Hafa fengið ábendingar um Pétur Jökul Árni Sæberg skrifar 27. febrúar 2024 12:02 Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu, og Pétur Jökull Jónasson. Vísir/Arnar/Interpol Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hafa borist ábendingar um Pétur Jökul Jónasson, sem lýst var eftir á vef Interpol þann 16. febrúar. Hann er grunaður um þátttöku í stóra kókaínmálinu svokallaða. Þetta segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Vísi. Grímur sagði í samtali við fréttastofu daginn eftir að eftirlýsingin var gefin út að lögreglan hér á landi vissi ekki hvar í heiminum Pétur Jökull gæti verið niðurkominn. Nú segir hann of djúpt í árinni tekið að segja það en að ekkert nýtt sé að frétta varðandi mögulega komu Péturs Jökuls til landsins. Lögreglunni hafi borist ábendingar um það hvar Pétur Jökull sé. Grímur segist ekkert getað gefið upp um það hvort lögregla hafi haft samband við Pétur Jökul. Loks segir Grímur ljóst að þegar lýst er eftir mönnum með þessum hætti þá séu þeir grunaðir um aðild að málum. Pétur Jökull hafi þó ekki fengið réttarstöðu sakbornings. Það gerist við hugsanlega handtöku eða skýrslutöku. Hver er Nonni? Mennirnir fjórir sem ákærðir eru fyrir aðild að stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar játuðu allir þátttöku sína í málinu þegar það var til meðferðar hjá Héraðsdómi Reykjavíkur. Þeir sögðu sína þætti þó veigalitla. Allir höfðu þeir afmörkuð hlutverk og rannsakendur segja alþekkt að sú aðferð sé notuð við innflutning fíkniefna. Mörgum spurningum var ósvarað. Lykilspurning í málinu var hver hver aðilinn var sem var í samskiptum við Daða Björnsson, einn fjórmenninganna í málinu, og gaf honum fyrirmæli? Hann kallaði sig ýmist Nonna, Harry eða Trucker á dulkóðuðum samskiptaforritum sem mennirnir notuðust við. Í skýrslutökum sagði lögreglumaður að ljóst væri að „Nonni“ væri sá aðili sem kom upplýsingum til Daða og „passaði að hann gerði það sem þurfti að gera,“ líkt og hann orðaði það. Daði gaf aldrei upp hver „Nonni“ væri, en staðfest er að þeir hittust í að minnsta kosti eitt skipti þar sem lögregla fylgdist með. Það var þann 8. júlí við Melabúðina þar sem „Nonni“ lét Daða hafa síma. Daði neitaði því þó fyrir dómi að vita hver „Nonni“ væri. Þá var önnur stór spurning hvort að það hafi átt að vera umræddur „Nonni“ eða einhver annar sem átti að taka við efnunum af Daða. Verjendur gagnrýndu lögreglu fyrir að hafa ráðist of snemma í handtökur en Daði átti að hitta einhvern daginn eftir að hann var handtekinn og afhenda efnin. Þá liggja fyrir samskipti á milli „Nonna" og Birgis Halldórssonar, annars sem hlaut dóm í málinu. Þau samskipti fóru fram á ensku en lögregla telur þó að „Nonni“ sé íslendingur. Ljóst var að Birgir vissi hver „Nonni“ var í raun og veru. En þegar hann var spurður að því fyrir dómi sagði hann einfaldlega: Ég er ekki til í að segja hver það er. Lögreglumál Stóra kókaínmálið 2022 Fíkniefnabrot Tengdar fréttir Lýst eftir Pétri Jökli á vefsíðu Interpol Lýst er eftir íslenskum karlmanni á vefsíðu Interpol að beiðni Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Beiðnin er tilkomin vegna tilraunar til innflutnings á tæplega 100 kílóum af kókaíni frá Brasilíu til Íslands. 16. febrúar 2024 17:44 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Sjá meira
Þetta segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Vísi. Grímur sagði í samtali við fréttastofu daginn eftir að eftirlýsingin var gefin út að lögreglan hér á landi vissi ekki hvar í heiminum Pétur Jökull gæti verið niðurkominn. Nú segir hann of djúpt í árinni tekið að segja það en að ekkert nýtt sé að frétta varðandi mögulega komu Péturs Jökuls til landsins. Lögreglunni hafi borist ábendingar um það hvar Pétur Jökull sé. Grímur segist ekkert getað gefið upp um það hvort lögregla hafi haft samband við Pétur Jökul. Loks segir Grímur ljóst að þegar lýst er eftir mönnum með þessum hætti þá séu þeir grunaðir um aðild að málum. Pétur Jökull hafi þó ekki fengið réttarstöðu sakbornings. Það gerist við hugsanlega handtöku eða skýrslutöku. Hver er Nonni? Mennirnir fjórir sem ákærðir eru fyrir aðild að stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar játuðu allir þátttöku sína í málinu þegar það var til meðferðar hjá Héraðsdómi Reykjavíkur. Þeir sögðu sína þætti þó veigalitla. Allir höfðu þeir afmörkuð hlutverk og rannsakendur segja alþekkt að sú aðferð sé notuð við innflutning fíkniefna. Mörgum spurningum var ósvarað. Lykilspurning í málinu var hver hver aðilinn var sem var í samskiptum við Daða Björnsson, einn fjórmenninganna í málinu, og gaf honum fyrirmæli? Hann kallaði sig ýmist Nonna, Harry eða Trucker á dulkóðuðum samskiptaforritum sem mennirnir notuðust við. Í skýrslutökum sagði lögreglumaður að ljóst væri að „Nonni“ væri sá aðili sem kom upplýsingum til Daða og „passaði að hann gerði það sem þurfti að gera,“ líkt og hann orðaði það. Daði gaf aldrei upp hver „Nonni“ væri, en staðfest er að þeir hittust í að minnsta kosti eitt skipti þar sem lögregla fylgdist með. Það var þann 8. júlí við Melabúðina þar sem „Nonni“ lét Daða hafa síma. Daði neitaði því þó fyrir dómi að vita hver „Nonni“ væri. Þá var önnur stór spurning hvort að það hafi átt að vera umræddur „Nonni“ eða einhver annar sem átti að taka við efnunum af Daða. Verjendur gagnrýndu lögreglu fyrir að hafa ráðist of snemma í handtökur en Daði átti að hitta einhvern daginn eftir að hann var handtekinn og afhenda efnin. Þá liggja fyrir samskipti á milli „Nonna" og Birgis Halldórssonar, annars sem hlaut dóm í málinu. Þau samskipti fóru fram á ensku en lögregla telur þó að „Nonni“ sé íslendingur. Ljóst var að Birgir vissi hver „Nonni“ var í raun og veru. En þegar hann var spurður að því fyrir dómi sagði hann einfaldlega: Ég er ekki til í að segja hver það er.
Lögreglumál Stóra kókaínmálið 2022 Fíkniefnabrot Tengdar fréttir Lýst eftir Pétri Jökli á vefsíðu Interpol Lýst er eftir íslenskum karlmanni á vefsíðu Interpol að beiðni Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Beiðnin er tilkomin vegna tilraunar til innflutnings á tæplega 100 kílóum af kókaíni frá Brasilíu til Íslands. 16. febrúar 2024 17:44 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Sjá meira
Lýst eftir Pétri Jökli á vefsíðu Interpol Lýst er eftir íslenskum karlmanni á vefsíðu Interpol að beiðni Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Beiðnin er tilkomin vegna tilraunar til innflutnings á tæplega 100 kílóum af kókaíni frá Brasilíu til Íslands. 16. febrúar 2024 17:44