingin tekur gildi frá og með páskum á þessu ári. Heildaropnun allra lauga um jól og áramót á þessu ári verður 219 klukkustundir, en var 93 klukkustundir jólin 2023. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Skírdagur er þann 28. mars í ár. Áfram verður aðeins einn dagur þar sem allar laugarnar eru lokaðar en það er á jóladag. Laugarnar verða opnar á mun fleiri rauðum dögum en áður en á móti kemur að opnunartími innan dagsins styttist í einhverjum tilvikum. Til að ná settum hagræðingarmarkmiðum verður viðhaldslokun lauga einnig lengd um þrjá daga, eða úr fimm dögum í átta. Laugardalslaug lokar bara á jóladag eins og fyrri ár. Vísir/Vilhelm Þá verður sú breyting gerð frá og með 1. apríl næstkomandi að laugarnar verða opnar til klukkan 21:00 laugardag og sunnudag í stað klukkan 22:00. Í tilkynningu frá borginni segir að tillagan taki mið af gagnrýni sundlaugargesta og starfsfólks á fyrirkomulag opnunartíma sundlauganna um síðustu jól en þá hafði opnunartíminn verið styttur. Þá segir að ný áætlun muni uppfylla markmið um hagræðingu en jafnframt skila aukinni þjónustu á rauðum dögum. Gagnrýnin laut fyrst og fremst að því að of margar laugar voru lokaðar á sama tíma. Á þeim dögum sem lokað var í fjórum laugum af sjö varð eftirspurn í hinar þrjár gjarnan langt umfram þolmörk lauganna. Fjöldi gesta varð því gríðarlega mikill í einstakar laugar, sem olli óánægju og skapaði þrýsting á öryggiseftirlit, gæði vatns, hreinlæti og fleira. Álag á starfsfólk varð því mjög mikið sem ollu meðal annars streitu hjá starfsfólki og dró úr vilja þess til vinnu á viðkomandi dögum. Samkvæmt tillögunni verður opnunartíminn samræmdur á rauðum dögum sem á að einfalda kynningu, auka jafnræði á milli hverfa og jafna álag, Áhrif á opnunartími einstakra sundlauga á rauðum dögum verða eftirfarandi: Grafarvogslaug verður lokuð í tvo daga árið 2024, en var lokuð í 13 daga árið 2023. Dalslaug verður lokuð í þrjá daga árið 2024, en var lokuð í 13 daga árið 2023. Árbæjarlaug verður lokuð í þrjá daga árið 2024, en var lokuð í 13 daga árið 2023. Breiðholtslaug verður lokuð í þrjá daga árið 2024, en var 13 daga árið 2023. Laugardalslaug verður lokuð í einn dag eins og verið hefur. Sundhöllin verður lokuð í einn dag árið 2024, en var lokuð í níu daga árið 2023. Vesturbæjarlaug verður lokuð í einn dag árið 2024, en var lokuð í níu daga árið 2023. Sundlaugar Reykjavík Borgarstjórn Heilsa Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Heildaropnun allra lauga um jól og áramót á þessu ári verður 219 klukkustundir, en var 93 klukkustundir jólin 2023. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Skírdagur er þann 28. mars í ár. Áfram verður aðeins einn dagur þar sem allar laugarnar eru lokaðar en það er á jóladag. Laugarnar verða opnar á mun fleiri rauðum dögum en áður en á móti kemur að opnunartími innan dagsins styttist í einhverjum tilvikum. Til að ná settum hagræðingarmarkmiðum verður viðhaldslokun lauga einnig lengd um þrjá daga, eða úr fimm dögum í átta. Laugardalslaug lokar bara á jóladag eins og fyrri ár. Vísir/Vilhelm Þá verður sú breyting gerð frá og með 1. apríl næstkomandi að laugarnar verða opnar til klukkan 21:00 laugardag og sunnudag í stað klukkan 22:00. Í tilkynningu frá borginni segir að tillagan taki mið af gagnrýni sundlaugargesta og starfsfólks á fyrirkomulag opnunartíma sundlauganna um síðustu jól en þá hafði opnunartíminn verið styttur. Þá segir að ný áætlun muni uppfylla markmið um hagræðingu en jafnframt skila aukinni þjónustu á rauðum dögum. Gagnrýnin laut fyrst og fremst að því að of margar laugar voru lokaðar á sama tíma. Á þeim dögum sem lokað var í fjórum laugum af sjö varð eftirspurn í hinar þrjár gjarnan langt umfram þolmörk lauganna. Fjöldi gesta varð því gríðarlega mikill í einstakar laugar, sem olli óánægju og skapaði þrýsting á öryggiseftirlit, gæði vatns, hreinlæti og fleira. Álag á starfsfólk varð því mjög mikið sem ollu meðal annars streitu hjá starfsfólki og dró úr vilja þess til vinnu á viðkomandi dögum. Samkvæmt tillögunni verður opnunartíminn samræmdur á rauðum dögum sem á að einfalda kynningu, auka jafnræði á milli hverfa og jafna álag, Áhrif á opnunartími einstakra sundlauga á rauðum dögum verða eftirfarandi: Grafarvogslaug verður lokuð í tvo daga árið 2024, en var lokuð í 13 daga árið 2023. Dalslaug verður lokuð í þrjá daga árið 2024, en var lokuð í 13 daga árið 2023. Árbæjarlaug verður lokuð í þrjá daga árið 2024, en var lokuð í 13 daga árið 2023. Breiðholtslaug verður lokuð í þrjá daga árið 2024, en var 13 daga árið 2023. Laugardalslaug verður lokuð í einn dag eins og verið hefur. Sundhöllin verður lokuð í einn dag árið 2024, en var lokuð í níu daga árið 2023. Vesturbæjarlaug verður lokuð í einn dag árið 2024, en var lokuð í níu daga árið 2023.
Sundlaugar Reykjavík Borgarstjórn Heilsa Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira