Af hverju svíkja fótboltamenn á Spáni undan skatti? Valur Páll Eiríksson skrifar 7. mars 2024 11:30 Ancelotti er sá nýjasti til að vera kærður fyrir að skjóta undan skatti. Bæði Cristiano Ronaldo og Lionel Messi hafa verið sakfelldir fyrir slík brot á Spáni. Samsett/Getty Ítalinn Carlo Ancelotti var í gær ákærður fyrir skattsvik af skattayfirvöldum á Spáni og lengist enn listi fótboltamanna og þjálfara sem sæta kæru fyrir slíkt þar í landi. Ancelotti er þjálfari Real Madrid á Spáni en hann er sakaður um brot sem áttu sér stað milli 2014 og 2015, þegar hann var þjálfari liðsins. Spænskir saksóknarar krefjast tæplega fimm ára fangelsisvistar Ítalans þar sem hann á að hafa svikið um milljón evra, eða 150 milljónir króna á núvirði, vegna greiðslna tengda ímyndarrétti. „Þetta eru í raun alltaf sömu greiðslurnar sem eru til umræðu, svokallaðar ímyndargreiðslur. Þær eru svolítið öðruvísi en þessar hefðbundnu greiðslur til leikmanna - þær eru gerðar í gegnum félög eða fyrirtæki sem eru í eigu leikmanna - þessi félög eru oft skráð annarsstaðar í heiminum en það á að gefa þetta upp á Spáni,“ segir Jóhann Már Helgason, fótboltasérfræðingur. Jóhann Már Helgason.Vísir/Sigurjón „Í tilfelli Carlo Ancelotti var upprunalega sagt að þau væru í Bretlandi og það komu í raun engar greiðslur til þessa félags frá Real Madrid, heldur fór það til Bresku jómfrúareyjanna. Spænsk skattayfirvöld komust að þessu nýverið og þá fékk Ancelotti þessa kæru í höfuðið,“ segir Jóhann um málið. Einskorðast við Spán Nokkur dæmi um fótboltamenn sem hafa verið sakfelldir fyrir skattsvik eða sættust á sekt.Vísir/Samsett/Sara Ancelotti bætist í hóp fjölmargra fótboltamanna og þjálfara á Spáni sem sakaðir eru um að svíkja undan en Javier Mascherano var sakfelldur fyrir slíkt árið 2016 og Lionel Messi ári síðar. José Mourinho hlaut skilorðsbundinn dóm árið 2019 og landi hans Cristiano Ronaldo játaði sök sama ár. Diego Costa sem lék með Atlético Madrid játaði þá sök árið 2020. En af hverju er þetta svo landlægt við Spán? „Ég myndi halda að yfirvöldin þar séu með mestu eftirfylgnina á þessu, ef til vill vegna þess að stærstu málin hafa komið þar upp. En ég held að útfrá þessum málum sem komu í kjölfarið af Mourinho, Messi og Ronaldo hafi verið auknara eftirlit og meira eftirlit en annarsstaðar.“ Fótboltamenn flokkaðir sem listamenn Fótboltamaður eða listamaður?Getty Þessi mál eiga sér lengri sögu sem má rekja aftur til ársins 2005. Í rúman áratug voru í gildi lög sem gjarnan eru kennd við David Beckham, sem samdi við Real Madrid árið 2003. Þau lög léttu skattbyrði fótboltamanna umtalsvert. Eftir að þau voru felld úr gildi fór að bera meira á greiðslum tengdum ímyndarrétti. „Þessi svokölluðu Beckham-lög, sem voru frá 2005 til 2015, þá voru fótboltamenn erlendis frá settir í lægra skattþrep og flokkaðir sem listamenn á Spáni. Þá voru þeir aðeins að greiða 24 prósent skatt í staðinn fyrir 45 prósent,“ „Þetta var svo að lokum afnumið vegna þess að það var talið að félögin væru að misnota kerfið og var ákveðin óánægja með þetta. En eftir það fóru þessar ímyndargreiðslur að aukast verulega á móti. Það má segja að þetta sé aðferð umboðsmanna og félaganna til að tryggja leikmönnum sem mestan pening í vasann. Það getur þá endað með því að skatturinn fer að seilast eftir sínu,“ segir Jóhann Már. Fréttina má sjá í spilaranum að neðan. Spænski boltinn Skattar og tollar Tengdar fréttir Fara fram á fimm ára fangelsi yfir Ancelotti Saksóknarar á Spáni hafa sakað Ítalann Carlo Ancelotti, þjálfara Real Madrid, um skattsvik og krefjast tæplega fimm ára fangelsisdóms vegna meintra brota hans. 6. mars 2024 10:27 Mourinho dæmdur í eins árs fangelsi Portúgalinn Jose Mourinho hefur samþykkt eins árs fangelsisdóm yfir sér vegna skattsvika. Hann mun þó ekki sitja inni. 5. febrúar 2019 14:30 Ronaldo játaði sekt sína og greiðir himinháa sekt Cristiano Ronaldo var í dag dæmdur sekur um stórfelld skattsvik og fékk Portúgalinn tveggja ára skilorðsbundinn dóm og risasekt. 22. janúar 2019 11:15 Neymar gæti fengið sex ára fangelsisdóm Neymar gæti verið dæmdur til fangelsisvistar fyrir svik við félagsskipti hans til Barcelona fyrir fimm árum síðan. 1. nóvember 2018 14:00 Sanchez sakaður um skattsvik á Spáni Alexis Sanchez, leikmaður Arsenal, gæti átt yfir höfði sér fangelsisdóm verði hann fundinn sekur um skattsvik á Spáni. 2. nóvember 2016 14:30 Messi: Aflandsfélagið var algjörlega óvirkt Ofurstjarnan ætlar að lögsækja spænskt blað fyrir fréttaflutning af aflandsfélagsmálum Messi. 5. apríl 2016 10:30 Mascherano fékk eins árs fangelsisdóm Spænska blaðið El Mundo sagði frá því á netsíðu sinni í dag að argentínski knattspyrnumaðurinn Javier Mascherano hafi verið dæmdur í eins árs fangelsi fyrir skattsvik. 21. janúar 2016 13:59 Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Eir og Ísold mæta á EM Sport Fleiri fréttir Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Sjá meira
Ancelotti er þjálfari Real Madrid á Spáni en hann er sakaður um brot sem áttu sér stað milli 2014 og 2015, þegar hann var þjálfari liðsins. Spænskir saksóknarar krefjast tæplega fimm ára fangelsisvistar Ítalans þar sem hann á að hafa svikið um milljón evra, eða 150 milljónir króna á núvirði, vegna greiðslna tengda ímyndarrétti. „Þetta eru í raun alltaf sömu greiðslurnar sem eru til umræðu, svokallaðar ímyndargreiðslur. Þær eru svolítið öðruvísi en þessar hefðbundnu greiðslur til leikmanna - þær eru gerðar í gegnum félög eða fyrirtæki sem eru í eigu leikmanna - þessi félög eru oft skráð annarsstaðar í heiminum en það á að gefa þetta upp á Spáni,“ segir Jóhann Már Helgason, fótboltasérfræðingur. Jóhann Már Helgason.Vísir/Sigurjón „Í tilfelli Carlo Ancelotti var upprunalega sagt að þau væru í Bretlandi og það komu í raun engar greiðslur til þessa félags frá Real Madrid, heldur fór það til Bresku jómfrúareyjanna. Spænsk skattayfirvöld komust að þessu nýverið og þá fékk Ancelotti þessa kæru í höfuðið,“ segir Jóhann um málið. Einskorðast við Spán Nokkur dæmi um fótboltamenn sem hafa verið sakfelldir fyrir skattsvik eða sættust á sekt.Vísir/Samsett/Sara Ancelotti bætist í hóp fjölmargra fótboltamanna og þjálfara á Spáni sem sakaðir eru um að svíkja undan en Javier Mascherano var sakfelldur fyrir slíkt árið 2016 og Lionel Messi ári síðar. José Mourinho hlaut skilorðsbundinn dóm árið 2019 og landi hans Cristiano Ronaldo játaði sök sama ár. Diego Costa sem lék með Atlético Madrid játaði þá sök árið 2020. En af hverju er þetta svo landlægt við Spán? „Ég myndi halda að yfirvöldin þar séu með mestu eftirfylgnina á þessu, ef til vill vegna þess að stærstu málin hafa komið þar upp. En ég held að útfrá þessum málum sem komu í kjölfarið af Mourinho, Messi og Ronaldo hafi verið auknara eftirlit og meira eftirlit en annarsstaðar.“ Fótboltamenn flokkaðir sem listamenn Fótboltamaður eða listamaður?Getty Þessi mál eiga sér lengri sögu sem má rekja aftur til ársins 2005. Í rúman áratug voru í gildi lög sem gjarnan eru kennd við David Beckham, sem samdi við Real Madrid árið 2003. Þau lög léttu skattbyrði fótboltamanna umtalsvert. Eftir að þau voru felld úr gildi fór að bera meira á greiðslum tengdum ímyndarrétti. „Þessi svokölluðu Beckham-lög, sem voru frá 2005 til 2015, þá voru fótboltamenn erlendis frá settir í lægra skattþrep og flokkaðir sem listamenn á Spáni. Þá voru þeir aðeins að greiða 24 prósent skatt í staðinn fyrir 45 prósent,“ „Þetta var svo að lokum afnumið vegna þess að það var talið að félögin væru að misnota kerfið og var ákveðin óánægja með þetta. En eftir það fóru þessar ímyndargreiðslur að aukast verulega á móti. Það má segja að þetta sé aðferð umboðsmanna og félaganna til að tryggja leikmönnum sem mestan pening í vasann. Það getur þá endað með því að skatturinn fer að seilast eftir sínu,“ segir Jóhann Már. Fréttina má sjá í spilaranum að neðan.
Spænski boltinn Skattar og tollar Tengdar fréttir Fara fram á fimm ára fangelsi yfir Ancelotti Saksóknarar á Spáni hafa sakað Ítalann Carlo Ancelotti, þjálfara Real Madrid, um skattsvik og krefjast tæplega fimm ára fangelsisdóms vegna meintra brota hans. 6. mars 2024 10:27 Mourinho dæmdur í eins árs fangelsi Portúgalinn Jose Mourinho hefur samþykkt eins árs fangelsisdóm yfir sér vegna skattsvika. Hann mun þó ekki sitja inni. 5. febrúar 2019 14:30 Ronaldo játaði sekt sína og greiðir himinháa sekt Cristiano Ronaldo var í dag dæmdur sekur um stórfelld skattsvik og fékk Portúgalinn tveggja ára skilorðsbundinn dóm og risasekt. 22. janúar 2019 11:15 Neymar gæti fengið sex ára fangelsisdóm Neymar gæti verið dæmdur til fangelsisvistar fyrir svik við félagsskipti hans til Barcelona fyrir fimm árum síðan. 1. nóvember 2018 14:00 Sanchez sakaður um skattsvik á Spáni Alexis Sanchez, leikmaður Arsenal, gæti átt yfir höfði sér fangelsisdóm verði hann fundinn sekur um skattsvik á Spáni. 2. nóvember 2016 14:30 Messi: Aflandsfélagið var algjörlega óvirkt Ofurstjarnan ætlar að lögsækja spænskt blað fyrir fréttaflutning af aflandsfélagsmálum Messi. 5. apríl 2016 10:30 Mascherano fékk eins árs fangelsisdóm Spænska blaðið El Mundo sagði frá því á netsíðu sinni í dag að argentínski knattspyrnumaðurinn Javier Mascherano hafi verið dæmdur í eins árs fangelsi fyrir skattsvik. 21. janúar 2016 13:59 Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Eir og Ísold mæta á EM Sport Fleiri fréttir Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Sjá meira
Fara fram á fimm ára fangelsi yfir Ancelotti Saksóknarar á Spáni hafa sakað Ítalann Carlo Ancelotti, þjálfara Real Madrid, um skattsvik og krefjast tæplega fimm ára fangelsisdóms vegna meintra brota hans. 6. mars 2024 10:27
Mourinho dæmdur í eins árs fangelsi Portúgalinn Jose Mourinho hefur samþykkt eins árs fangelsisdóm yfir sér vegna skattsvika. Hann mun þó ekki sitja inni. 5. febrúar 2019 14:30
Ronaldo játaði sekt sína og greiðir himinháa sekt Cristiano Ronaldo var í dag dæmdur sekur um stórfelld skattsvik og fékk Portúgalinn tveggja ára skilorðsbundinn dóm og risasekt. 22. janúar 2019 11:15
Neymar gæti fengið sex ára fangelsisdóm Neymar gæti verið dæmdur til fangelsisvistar fyrir svik við félagsskipti hans til Barcelona fyrir fimm árum síðan. 1. nóvember 2018 14:00
Sanchez sakaður um skattsvik á Spáni Alexis Sanchez, leikmaður Arsenal, gæti átt yfir höfði sér fangelsisdóm verði hann fundinn sekur um skattsvik á Spáni. 2. nóvember 2016 14:30
Messi: Aflandsfélagið var algjörlega óvirkt Ofurstjarnan ætlar að lögsækja spænskt blað fyrir fréttaflutning af aflandsfélagsmálum Messi. 5. apríl 2016 10:30
Mascherano fékk eins árs fangelsisdóm Spænska blaðið El Mundo sagði frá því á netsíðu sinni í dag að argentínski knattspyrnumaðurinn Javier Mascherano hafi verið dæmdur í eins árs fangelsi fyrir skattsvik. 21. janúar 2016 13:59