Fjórtán sagt upp hjá Keili og FS tekur yfir brautir Samúel Karl Ólason skrifar 28. febrúar 2024 22:11 Keilir er starfræktur í Reykjanesbæ. Vísir/Arnar Fjölbrautaskóli Suðurnesja mun taka yfir hluta af starfsemi Keilis eftir að samkomulag um slíkt náðist. Fjórtán starfsmönnum Keilis hefur verið sagt upp í kjölfarið. Þetta kemur fram í frétt Víkurfrétta en þar segir að FS muni taka yfir einka- og styrktarþjálfaranám og stúdentsbraut í tölvuleikjagerð og að stefnt sé að því að skólinn taki yfir fótaaðgerðafræði um áramót. Í tilkynningu á vef FS segir að nemendur á þessum brautum fái að ljúka námi á þeim forsendum sem lagt var upp með frá upphafi. Þá kemur fram að forsvarsmenn Keilis hafi átt frumkvæðið að þessum aðgerðum og þær megi rekja til fjárhagslegra áskorana. Kristján Ásmundsson, skólameistari FS segir í tilkynningunni að það skipti máli fyrir skólann að námsframboð fyrir nemendur á Suðurnesjum skerðist ekki. „Ég tel að þessar brautir sem um ræðir falli vel að því námi sem fyrir er hjá okkur og að okkur takist að efla þær enn frekar. Þannig getur leikjatölvubrautin fallið vel að tölvufræðibraut skólans og einka- og styrktarþjálfunin verið góð viðbót við íþrótta- og lýðheilsubrautina.“ Nanna Kristjana Traustadóttir, framkvæmdastjóri Keilis, segir erfitt að kveðja starfsfólk vegna þessara breytinga. „Það er trú mín að FS hafi alla burði til þess að efla námsbrautirnar enn frekar og afar mikilvæg niðurstaða að námsframboð fyrir íbúa Suðurnesja sé óskert. Jafnframt tel ég allar líkur á að starfsemi brautanna komi með góðan innblástur inn í FS, enda urðu þær til í umhverfi nýsköpunarhugsunar og nútímalegrar nálgunar í námi. Keilir er á tímamótum í kjölfar þrotlausrar vinnu síðustu ára við það að vinda ofan af óhagstæðum samningum og afar fjölbreyttum krefjandi rekstrareiningum.“ Reykjanesbær Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Vinnumarkaður Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Þetta kemur fram í frétt Víkurfrétta en þar segir að FS muni taka yfir einka- og styrktarþjálfaranám og stúdentsbraut í tölvuleikjagerð og að stefnt sé að því að skólinn taki yfir fótaaðgerðafræði um áramót. Í tilkynningu á vef FS segir að nemendur á þessum brautum fái að ljúka námi á þeim forsendum sem lagt var upp með frá upphafi. Þá kemur fram að forsvarsmenn Keilis hafi átt frumkvæðið að þessum aðgerðum og þær megi rekja til fjárhagslegra áskorana. Kristján Ásmundsson, skólameistari FS segir í tilkynningunni að það skipti máli fyrir skólann að námsframboð fyrir nemendur á Suðurnesjum skerðist ekki. „Ég tel að þessar brautir sem um ræðir falli vel að því námi sem fyrir er hjá okkur og að okkur takist að efla þær enn frekar. Þannig getur leikjatölvubrautin fallið vel að tölvufræðibraut skólans og einka- og styrktarþjálfunin verið góð viðbót við íþrótta- og lýðheilsubrautina.“ Nanna Kristjana Traustadóttir, framkvæmdastjóri Keilis, segir erfitt að kveðja starfsfólk vegna þessara breytinga. „Það er trú mín að FS hafi alla burði til þess að efla námsbrautirnar enn frekar og afar mikilvæg niðurstaða að námsframboð fyrir íbúa Suðurnesja sé óskert. Jafnframt tel ég allar líkur á að starfsemi brautanna komi með góðan innblástur inn í FS, enda urðu þær til í umhverfi nýsköpunarhugsunar og nútímalegrar nálgunar í námi. Keilir er á tímamótum í kjölfar þrotlausrar vinnu síðustu ára við það að vinda ofan af óhagstæðum samningum og afar fjölbreyttum krefjandi rekstrareiningum.“
Reykjanesbær Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Vinnumarkaður Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira