Jafnréttismál = Groundhog day Sandra B. Franks skrifar 8. mars 2024 07:30 Alþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir jafnrétti er haldinn 8. mars. Í fyrstu var þessi dagur haldinn í Bandaríkjunum fyrir 115 árum. Ári seinna var ákveðið á alþjóðlegri ráðstefnu í Kaupmannahöfn árið 1910 að daginn skildi halda árlega í mars, á sunnudegi, því það var eini frídagur verkakvenna þess tíma. Núna, öllum þessum árum síðar, velti ég því fyrir mér af hverju helmingur mannkyns haldi enn þennan sérstaka baráttudag? Það liggur reyndar í augum uppi þar sem helmingur mannkyns er beitt kerfisbundnu misrétti sem birtist meðala annars í lægri launum og ofbeldi af ýmsum toga. Einnig vegna þess að konur njóta ekki sömu tækifæra til stjórnunar og ábyrgðar og karlar. Að skrifa grein um jafnréttismál er í raun eins og upplifa kvikmyndina Groundhog-day. Að vera fastur í því sama, aftur og aftur og aftur. Ég veit ekki hversu margar greinar ég hef skrifað sem snerta þessi mál. Nýverið skrifaði ég greinina „Tvær konur geta leyst stóru málin” sem var áskorun til þeirra tveggja kvenna sem nú stjórna bæði forsætisráðuneytinu og fjármálaráðuneytinu. En slík staða er ekki oft uppi á Íslandi. Í skrifum mínum óskaði ég eftir liðsinni þessara tveggja valdakvenna í baráttunni gegn kynbundnum launamun og kynskiptum vinnumarkaði. Kerfislægur og ómálefnalegur launamunur Launamunur á meðal kvenna sem starfa hjá ríkinu, þar sem allflestir sjúkraliðar vinna, er um 10%. Þetta þýðir fyrir sjúkraliða sem eru með 700.000 kr. í laun á mánuði er launamunurinn um 80.000 kr., sem þýðir um 960.000 kr. á ári. Yfir starfsævina eru þetta yfir 47 mkr. Þá eru ótalin áhrifin á lífeyrisgreiðslur og efnahagslega stöðu þeirra á efri árum. Launamunur kynjanna er því ekki aðeins tölfræðilegt viðfangsefni heldur félags- og efnahagslegur veruleiki kvenna sem hefur áhrif á lífsgæði og efnahagslega stöðu þeirra alla ævi. Með þetta dæmi til hliðsjónar má vera ljóst að launamisrétti getur haft gríðarleg áhrif á stöðu, sjálfstæði og fjárhagslegt öryggi kvenna út ævina. Það er á forræði stjórnvalda að leiðrétta kynjamisrétti og stuðla að jafnrétti, tala nú ekki um hjá sinu eigin starfsfólki. Hins vegar er staðreyndin sú að með athafnaleysi sínu styðja stjórnvöld þetta augljósa misrétti. Leiðrétta þarf launamisréttið Kjarasamningar sjúkraliða og annarra starfsmanna hjá hinu opinbera eru til umræðu þessa dagana. En hvað þýðir það? Það þýðir að þessar tvær ágætu konur sem nú stjórna bæði forsætisráðuneytinu og fjármálaráðuneytinu geta tekið áþreifanleg skerf í þessum kjaraviðræðum. Þær eru yfirmenn opinberra starfsmanna sem eru um 70% konur. Þessu til viðbótar þá er nánast önnur hver kona sem er á vinnumarkaði í dag, opinber starfsmaður. Ljóst er að leiðrétta þarf þennan kynbundna launamun, sem þýðir að hækka þarf laun hlutfalslega meira hjá hefðbundnum kvennastéttum. Sjúkraliðar er stétt sem líta ætti til, því störf okkar hafa alla tíð verði vanmetin til launa. Um 97% sjúkraliða eru konur, sem skipa eina af stærstu kvennastéttum landsins, og þá eru sjúkraliðar einnig næstfjölmennasta heilbrigðisstétt landsins. Í komandi kjarasamningum þarf því að leggja línur um að leiðrétta launamisréttið í eitt skipti fyrir öll. Það þýðir ekki að laun kvenna verði hærri en laun karla heldur einungis jöfn. Þessi leið er ekki einungis sanngjörn heldur styður hún við áform stjórnvalda um að konur og karlar búi við jafnrétti, og skilar auk þess hagkvæmri niðurstöðu fyrir samfélagið allt. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sandra B. Franks Jafnréttismál Mest lesið Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Alþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir jafnrétti er haldinn 8. mars. Í fyrstu var þessi dagur haldinn í Bandaríkjunum fyrir 115 árum. Ári seinna var ákveðið á alþjóðlegri ráðstefnu í Kaupmannahöfn árið 1910 að daginn skildi halda árlega í mars, á sunnudegi, því það var eini frídagur verkakvenna þess tíma. Núna, öllum þessum árum síðar, velti ég því fyrir mér af hverju helmingur mannkyns haldi enn þennan sérstaka baráttudag? Það liggur reyndar í augum uppi þar sem helmingur mannkyns er beitt kerfisbundnu misrétti sem birtist meðala annars í lægri launum og ofbeldi af ýmsum toga. Einnig vegna þess að konur njóta ekki sömu tækifæra til stjórnunar og ábyrgðar og karlar. Að skrifa grein um jafnréttismál er í raun eins og upplifa kvikmyndina Groundhog-day. Að vera fastur í því sama, aftur og aftur og aftur. Ég veit ekki hversu margar greinar ég hef skrifað sem snerta þessi mál. Nýverið skrifaði ég greinina „Tvær konur geta leyst stóru málin” sem var áskorun til þeirra tveggja kvenna sem nú stjórna bæði forsætisráðuneytinu og fjármálaráðuneytinu. En slík staða er ekki oft uppi á Íslandi. Í skrifum mínum óskaði ég eftir liðsinni þessara tveggja valdakvenna í baráttunni gegn kynbundnum launamun og kynskiptum vinnumarkaði. Kerfislægur og ómálefnalegur launamunur Launamunur á meðal kvenna sem starfa hjá ríkinu, þar sem allflestir sjúkraliðar vinna, er um 10%. Þetta þýðir fyrir sjúkraliða sem eru með 700.000 kr. í laun á mánuði er launamunurinn um 80.000 kr., sem þýðir um 960.000 kr. á ári. Yfir starfsævina eru þetta yfir 47 mkr. Þá eru ótalin áhrifin á lífeyrisgreiðslur og efnahagslega stöðu þeirra á efri árum. Launamunur kynjanna er því ekki aðeins tölfræðilegt viðfangsefni heldur félags- og efnahagslegur veruleiki kvenna sem hefur áhrif á lífsgæði og efnahagslega stöðu þeirra alla ævi. Með þetta dæmi til hliðsjónar má vera ljóst að launamisrétti getur haft gríðarleg áhrif á stöðu, sjálfstæði og fjárhagslegt öryggi kvenna út ævina. Það er á forræði stjórnvalda að leiðrétta kynjamisrétti og stuðla að jafnrétti, tala nú ekki um hjá sinu eigin starfsfólki. Hins vegar er staðreyndin sú að með athafnaleysi sínu styðja stjórnvöld þetta augljósa misrétti. Leiðrétta þarf launamisréttið Kjarasamningar sjúkraliða og annarra starfsmanna hjá hinu opinbera eru til umræðu þessa dagana. En hvað þýðir það? Það þýðir að þessar tvær ágætu konur sem nú stjórna bæði forsætisráðuneytinu og fjármálaráðuneytinu geta tekið áþreifanleg skerf í þessum kjaraviðræðum. Þær eru yfirmenn opinberra starfsmanna sem eru um 70% konur. Þessu til viðbótar þá er nánast önnur hver kona sem er á vinnumarkaði í dag, opinber starfsmaður. Ljóst er að leiðrétta þarf þennan kynbundna launamun, sem þýðir að hækka þarf laun hlutfalslega meira hjá hefðbundnum kvennastéttum. Sjúkraliðar er stétt sem líta ætti til, því störf okkar hafa alla tíð verði vanmetin til launa. Um 97% sjúkraliða eru konur, sem skipa eina af stærstu kvennastéttum landsins, og þá eru sjúkraliðar einnig næstfjölmennasta heilbrigðisstétt landsins. Í komandi kjarasamningum þarf því að leggja línur um að leiðrétta launamisréttið í eitt skipti fyrir öll. Það þýðir ekki að laun kvenna verði hærri en laun karla heldur einungis jöfn. Þessi leið er ekki einungis sanngjörn heldur styður hún við áform stjórnvalda um að konur og karlar búi við jafnrétti, og skilar auk þess hagkvæmri niðurstöðu fyrir samfélagið allt. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun