Fundar með samninganefnd um mögulega verkfallsboðun Árni Sæberg skrifar 28. febrúar 2024 12:17 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Vísir/Vilhelm Samninganefnd Eflingar mun funda í kvöld í ljósi þess að Samtök atvinnulífsins opnuðu á viðræður um launaliðinn við aðra en láglaunafólk. Formaður Eflingar segir vel koma til greina að boðað verði til verkfallsaðgerða. Sólveig Anna Jónsdóttir segir leitt að eftir mikla vinnu og bjartsýni síðustu daga hafi Samtök atvinnulífsins hleypt kjaraviðræðum í uppnám í gær. Efling hafi ekki mætt á fund í Karphúsinu í morgun og sé nú að meta stöðuna. Hún segir Samtök atvinnulífsins skyndilega hafa vilja taka upp þegar samþykktan launalið. Það segir Sólveig Anna hafa verið gert til þess að veita hálaunahópum innan ASÍ prósentutöluhækkanir. Þá hafi SA gert kröfu um að Efling samþykki launalækkanir ákveðinna hópa. Samninganefnd Eflingar muni koma sama klukkan 18 í kvöld til þess að fara yfir stöðuna. Vildu ekki samþykkja kröfur sem kosta ekki neitt Sólveig Anna segir að á sama tíma og Samtök atvinnulífsins ræði prósentuhækkanir við hærra launaða hópa innan ASÍ hafi samtökin ekki viljað fallast á kröfur Eflingar sem kosta ekki neitt. Þar nefnir hún til að mynda aukna uppsagnarvernd og aukin réttindi trúnaðarmanna. Þá hafi SA farið fram á það að Efling samþykki verulega launalækkun hjá ákveðunum hópum verka- og láglaunafólks. „Einnig hafa þau ekki komið með nein svör varðandi kröfur Eflingar og SGS um leiðréttingu á kjörum ræstingafólks. Sem er sá hópur launafólks á Íslandi sem býr við verst kjör, mest konur. Fundar frekar með samninganefnd Þegar þessi staða birtist Eflingu í gær hafi forsvarsmenn félagsins gert sér grein fyrir því að ekkert traust væri til staðar í viðræðunum þrátt fyrir þrotlausa vinnu undanfarið. „Því ætla ég að nota daginn í dag til þess að undirbúa fund með samninganefnd, sem haldinn verður hér klukkan 18 í kvöld. Þar mun ég upplýsa samninganefnd Eflingar um þá stöðu sem upp er komin og ráðfæra mig við þau um næstu skref.“ Á fundinum verði, meðal annars, rætt um möguleikann á verkfallsboðun meðal Eflingarfólks. Mikil vonbrigði „Það er auðvitað mjög leitt, þegar fulltrúar verka- og láglaunafólks ásamt góðum félögum úr öðrum hópum, hafa lagt svo mikið á sig sem raun ber vitni, til þess að geta gengið frá kjarasamningum, sem við töldum að myndu snúa að því að ná hratt niður verðbólgu og vöxtum, og í ljós kemur að í stað þess að setja áherslu á að loka samningum við okkur hafa Samtök atvinnulífsins ákveðið að koma samtalinu í algjört uppnám. Með því að fara á bak við okkur, opna á launaliðinn, án okkar aðkomu, án samtals við okkur, til þess að færa mönnum, sem þegar búa við ágæt kjör, umframhækkanir,“ segir Sólveig Anna að lokum. Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Vinnumarkaður Stéttarfélög Tengdar fréttir Bjartsýni og góður gangur í kjaraviðræðum Fulltrúar nánast allra félaga innan Alþýðusambandsins annarra en verslunarmanna hafa haldið áfram viðræðum við Samtök atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara í dag. 27. febrúar 2024 19:30 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af Sjá meira
Sólveig Anna Jónsdóttir segir leitt að eftir mikla vinnu og bjartsýni síðustu daga hafi Samtök atvinnulífsins hleypt kjaraviðræðum í uppnám í gær. Efling hafi ekki mætt á fund í Karphúsinu í morgun og sé nú að meta stöðuna. Hún segir Samtök atvinnulífsins skyndilega hafa vilja taka upp þegar samþykktan launalið. Það segir Sólveig Anna hafa verið gert til þess að veita hálaunahópum innan ASÍ prósentutöluhækkanir. Þá hafi SA gert kröfu um að Efling samþykki launalækkanir ákveðinna hópa. Samninganefnd Eflingar muni koma sama klukkan 18 í kvöld til þess að fara yfir stöðuna. Vildu ekki samþykkja kröfur sem kosta ekki neitt Sólveig Anna segir að á sama tíma og Samtök atvinnulífsins ræði prósentuhækkanir við hærra launaða hópa innan ASÍ hafi samtökin ekki viljað fallast á kröfur Eflingar sem kosta ekki neitt. Þar nefnir hún til að mynda aukna uppsagnarvernd og aukin réttindi trúnaðarmanna. Þá hafi SA farið fram á það að Efling samþykki verulega launalækkun hjá ákveðunum hópum verka- og láglaunafólks. „Einnig hafa þau ekki komið með nein svör varðandi kröfur Eflingar og SGS um leiðréttingu á kjörum ræstingafólks. Sem er sá hópur launafólks á Íslandi sem býr við verst kjör, mest konur. Fundar frekar með samninganefnd Þegar þessi staða birtist Eflingu í gær hafi forsvarsmenn félagsins gert sér grein fyrir því að ekkert traust væri til staðar í viðræðunum þrátt fyrir þrotlausa vinnu undanfarið. „Því ætla ég að nota daginn í dag til þess að undirbúa fund með samninganefnd, sem haldinn verður hér klukkan 18 í kvöld. Þar mun ég upplýsa samninganefnd Eflingar um þá stöðu sem upp er komin og ráðfæra mig við þau um næstu skref.“ Á fundinum verði, meðal annars, rætt um möguleikann á verkfallsboðun meðal Eflingarfólks. Mikil vonbrigði „Það er auðvitað mjög leitt, þegar fulltrúar verka- og láglaunafólks ásamt góðum félögum úr öðrum hópum, hafa lagt svo mikið á sig sem raun ber vitni, til þess að geta gengið frá kjarasamningum, sem við töldum að myndu snúa að því að ná hratt niður verðbólgu og vöxtum, og í ljós kemur að í stað þess að setja áherslu á að loka samningum við okkur hafa Samtök atvinnulífsins ákveðið að koma samtalinu í algjört uppnám. Með því að fara á bak við okkur, opna á launaliðinn, án okkar aðkomu, án samtals við okkur, til þess að færa mönnum, sem þegar búa við ágæt kjör, umframhækkanir,“ segir Sólveig Anna að lokum.
Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Vinnumarkaður Stéttarfélög Tengdar fréttir Bjartsýni og góður gangur í kjaraviðræðum Fulltrúar nánast allra félaga innan Alþýðusambandsins annarra en verslunarmanna hafa haldið áfram viðræðum við Samtök atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara í dag. 27. febrúar 2024 19:30 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af Sjá meira
Bjartsýni og góður gangur í kjaraviðræðum Fulltrúar nánast allra félaga innan Alþýðusambandsins annarra en verslunarmanna hafa haldið áfram viðræðum við Samtök atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara í dag. 27. febrúar 2024 19:30