Íslendingar sleppa við greiðslu með vildarkorti Magnús Jochum Pálsson skrifar 3. mars 2024 22:31 Gestir Perlunnar þurfa nú að kaupa sér aðgangsmiða að Perlunni vilji þeir fara á kaffihúsið eða veitingastaðinn á efstu hæðunum tveimur. Vísir/Vilhelm Allir gestir Perlunnar þurfa nú að kaupa aðgangsmiða að byggingunni og á það líka við þá sem ætla sér bara á kaffihúsið, veitingastaðinn eða útsýnispallinn á efstu hæðunum. Íslendingar geti sótt um vildarvinakort og þannig sleppt við að borga sig inn. Þetta kemur fram í frétt mbl um málið en þar er haft eftir starfsmanni Perlunnar. Á síðu Perlunnar má sjá verð aðgangsmiðanna að svokölluðum „Undrum Íslands“ (e. Wonders of Iceland) sem veita manni aðgang að allri Perlunni, það er að segja byggingunni, útsýnispallinum, norðurljósasýningunni Áróru og öllum öðrum sýningum. Dýrara að kaupa á staðnum en netinu Miði fyrir fullorðna kostar 5.390 en fyrir börn á aldrinum sex til sautján ára kostar hann 3.390. Það er því frítt fyrir fimm ára og yngri. Einnig er hægt að kaupa sérstakan fjölskyldumiða, sem inniheldur tvo fullorðinsmiða og tvo barnamiða, á 14.990 sem sparar slíkri fjölskyldu 2.570 krónur. Verðið sem er gefið upp er hins vegar svokallað netverð og eru bæði fullorðins- og barnamiðarnir 300 krónum dýrari ef maður kaupir þá á staðnum. Fjölskyldumiðinn er jafnframt tvö þúsund krónum dýrari keyptur á staðnum og kostar 16.990 krónur. Íslendingar fái frítt inn með vildarkorti Íslendingar geta hins vegar sleppt við að borga sig inn ef þeir sækja um vildarvinakort að sögn starfsmannsins sem mbl ræddi við. Vildarvinakortið sé ókeypis og veiti korthöfum aðgang að fjórðu og fimmtu hæð Perlunnar þar sem útsýnispallurinn og veitingaþjónustan eru staðsett. Með því sé hægt að ganga beint inn. Á heimasíðu Perlunnar má lesa um skilmála Vildarvinakortsins sem er eingöngu gefið út til einstaklinga sem hafa náð átján ára aldri. „Gegn framvísun vildarvinakortsins á korthafi rétt á ákveðnum fríðindum í viðskiptum sínum við Perluna og eftir atvikum samstarfsfyrirtæki sem staðsett eru í Perlunni,“ segir á síðunni en þau fríðindi geti breyst frá einum tíma til annars. Korthafar eru hvattir til að fylgjast með fríðindum kortsins á heimasíðu Perlunnar þar sem þeir „geta ekki treyst því að Perlan muni senda þeim sérstakar tilkynningar um breytingar á fríðindum.“ „Réttur korthafa til að njóta þeirra fríðinda sem vildarvinakort Perlunnar býður upp á er bundinn við korthafa einan og gildir rétturinn því ekki um vini eða fjölskyldumeðlimi sem eftir atvikum heimsækja,“ segir á síðunni og er starfsmönnum Perlunnar heimilt að taka vildarkort úr umferð ef það er misnotað. Neytendur Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Þetta kemur fram í frétt mbl um málið en þar er haft eftir starfsmanni Perlunnar. Á síðu Perlunnar má sjá verð aðgangsmiðanna að svokölluðum „Undrum Íslands“ (e. Wonders of Iceland) sem veita manni aðgang að allri Perlunni, það er að segja byggingunni, útsýnispallinum, norðurljósasýningunni Áróru og öllum öðrum sýningum. Dýrara að kaupa á staðnum en netinu Miði fyrir fullorðna kostar 5.390 en fyrir börn á aldrinum sex til sautján ára kostar hann 3.390. Það er því frítt fyrir fimm ára og yngri. Einnig er hægt að kaupa sérstakan fjölskyldumiða, sem inniheldur tvo fullorðinsmiða og tvo barnamiða, á 14.990 sem sparar slíkri fjölskyldu 2.570 krónur. Verðið sem er gefið upp er hins vegar svokallað netverð og eru bæði fullorðins- og barnamiðarnir 300 krónum dýrari ef maður kaupir þá á staðnum. Fjölskyldumiðinn er jafnframt tvö þúsund krónum dýrari keyptur á staðnum og kostar 16.990 krónur. Íslendingar fái frítt inn með vildarkorti Íslendingar geta hins vegar sleppt við að borga sig inn ef þeir sækja um vildarvinakort að sögn starfsmannsins sem mbl ræddi við. Vildarvinakortið sé ókeypis og veiti korthöfum aðgang að fjórðu og fimmtu hæð Perlunnar þar sem útsýnispallurinn og veitingaþjónustan eru staðsett. Með því sé hægt að ganga beint inn. Á heimasíðu Perlunnar má lesa um skilmála Vildarvinakortsins sem er eingöngu gefið út til einstaklinga sem hafa náð átján ára aldri. „Gegn framvísun vildarvinakortsins á korthafi rétt á ákveðnum fríðindum í viðskiptum sínum við Perluna og eftir atvikum samstarfsfyrirtæki sem staðsett eru í Perlunni,“ segir á síðunni en þau fríðindi geti breyst frá einum tíma til annars. Korthafar eru hvattir til að fylgjast með fríðindum kortsins á heimasíðu Perlunnar þar sem þeir „geta ekki treyst því að Perlan muni senda þeim sérstakar tilkynningar um breytingar á fríðindum.“ „Réttur korthafa til að njóta þeirra fríðinda sem vildarvinakort Perlunnar býður upp á er bundinn við korthafa einan og gildir rétturinn því ekki um vini eða fjölskyldumeðlimi sem eftir atvikum heimsækja,“ segir á síðunni og er starfsmönnum Perlunnar heimilt að taka vildarkort úr umferð ef það er misnotað.
Neytendur Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira