Dauðvona maður horfði á Dune 2 í fartölvu leikstjórans Samúel Karl Ólason skrifar 6. mars 2024 10:08 Hjónin Tanya Lapointe og Denis Villeneuve sendu fartölvu leikstjórans til Kanada, svo dauðvona maður gæti horft á Dune 2, sex vikum á undan öllum öðrum. AP/Christinne Muschi Kvikmyndin Dune Part 2 eftir Denis Villeneuve hefur vakið mikla lukku í kvikmyndahúsum um heiminn allan eftir að hún var frumsýnd á dögunum. Tveir menn fengu að horfa á myndina í fartölvu leikstjórans á sjúkrahúsi í Quebec í Kanada, sex vikum á undan öðrum. Umræddur maður var fyrrverandi kvikmyndagerðarmaður og átti í janúar einungis nokkrar vikur eftir ólifaðar. Hans hinsta ósk var að sjá Dune 2 en myndin var ekki frumsýnd fyrr en í lok febrúar. Hann gat einungis horft á helming myndarinnar og dó nokkrum dögum síðar. Í samtali við Washington Post segir Josée Gagnon, sem stýrir góðgerðasamtökunum L‘Avant, að tíminn hafi skipt miklu máli og leitaði hún fyrst til samfélagsmiðla. Þar bað hún um aðstoð við að komast í samband við Vileneuve. Þann 1. mars sagði Gagnon frá því á Facebook að Villeneuve og eiginkona hans, einn framleiðanda kvikmyndarinnar, hefðu tekið vel í beiðnina. Bæði eru þau frá Kanada. Fyrst vildu þau koma manninum í flugvél til Montreal eða Los Angeles svo hann gæti horft á myndina. Það gekk ekki eftir vegna þess hve veikur maðurinn var orðinn. Þann 16. janúar flaug aðstoðarmaður Villeneuve til Quebec með fartölvu leikstjórans, svo maðurinn og vinur hans gátu horft á myndina á sjúkrahúsi. Báðir þurftu að skrifa undir þagnarsamkomulag og máttu ekki vera með síma sína þegar þeir horfðu á myndina. Gagnon segir manninn hafa verið orðinn verulega veikan og að hann hafi einungis getað horft á hálfa myndina en hún er tæplega þriggja klukkustunda löng. Þá þurfti hann að hætta vegna sársauka og lést maðurinn nokkrum dögum síðar. Bíó og sjónvarp Hollywood Kanada Tengdar fréttir Villeneuve til í þriðju myndina Denis Villeneuve segist hafa áhuga á því að gera tvíleik sinn um bókina Dune að þríleik, með þriðju kvikmyndinni sem myndi þá fjalla um bókina Dune Messiah, annarrar bókar Frank Herbert um Paul Atreides og plánetuna Arrakis. 30. ágúst 2023 17:02 Mest lesið Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Fékk ekki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Barnastjarna bráðkvödd Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Sjá meira
Umræddur maður var fyrrverandi kvikmyndagerðarmaður og átti í janúar einungis nokkrar vikur eftir ólifaðar. Hans hinsta ósk var að sjá Dune 2 en myndin var ekki frumsýnd fyrr en í lok febrúar. Hann gat einungis horft á helming myndarinnar og dó nokkrum dögum síðar. Í samtali við Washington Post segir Josée Gagnon, sem stýrir góðgerðasamtökunum L‘Avant, að tíminn hafi skipt miklu máli og leitaði hún fyrst til samfélagsmiðla. Þar bað hún um aðstoð við að komast í samband við Vileneuve. Þann 1. mars sagði Gagnon frá því á Facebook að Villeneuve og eiginkona hans, einn framleiðanda kvikmyndarinnar, hefðu tekið vel í beiðnina. Bæði eru þau frá Kanada. Fyrst vildu þau koma manninum í flugvél til Montreal eða Los Angeles svo hann gæti horft á myndina. Það gekk ekki eftir vegna þess hve veikur maðurinn var orðinn. Þann 16. janúar flaug aðstoðarmaður Villeneuve til Quebec með fartölvu leikstjórans, svo maðurinn og vinur hans gátu horft á myndina á sjúkrahúsi. Báðir þurftu að skrifa undir þagnarsamkomulag og máttu ekki vera með síma sína þegar þeir horfðu á myndina. Gagnon segir manninn hafa verið orðinn verulega veikan og að hann hafi einungis getað horft á hálfa myndina en hún er tæplega þriggja klukkustunda löng. Þá þurfti hann að hætta vegna sársauka og lést maðurinn nokkrum dögum síðar.
Bíó og sjónvarp Hollywood Kanada Tengdar fréttir Villeneuve til í þriðju myndina Denis Villeneuve segist hafa áhuga á því að gera tvíleik sinn um bókina Dune að þríleik, með þriðju kvikmyndinni sem myndi þá fjalla um bókina Dune Messiah, annarrar bókar Frank Herbert um Paul Atreides og plánetuna Arrakis. 30. ágúst 2023 17:02 Mest lesið Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Fékk ekki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Barnastjarna bráðkvödd Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Sjá meira
Villeneuve til í þriðju myndina Denis Villeneuve segist hafa áhuga á því að gera tvíleik sinn um bókina Dune að þríleik, með þriðju kvikmyndinni sem myndi þá fjalla um bókina Dune Messiah, annarrar bókar Frank Herbert um Paul Atreides og plánetuna Arrakis. 30. ágúst 2023 17:02