Ríkur verkfallsvilji hjá ræstingafólki sem greiðir atkvæði á mánudag Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 29. febrúar 2024 12:00 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir ræstingafólk á höfuðborgarsvæðinu búa við verst kjör allra á vinnumarkaði og þess vegna valdi samninganefnd Eflingar að sá hópur fengi tækifæri til að leggja niður störf. Vísir/Arnar Fulltrúar breiðfylkingarinnar svokölluðu og Samtaka atvinnulífsins hafa verið boðuð til fundar í fyrramálið en í gærkvöldi ákvað samninganefnd Eflingar að boða til atkvæðagreiðslu um verkfall hjá félagsfólki Eflingar sem starfar við ræstingar. Formaður Eflingar telur að ríkur verkfallsvilji sé í þeim hópi. Atkvæðagreiðslan um mögulegt verkfall verður auglýst á morgun en svo hefst hún á mánudaginn klukkan fjögur. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að það sé sérstök ástæða fyrir því að hópurinn sem starfar við ræstingar hafi verið valinn. „Já, ræstingafólk hér á höfuðborgarsvæðinu það býr við verst kjör allra á íslenskum vinnumarkaði. Ég hvet fólk til þess að skoða til dæmis könnun vörðu, rannsóknarmiðstöðvar atvinnulífsins um kjör ræstingafólks þannig að við teljum að rétt og eðlilegt sé að gefa þeim tækifæri til þess að berjast fyrir bættum kjörum, við teljum að þar sé ríkulegur verkfallsvilji og svo er það eining svo að breiðfylkingin hefur sett baráttuna fyrir bættum kjörum ræstingafólks á oddinn í þessum kjaraviðræðum.“ Ástráður Haraldsson, ríkissáttasemjari, sagði í samtali við fréttastofu að hann hefði boðað breiðfylkinguna og Samtök atvinnulífsins til fundar í fyrramálið klukkan níu. „Efling mætir ásamt félögum sínum í breiðfylkingunni a þann fund og svo á morgun, seinna munum við jafnframt í samninganefnd Eflingar funda með samtökum atvinnulífsins.“ Sólveig telur að verkfallsvilji sé ríkur hjá félagsmönnum Eflingar sem starfa við ræstingar. „Í síðustu kjaradeilu þá var ræstingafólk búið að samþykkja verkfallsboðun samtök atvinnulífsins settu á Eflingu verkbann þannig að af þessum verkföllum varð ekki. Við höfum einnig í yfirstandandi kjaradeilu látið framkvæma könnun um verkfallsvilja hjá ræstingafólki Eflingarmeðlima, 80% þeirra sem svöruðu þeirri könnun sögðust tilbúin til að leggja niðurstörf til að knýja á um betri kjör. Þannig að já, ég tel að verkfallsvilji þessa hóps sé mjög mikill,“ segir Sólveig Anna. Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Stéttarfélög Tengdar fréttir Funda ekki í dag Breiðfylkingin svokallaða og Samtök atvinnulífsins funda ekki í dag. Boðað hefur verið til fundar í fyrramálið. 29. febrúar 2024 10:45 Boða atkvæðagreiðslu um verkfall ræstingarfólks á mánudag Atkvæðagreiðsla um verkfall hjá ræstingafólki hefst á mánudaginn kemur. Verði sú tillaga samþykkt mun ræstingafólk sem er í Eflingu leggja niður störf þann 18. mars næstkomandi. 29. febrúar 2024 07:14 „Gjörsamlega misboðið yfir stöðunni“ Fundi dagsins í Karphúsinu er lokið og ekki hefur verið formlega boðað til þess næsta. Gert er þó ráð fyrir að fundað verði aftur á morgun. Formenn Starfsgreinasambandsins og Samiðnar eru sammála um að staðan sé flókin og erfið. 28. febrúar 2024 16:37 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Atkvæðagreiðslan um mögulegt verkfall verður auglýst á morgun en svo hefst hún á mánudaginn klukkan fjögur. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að það sé sérstök ástæða fyrir því að hópurinn sem starfar við ræstingar hafi verið valinn. „Já, ræstingafólk hér á höfuðborgarsvæðinu það býr við verst kjör allra á íslenskum vinnumarkaði. Ég hvet fólk til þess að skoða til dæmis könnun vörðu, rannsóknarmiðstöðvar atvinnulífsins um kjör ræstingafólks þannig að við teljum að rétt og eðlilegt sé að gefa þeim tækifæri til þess að berjast fyrir bættum kjörum, við teljum að þar sé ríkulegur verkfallsvilji og svo er það eining svo að breiðfylkingin hefur sett baráttuna fyrir bættum kjörum ræstingafólks á oddinn í þessum kjaraviðræðum.“ Ástráður Haraldsson, ríkissáttasemjari, sagði í samtali við fréttastofu að hann hefði boðað breiðfylkinguna og Samtök atvinnulífsins til fundar í fyrramálið klukkan níu. „Efling mætir ásamt félögum sínum í breiðfylkingunni a þann fund og svo á morgun, seinna munum við jafnframt í samninganefnd Eflingar funda með samtökum atvinnulífsins.“ Sólveig telur að verkfallsvilji sé ríkur hjá félagsmönnum Eflingar sem starfa við ræstingar. „Í síðustu kjaradeilu þá var ræstingafólk búið að samþykkja verkfallsboðun samtök atvinnulífsins settu á Eflingu verkbann þannig að af þessum verkföllum varð ekki. Við höfum einnig í yfirstandandi kjaradeilu látið framkvæma könnun um verkfallsvilja hjá ræstingafólki Eflingarmeðlima, 80% þeirra sem svöruðu þeirri könnun sögðust tilbúin til að leggja niðurstörf til að knýja á um betri kjör. Þannig að já, ég tel að verkfallsvilji þessa hóps sé mjög mikill,“ segir Sólveig Anna.
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Stéttarfélög Tengdar fréttir Funda ekki í dag Breiðfylkingin svokallaða og Samtök atvinnulífsins funda ekki í dag. Boðað hefur verið til fundar í fyrramálið. 29. febrúar 2024 10:45 Boða atkvæðagreiðslu um verkfall ræstingarfólks á mánudag Atkvæðagreiðsla um verkfall hjá ræstingafólki hefst á mánudaginn kemur. Verði sú tillaga samþykkt mun ræstingafólk sem er í Eflingu leggja niður störf þann 18. mars næstkomandi. 29. febrúar 2024 07:14 „Gjörsamlega misboðið yfir stöðunni“ Fundi dagsins í Karphúsinu er lokið og ekki hefur verið formlega boðað til þess næsta. Gert er þó ráð fyrir að fundað verði aftur á morgun. Formenn Starfsgreinasambandsins og Samiðnar eru sammála um að staðan sé flókin og erfið. 28. febrúar 2024 16:37 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Funda ekki í dag Breiðfylkingin svokallaða og Samtök atvinnulífsins funda ekki í dag. Boðað hefur verið til fundar í fyrramálið. 29. febrúar 2024 10:45
Boða atkvæðagreiðslu um verkfall ræstingarfólks á mánudag Atkvæðagreiðsla um verkfall hjá ræstingafólki hefst á mánudaginn kemur. Verði sú tillaga samþykkt mun ræstingafólk sem er í Eflingu leggja niður störf þann 18. mars næstkomandi. 29. febrúar 2024 07:14
„Gjörsamlega misboðið yfir stöðunni“ Fundi dagsins í Karphúsinu er lokið og ekki hefur verið formlega boðað til þess næsta. Gert er þó ráð fyrir að fundað verði aftur á morgun. Formenn Starfsgreinasambandsins og Samiðnar eru sammála um að staðan sé flókin og erfið. 28. febrúar 2024 16:37