Jafnréttismál = Groundhog day Sandra B. Franks skrifar 8. mars 2024 07:30 Alþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir jafnrétti er haldinn 8. mars. Í fyrstu var þessi dagur haldinn í Bandaríkjunum fyrir 115 árum. Ári seinna var ákveðið á alþjóðlegri ráðstefnu í Kaupmannahöfn árið 1910 að daginn skildi halda árlega í mars, á sunnudegi, því það var eini frídagur verkakvenna þess tíma. Núna, öllum þessum árum síðar, velti ég því fyrir mér af hverju helmingur mannkyns haldi enn þennan sérstaka baráttudag? Það liggur reyndar í augum uppi þar sem helmingur mannkyns er beitt kerfisbundnu misrétti sem birtist meðala annars í lægri launum og ofbeldi af ýmsum toga. Einnig vegna þess að konur njóta ekki sömu tækifæra til stjórnunar og ábyrgðar og karlar. Að skrifa grein um jafnréttismál er í raun eins og upplifa kvikmyndina Groundhog-day. Að vera fastur í því sama, aftur og aftur og aftur. Ég veit ekki hversu margar greinar ég hef skrifað sem snerta þessi mál. Nýverið skrifaði ég greinina „Tvær konur geta leyst stóru málin” sem var áskorun til þeirra tveggja kvenna sem nú stjórna bæði forsætisráðuneytinu og fjármálaráðuneytinu. En slík staða er ekki oft uppi á Íslandi. Í skrifum mínum óskaði ég eftir liðsinni þessara tveggja valdakvenna í baráttunni gegn kynbundnum launamun og kynskiptum vinnumarkaði. Kerfislægur og ómálefnalegur launamunur Launamunur á meðal kvenna sem starfa hjá ríkinu, þar sem allflestir sjúkraliðar vinna, er um 10%. Þetta þýðir fyrir sjúkraliða sem eru með 700.000 kr. í laun á mánuði er launamunurinn um 80.000 kr., sem þýðir um 960.000 kr. á ári. Yfir starfsævina eru þetta yfir 47 mkr. Þá eru ótalin áhrifin á lífeyrisgreiðslur og efnahagslega stöðu þeirra á efri árum. Launamunur kynjanna er því ekki aðeins tölfræðilegt viðfangsefni heldur félags- og efnahagslegur veruleiki kvenna sem hefur áhrif á lífsgæði og efnahagslega stöðu þeirra alla ævi. Með þetta dæmi til hliðsjónar má vera ljóst að launamisrétti getur haft gríðarleg áhrif á stöðu, sjálfstæði og fjárhagslegt öryggi kvenna út ævina. Það er á forræði stjórnvalda að leiðrétta kynjamisrétti og stuðla að jafnrétti, tala nú ekki um hjá sinu eigin starfsfólki. Hins vegar er staðreyndin sú að með athafnaleysi sínu styðja stjórnvöld þetta augljósa misrétti. Leiðrétta þarf launamisréttið Kjarasamningar sjúkraliða og annarra starfsmanna hjá hinu opinbera eru til umræðu þessa dagana. En hvað þýðir það? Það þýðir að þessar tvær ágætu konur sem nú stjórna bæði forsætisráðuneytinu og fjármálaráðuneytinu geta tekið áþreifanleg skerf í þessum kjaraviðræðum. Þær eru yfirmenn opinberra starfsmanna sem eru um 70% konur. Þessu til viðbótar þá er nánast önnur hver kona sem er á vinnumarkaði í dag, opinber starfsmaður. Ljóst er að leiðrétta þarf þennan kynbundna launamun, sem þýðir að hækka þarf laun hlutfalslega meira hjá hefðbundnum kvennastéttum. Sjúkraliðar er stétt sem líta ætti til, því störf okkar hafa alla tíð verði vanmetin til launa. Um 97% sjúkraliða eru konur, sem skipa eina af stærstu kvennastéttum landsins, og þá eru sjúkraliðar einnig næstfjölmennasta heilbrigðisstétt landsins. Í komandi kjarasamningum þarf því að leggja línur um að leiðrétta launamisréttið í eitt skipti fyrir öll. Það þýðir ekki að laun kvenna verði hærri en laun karla heldur einungis jöfn. Þessi leið er ekki einungis sanngjörn heldur styður hún við áform stjórnvalda um að konur og karlar búi við jafnrétti, og skilar auk þess hagkvæmri niðurstöðu fyrir samfélagið allt. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sandra B. Franks Jafnréttismál Mest lesið Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Sjá meira
Alþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir jafnrétti er haldinn 8. mars. Í fyrstu var þessi dagur haldinn í Bandaríkjunum fyrir 115 árum. Ári seinna var ákveðið á alþjóðlegri ráðstefnu í Kaupmannahöfn árið 1910 að daginn skildi halda árlega í mars, á sunnudegi, því það var eini frídagur verkakvenna þess tíma. Núna, öllum þessum árum síðar, velti ég því fyrir mér af hverju helmingur mannkyns haldi enn þennan sérstaka baráttudag? Það liggur reyndar í augum uppi þar sem helmingur mannkyns er beitt kerfisbundnu misrétti sem birtist meðala annars í lægri launum og ofbeldi af ýmsum toga. Einnig vegna þess að konur njóta ekki sömu tækifæra til stjórnunar og ábyrgðar og karlar. Að skrifa grein um jafnréttismál er í raun eins og upplifa kvikmyndina Groundhog-day. Að vera fastur í því sama, aftur og aftur og aftur. Ég veit ekki hversu margar greinar ég hef skrifað sem snerta þessi mál. Nýverið skrifaði ég greinina „Tvær konur geta leyst stóru málin” sem var áskorun til þeirra tveggja kvenna sem nú stjórna bæði forsætisráðuneytinu og fjármálaráðuneytinu. En slík staða er ekki oft uppi á Íslandi. Í skrifum mínum óskaði ég eftir liðsinni þessara tveggja valdakvenna í baráttunni gegn kynbundnum launamun og kynskiptum vinnumarkaði. Kerfislægur og ómálefnalegur launamunur Launamunur á meðal kvenna sem starfa hjá ríkinu, þar sem allflestir sjúkraliðar vinna, er um 10%. Þetta þýðir fyrir sjúkraliða sem eru með 700.000 kr. í laun á mánuði er launamunurinn um 80.000 kr., sem þýðir um 960.000 kr. á ári. Yfir starfsævina eru þetta yfir 47 mkr. Þá eru ótalin áhrifin á lífeyrisgreiðslur og efnahagslega stöðu þeirra á efri árum. Launamunur kynjanna er því ekki aðeins tölfræðilegt viðfangsefni heldur félags- og efnahagslegur veruleiki kvenna sem hefur áhrif á lífsgæði og efnahagslega stöðu þeirra alla ævi. Með þetta dæmi til hliðsjónar má vera ljóst að launamisrétti getur haft gríðarleg áhrif á stöðu, sjálfstæði og fjárhagslegt öryggi kvenna út ævina. Það er á forræði stjórnvalda að leiðrétta kynjamisrétti og stuðla að jafnrétti, tala nú ekki um hjá sinu eigin starfsfólki. Hins vegar er staðreyndin sú að með athafnaleysi sínu styðja stjórnvöld þetta augljósa misrétti. Leiðrétta þarf launamisréttið Kjarasamningar sjúkraliða og annarra starfsmanna hjá hinu opinbera eru til umræðu þessa dagana. En hvað þýðir það? Það þýðir að þessar tvær ágætu konur sem nú stjórna bæði forsætisráðuneytinu og fjármálaráðuneytinu geta tekið áþreifanleg skerf í þessum kjaraviðræðum. Þær eru yfirmenn opinberra starfsmanna sem eru um 70% konur. Þessu til viðbótar þá er nánast önnur hver kona sem er á vinnumarkaði í dag, opinber starfsmaður. Ljóst er að leiðrétta þarf þennan kynbundna launamun, sem þýðir að hækka þarf laun hlutfalslega meira hjá hefðbundnum kvennastéttum. Sjúkraliðar er stétt sem líta ætti til, því störf okkar hafa alla tíð verði vanmetin til launa. Um 97% sjúkraliða eru konur, sem skipa eina af stærstu kvennastéttum landsins, og þá eru sjúkraliðar einnig næstfjölmennasta heilbrigðisstétt landsins. Í komandi kjarasamningum þarf því að leggja línur um að leiðrétta launamisréttið í eitt skipti fyrir öll. Það þýðir ekki að laun kvenna verði hærri en laun karla heldur einungis jöfn. Þessi leið er ekki einungis sanngjörn heldur styður hún við áform stjórnvalda um að konur og karlar búi við jafnrétti, og skilar auk þess hagkvæmri niðurstöðu fyrir samfélagið allt. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar