Ekkert að frétta úr miðbæ Kópavogs Hákon Gunnarsson skrifar 5. mars 2024 14:00 Í að verða sex ár, hafa íbúar í miðbæ Kópavogs og margir aðrir íbúar í bænum beðið eftir fréttum af væntanlegum framkvæmdum á Fannborgarreitnum í hjarta bæjarins. Kaupsamningur um sölu á Fannborg 2, 4 og 6 (gamla Félagsheimilið) var undirritaður 10 maí 2018. Þrátt fyrir samkomulag við framkvæmdaraðila um „gott samstarf og upplýsingaflæði á framkvæmdatíma til íbúa“ þá hefur þessi upplýsingagjöf engin verið. Ég ætti að þekkja það, bý sjálfur á svæðinu og það hefur ekki heyrst hósti né stuna frá framkvæmdaaðilum varðandi fyrirhugaðar framkvæmdir nema í algeru skötulíki. Á fundi skipulagsráðs Kópavogsbæjar þann 4. mars 2024 voru birt skrifleg svör við fyrirspurn frá undirrituðum í fimm liðum um hver staða mála væri varðandi aðal- og deiliskipulag á Fannborgarreit annarsvegar og Traðarreit vestur hinsvegar í miðbæ Kópavogs. Spurt var sömuleiðis um hvenær niðurrif fasteignanna við Fannborg 2,4 og 6 myndu hefjast og hvort komið væri byggingarleyfi fyrir 550 íbúðum sem bæjarstjórn hefur samþykkt í húsnæðisáætlun. Ennfremur hvenær framkvæmdir á svæðinu myndu hefjast og hvernig fyrirkomulag um upplysingagjöf og samtal við íbúa á svæðinu myndu verða. Svör Umhverfissviðs staðfestu grun minn og margra annara að núverandi meirihluti bæjarstjórnar veit ekki sitt rjúkandi ráð í þessu máli. Ekkert er vitað um hvenær framkvæmdir hefjast á svæðinu, engin byggingarleyfi hafa verið gefin út og svo framvegis. Framsetningin í svari Umhverfissviðsins er sérstök: „Samkvæmt uppbyggingarsamkomulagi er lögð áhersla á gott samstarf og upplýsingaflæði á framkvæmdatíma til íbúa. Í samkomulaginu er gert ráð fyrir að framkvæmdaaðili tilnefni tengilið íbúa á framkvæmdatíma. Kópavogsbær hefur ekki upplýsingar um hvort að framkvæmdaraðilar hafi tilnefnt tengilið eða hvort að sá aðili verði sameiginlegur fyrir bæði verkefnin (Fannborgarreit og Traðarreit vestur)“. Ef menn hefðu notað tímann vel frá 10 maí 2018 væri komin áætlun um nýjan miðbæ í Kópavogi. Hægt hefði verið að fara í hugmyndasamkeppni um hvers konar samfélag við viljum hafa í miðbæ Kópavogs. Hvernig íbúðauppbygging gæti tengst atvinnulífi og menningarstarfseminni sem þarna er fyrir. Gætum við séð fyrir okkur nýjan miðbæ sem snýr í suður mót sólu í stað drungalegrar Hamraborgar sem nú er? Hvernig tengjum við tilkomu Borgarlínu við þessa þriðju stærstu strætisvagnastöðvar landsins þar sem 1,5 milljónir farþega fara um á hverju ári. Menn geta síðan velt fyrir sér tekjutapi bæjarins vegna þessara tafa í formi glataðra útsvarstekna og fasteignagjalda. Það eru örugglega hundruð milljóna króna ef ekki meira. Merkilegt hvað margir telja að Sjálfstæðisflokknum sé best treystandi fyrir opinberum fjármálum. Það er löngu kominn tími til að binda endi á hugmyndafræði Sjálfstæðisflokksins við framkvæmd á skipulagi í Kópavogsbæ. Í stað heildarhugmyndar um betra samfélag sem tekur mið af framtíðarsýn í nútíma bæjarfélagi þá kýs núverandi meirihluti að framselja skipulagsvaldið til útvalinna verktaka. Kópavogsbúar eiga miklu betra skilið. Höfundur situr í skipulagsráði Kópavogs fyrir Samfylkinguna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Skipulag Samfylkingin Mest lesið Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Í að verða sex ár, hafa íbúar í miðbæ Kópavogs og margir aðrir íbúar í bænum beðið eftir fréttum af væntanlegum framkvæmdum á Fannborgarreitnum í hjarta bæjarins. Kaupsamningur um sölu á Fannborg 2, 4 og 6 (gamla Félagsheimilið) var undirritaður 10 maí 2018. Þrátt fyrir samkomulag við framkvæmdaraðila um „gott samstarf og upplýsingaflæði á framkvæmdatíma til íbúa“ þá hefur þessi upplýsingagjöf engin verið. Ég ætti að þekkja það, bý sjálfur á svæðinu og það hefur ekki heyrst hósti né stuna frá framkvæmdaaðilum varðandi fyrirhugaðar framkvæmdir nema í algeru skötulíki. Á fundi skipulagsráðs Kópavogsbæjar þann 4. mars 2024 voru birt skrifleg svör við fyrirspurn frá undirrituðum í fimm liðum um hver staða mála væri varðandi aðal- og deiliskipulag á Fannborgarreit annarsvegar og Traðarreit vestur hinsvegar í miðbæ Kópavogs. Spurt var sömuleiðis um hvenær niðurrif fasteignanna við Fannborg 2,4 og 6 myndu hefjast og hvort komið væri byggingarleyfi fyrir 550 íbúðum sem bæjarstjórn hefur samþykkt í húsnæðisáætlun. Ennfremur hvenær framkvæmdir á svæðinu myndu hefjast og hvernig fyrirkomulag um upplysingagjöf og samtal við íbúa á svæðinu myndu verða. Svör Umhverfissviðs staðfestu grun minn og margra annara að núverandi meirihluti bæjarstjórnar veit ekki sitt rjúkandi ráð í þessu máli. Ekkert er vitað um hvenær framkvæmdir hefjast á svæðinu, engin byggingarleyfi hafa verið gefin út og svo framvegis. Framsetningin í svari Umhverfissviðsins er sérstök: „Samkvæmt uppbyggingarsamkomulagi er lögð áhersla á gott samstarf og upplýsingaflæði á framkvæmdatíma til íbúa. Í samkomulaginu er gert ráð fyrir að framkvæmdaaðili tilnefni tengilið íbúa á framkvæmdatíma. Kópavogsbær hefur ekki upplýsingar um hvort að framkvæmdaraðilar hafi tilnefnt tengilið eða hvort að sá aðili verði sameiginlegur fyrir bæði verkefnin (Fannborgarreit og Traðarreit vestur)“. Ef menn hefðu notað tímann vel frá 10 maí 2018 væri komin áætlun um nýjan miðbæ í Kópavogi. Hægt hefði verið að fara í hugmyndasamkeppni um hvers konar samfélag við viljum hafa í miðbæ Kópavogs. Hvernig íbúðauppbygging gæti tengst atvinnulífi og menningarstarfseminni sem þarna er fyrir. Gætum við séð fyrir okkur nýjan miðbæ sem snýr í suður mót sólu í stað drungalegrar Hamraborgar sem nú er? Hvernig tengjum við tilkomu Borgarlínu við þessa þriðju stærstu strætisvagnastöðvar landsins þar sem 1,5 milljónir farþega fara um á hverju ári. Menn geta síðan velt fyrir sér tekjutapi bæjarins vegna þessara tafa í formi glataðra útsvarstekna og fasteignagjalda. Það eru örugglega hundruð milljóna króna ef ekki meira. Merkilegt hvað margir telja að Sjálfstæðisflokknum sé best treystandi fyrir opinberum fjármálum. Það er löngu kominn tími til að binda endi á hugmyndafræði Sjálfstæðisflokksins við framkvæmd á skipulagi í Kópavogsbæ. Í stað heildarhugmyndar um betra samfélag sem tekur mið af framtíðarsýn í nútíma bæjarfélagi þá kýs núverandi meirihluti að framselja skipulagsvaldið til útvalinna verktaka. Kópavogsbúar eiga miklu betra skilið. Höfundur situr í skipulagsráði Kópavogs fyrir Samfylkinguna.
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun