Sala á iPhone-símum hríðfellur í Kína Jón Ísak Ragnarsson skrifar 6. mars 2024 14:05 Sala á iPhone-símum hefur dregist saman í Kína. EPA Sala á iPhone-símum í Kína hefur dregist saman um 24 prósent fyrstu sex vikur ársins miðað við sama tímabil í fyrra. Kína er einn stærsti markaður fyrirtækisins Apple sem framleiðir iPhone-símana. Á sama tímabili jókst salan þar í landi á símum kínverska fyrirtækisins Huawei um 64 prósent. Heilt yfir dróst sala á snjallsímum í Kína saman um sjö prósent á fyrstu sex vikum ársins, miðað við í fyrra. Þetta kemur fram á vef BBC, en ekki náðist í talsmenn Apple og Huawei við vinnslu fréttarinnar. Hart hefur verið í ári hjá Huawei síðastliðin ár, en fyrirtækið hefur sætt viðskiptaþvingunum af hálfu Bandaríkjanna sem hindra aðgang þeirra að tækjum og vörum sem notaðar eru í snjallsímagerð. Um er að ræða meðal annars örflögur sem símar þurfa fyrir 5G-samband. Þetta olli miklum vandræðum í rekstri þeirra þangað til nú í ágúst síðastliðnum þegar Mate 60-síminn þeirra fór á markað og rokseldist. Huawei sækir í sig veðrið Huawei og undirfyrirtæki þess, Honor, voru einu stóru símaframleiðendurnir sem juku sölu sína í Kína á fyrstu vikum ársins. Í skýrslunni kemur einnig fram að hlutdeild Apple á kínverska snjallsímamarkaðnum á síðasta ári hafi fallið úr nítján prósentum niður í 15,7 prósent. Apple fellur úr öðru sætinu niður í fjórða. Markaðshlutdeild Huawei jókst allverulega, fór úr 9,4 prósentum í 16,5 prósent, en þau sitja nú í öðru sæti. Vivo er ennþá með stærstu markaðshlutdeildina þrátt fyrir að sala þeirra hafi hrunið um 15 prósent á síðasta ári. Tekjur Apple minnka Minnkandi eftirspurn í Kína gæti haft áframhaldandi neikvæð áhrif á tekjur Apple í Kína, sem hafa ekki staðið undir væntingum síðastliðna mánuði. Síðustu þrjá mánuði ársins 2023 voru tekjurnar 20,82 milljarðar dollara, en voru árið áður 23,9 milljarðar. Hlutabréfaverð í Apple féll um 2,8 prósent á þriðjudaginn. Huawei Apple Kína Tengdar fréttir Apple sektað um 270 milljarða af ESB Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur sektað Apple um tvo milljarða dala vegna einokunar. Forsvarsmenn fyrirtækisins eru sagðir hafa beitt mætti þess til að kæfa samkeppni á sviði tónlistarstreymis. 4. mars 2024 17:01 Mest lesið „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Sjá meira
Á sama tímabili jókst salan þar í landi á símum kínverska fyrirtækisins Huawei um 64 prósent. Heilt yfir dróst sala á snjallsímum í Kína saman um sjö prósent á fyrstu sex vikum ársins, miðað við í fyrra. Þetta kemur fram á vef BBC, en ekki náðist í talsmenn Apple og Huawei við vinnslu fréttarinnar. Hart hefur verið í ári hjá Huawei síðastliðin ár, en fyrirtækið hefur sætt viðskiptaþvingunum af hálfu Bandaríkjanna sem hindra aðgang þeirra að tækjum og vörum sem notaðar eru í snjallsímagerð. Um er að ræða meðal annars örflögur sem símar þurfa fyrir 5G-samband. Þetta olli miklum vandræðum í rekstri þeirra þangað til nú í ágúst síðastliðnum þegar Mate 60-síminn þeirra fór á markað og rokseldist. Huawei sækir í sig veðrið Huawei og undirfyrirtæki þess, Honor, voru einu stóru símaframleiðendurnir sem juku sölu sína í Kína á fyrstu vikum ársins. Í skýrslunni kemur einnig fram að hlutdeild Apple á kínverska snjallsímamarkaðnum á síðasta ári hafi fallið úr nítján prósentum niður í 15,7 prósent. Apple fellur úr öðru sætinu niður í fjórða. Markaðshlutdeild Huawei jókst allverulega, fór úr 9,4 prósentum í 16,5 prósent, en þau sitja nú í öðru sæti. Vivo er ennþá með stærstu markaðshlutdeildina þrátt fyrir að sala þeirra hafi hrunið um 15 prósent á síðasta ári. Tekjur Apple minnka Minnkandi eftirspurn í Kína gæti haft áframhaldandi neikvæð áhrif á tekjur Apple í Kína, sem hafa ekki staðið undir væntingum síðastliðna mánuði. Síðustu þrjá mánuði ársins 2023 voru tekjurnar 20,82 milljarðar dollara, en voru árið áður 23,9 milljarðar. Hlutabréfaverð í Apple féll um 2,8 prósent á þriðjudaginn.
Huawei Apple Kína Tengdar fréttir Apple sektað um 270 milljarða af ESB Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur sektað Apple um tvo milljarða dala vegna einokunar. Forsvarsmenn fyrirtækisins eru sagðir hafa beitt mætti þess til að kæfa samkeppni á sviði tónlistarstreymis. 4. mars 2024 17:01 Mest lesið „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Sjá meira
Apple sektað um 270 milljarða af ESB Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur sektað Apple um tvo milljarða dala vegna einokunar. Forsvarsmenn fyrirtækisins eru sagðir hafa beitt mætti þess til að kæfa samkeppni á sviði tónlistarstreymis. 4. mars 2024 17:01