Slagsmál brutust út meðal áhorfenda: „Aldrei séð svona rugl á ævinni“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 25. febrúar 2024 12:30 Dana White, forseti UFC, sagði slagsmálin í Mexíkó eitthvað það sturlaðasta sem hann hafi orðið vitni að í sinni stjórnartíð. vísir/getty Öryggisgæsla var hvergi sjáanleg þegar slagsmál brutust út meðal áhorfenda á bardagakvöldi UFC í Mexíkóborg. Dana White sagðist aldrei hafa orðið vitni að öðru eins. Bardagakvöldið í Mexíkó var sett upp af UFC samtökunum til að koma mexíkóskum bardagaköppum á framfæri, en það voru áhorfendur sem stálu sviðsljósinu. Á myndskeiðum hér fyrir neðan má sjá þegar slagsmálin brutust út meðal tveggja hópa áhorfenda, öryggisgæsla var hvergi sjáanleg. 😳 It’s kicking OFF at #UFCMexico 🇲🇽 pic.twitter.com/Kqwm11B9HE— Mikey Thomas (@MikeyThomas1991) February 25, 2024 Best angle of the brawl in the stands #UFCMéxico pic.twitter.com/lMBYsXynU7— Carlos Contreras Legaspi 🦁 (@CCLegaspi) February 25, 2024 Forseti UFC, Dana White, sagði þetta með því ótrúlegra sem hann hafi orðið vitni að í sinni stjórnartíð. „Það sturlaða er að slagsmálin héldu endalaust áfram. Ég dreif mig af stað og horfði á – það kom enginn að stöðva þetta. Ég beið eftir að sjá öryggisgæsluna en þeir biðu bara eftir að allt róaðist“ sagði Dana White við blaðamenn í lok kvölds. Þetta er í sjötta sinn sem UFC heldur bardagakvöld í Mexíkó en fyrsta sinn sem bardagar eiga sér stað utan hringsins. Dana White on the fight in the crowd: No security. The fight just went on until the fight was over. I've never seen any shit like that in my life. #UFCMexico #UFC pic.twitter.com/Q8BIAK8eaJ— Jed I. Goodman © (@jedigoodman) February 25, 2024 „Ég held að þetta hafi ekkert litið illa út fyrir UFC. Þetta gerðist bara og þannig er það. Ég held að fólk sem sjái þetta sé ekki að fara að reyna þetta sjálft, ég hef sjálfur aldrei séð svona rugl á ævinni.“ Eins og áður segir var bardagakvöldið hluti af áformum UFC að koma mexíkóskum bardagaköppum á framfæri. UFC hefur einnig opnað skóla, æfinga- og lyftingaaðstöðu fyrir upprennandi bardagakappa þar í landi. MMA Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Sjá meira
Bardagakvöldið í Mexíkó var sett upp af UFC samtökunum til að koma mexíkóskum bardagaköppum á framfæri, en það voru áhorfendur sem stálu sviðsljósinu. Á myndskeiðum hér fyrir neðan má sjá þegar slagsmálin brutust út meðal tveggja hópa áhorfenda, öryggisgæsla var hvergi sjáanleg. 😳 It’s kicking OFF at #UFCMexico 🇲🇽 pic.twitter.com/Kqwm11B9HE— Mikey Thomas (@MikeyThomas1991) February 25, 2024 Best angle of the brawl in the stands #UFCMéxico pic.twitter.com/lMBYsXynU7— Carlos Contreras Legaspi 🦁 (@CCLegaspi) February 25, 2024 Forseti UFC, Dana White, sagði þetta með því ótrúlegra sem hann hafi orðið vitni að í sinni stjórnartíð. „Það sturlaða er að slagsmálin héldu endalaust áfram. Ég dreif mig af stað og horfði á – það kom enginn að stöðva þetta. Ég beið eftir að sjá öryggisgæsluna en þeir biðu bara eftir að allt róaðist“ sagði Dana White við blaðamenn í lok kvölds. Þetta er í sjötta sinn sem UFC heldur bardagakvöld í Mexíkó en fyrsta sinn sem bardagar eiga sér stað utan hringsins. Dana White on the fight in the crowd: No security. The fight just went on until the fight was over. I've never seen any shit like that in my life. #UFCMexico #UFC pic.twitter.com/Q8BIAK8eaJ— Jed I. Goodman © (@jedigoodman) February 25, 2024 „Ég held að þetta hafi ekkert litið illa út fyrir UFC. Þetta gerðist bara og þannig er það. Ég held að fólk sem sjái þetta sé ekki að fara að reyna þetta sjálft, ég hef sjálfur aldrei séð svona rugl á ævinni.“ Eins og áður segir var bardagakvöldið hluti af áformum UFC að koma mexíkóskum bardagaköppum á framfæri. UFC hefur einnig opnað skóla, æfinga- og lyftingaaðstöðu fyrir upprennandi bardagakappa þar í landi.
MMA Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Sjá meira