Týndi hlekkurinn í jafnréttisbaráttunni Stella Samúelsdóttir skrifar 8. mars 2024 08:45 Alþjóðlegur baráttudagur kvenna er í dag, föstudaginn 8. mars og verður honum fagnað með ýmsum hætti um allan heim. Haldið er upp á þá áfanga sem náðst hafa í réttindum kvenna á síðustu árum og áratugum, en dagurinn er einnig nýttur til þess að vekja athygli á stöðu jafnréttis í heiminum. Og hver er staða jafnréttis? Heimurinn hefur orðið vitni að gríðarlegu bakslagi í jafnréttismálum undanfarin ár, náttúruhamförum fer fjölgandi og vopnuð átök hafa færst í aukana - sem hafa haft þær afleiðingar að sárafátækt eykst og fjöldi fólks á flótta hefur aldrei verið meiri. 300 ár eru í að jafnrétti náist, haldi þróunin áfram á sama hraða og hingað til Með þessu áframhaldi munu 342 milljónum fleiri konur og stúlkur búa við sárafátækt árið 2030 en í dag Konur njóta aðeins um 64% þeirra lagalegu réttinda sem karlmenn búa við 1 af hverjum 3 konum verða fyrir kynbundnu ofbeldi einhvern tímann á ævinni 614 milljónir kvenna og stúlkna bjuggu á átakasvæðum árið 2022, þetta eru 50% fleiri konur og stúlkur en árið 2017. Konur og stúlkur á átakasvæðum búa við aukna hættu á að verða fyrir ofbeldi, þar með talið heimilisofbeldi. Tíðni heimilisofbeldis er 2,4 sinnum hærri á svæðum þar sem ótryggt ástand ríkir. 45.000 konur eru myrtar árlega af maka eða nákomnum ættingja Að meðaltali fá konur 20% lægri laun en karlmenn fyrir sömu vinnu. Í sumum ríkjum er þetta hlutfall mun hærra Staða jafnréttis í heiminum er ekki góð og fer versnandi. Hvað er hægt að gera til þess að sporna við því bakslagi sem orðið hefur og hraða framförum í átt að jafnrétti? Undanfarin tvö ár hafa Sameinuðu þjóðirnar lagt aukna áherslu á mikilvægi þess að aðildarríki, fjármálastofnanir, fyrirtæki og einstaklingar fjárfesti markvisst í konum undir slagorðinu: „Invest in women: Accelerate progress”. Fjárfesting í jafnrétti er efnahagslega mikilvæg öllum ríkjum, enda sýna útreikningar að verg landsframleiðsla á heimsvísu myndi aukast um 20% miðað við höfðatölu, ef kynjabilinu yrði eytt, en slík fjárfesting er ekki síður mikilvæg út frá mannréttinda sjónarmiði. UN Women, stofnun Sameinuðu þjóðanna sem vinnur að jafnrétti og valdeflingu kvenna um allan heim, áætlar að það muni kosta heiminn 360 milljarða Bandaríkjadala að koma jafnrétti á í heiminum. Það jafngildir um það bil 2/3 þeirrar upphæðar sem heimurinn eyðir í kaffi á hverju ári. Þetta er því í raun ekki svo há upphæð, sérstaklega miðað við ávinninginn við að ná jafnrétti sem jafngildir aukningu um 21 trilljón Bandaríkjadala af vergri þjóðarframleiðslu á ári á heimsvísu. UN Women á Íslandi heldur því áfram að hvetja einstaklinga, fyrirtæki og stjórnvöld um að sameinast og fjárfesta í baráttunni fyrir jafnrétti. Við getum ekki beðið í 300 ár í viðbót! Höfundur er framkvæmdastýra UN Women á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stella Samúelsdóttir Jafnréttismál Mest lesið Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Alþjóðlegur baráttudagur kvenna er í dag, föstudaginn 8. mars og verður honum fagnað með ýmsum hætti um allan heim. Haldið er upp á þá áfanga sem náðst hafa í réttindum kvenna á síðustu árum og áratugum, en dagurinn er einnig nýttur til þess að vekja athygli á stöðu jafnréttis í heiminum. Og hver er staða jafnréttis? Heimurinn hefur orðið vitni að gríðarlegu bakslagi í jafnréttismálum undanfarin ár, náttúruhamförum fer fjölgandi og vopnuð átök hafa færst í aukana - sem hafa haft þær afleiðingar að sárafátækt eykst og fjöldi fólks á flótta hefur aldrei verið meiri. 300 ár eru í að jafnrétti náist, haldi þróunin áfram á sama hraða og hingað til Með þessu áframhaldi munu 342 milljónum fleiri konur og stúlkur búa við sárafátækt árið 2030 en í dag Konur njóta aðeins um 64% þeirra lagalegu réttinda sem karlmenn búa við 1 af hverjum 3 konum verða fyrir kynbundnu ofbeldi einhvern tímann á ævinni 614 milljónir kvenna og stúlkna bjuggu á átakasvæðum árið 2022, þetta eru 50% fleiri konur og stúlkur en árið 2017. Konur og stúlkur á átakasvæðum búa við aukna hættu á að verða fyrir ofbeldi, þar með talið heimilisofbeldi. Tíðni heimilisofbeldis er 2,4 sinnum hærri á svæðum þar sem ótryggt ástand ríkir. 45.000 konur eru myrtar árlega af maka eða nákomnum ættingja Að meðaltali fá konur 20% lægri laun en karlmenn fyrir sömu vinnu. Í sumum ríkjum er þetta hlutfall mun hærra Staða jafnréttis í heiminum er ekki góð og fer versnandi. Hvað er hægt að gera til þess að sporna við því bakslagi sem orðið hefur og hraða framförum í átt að jafnrétti? Undanfarin tvö ár hafa Sameinuðu þjóðirnar lagt aukna áherslu á mikilvægi þess að aðildarríki, fjármálastofnanir, fyrirtæki og einstaklingar fjárfesti markvisst í konum undir slagorðinu: „Invest in women: Accelerate progress”. Fjárfesting í jafnrétti er efnahagslega mikilvæg öllum ríkjum, enda sýna útreikningar að verg landsframleiðsla á heimsvísu myndi aukast um 20% miðað við höfðatölu, ef kynjabilinu yrði eytt, en slík fjárfesting er ekki síður mikilvæg út frá mannréttinda sjónarmiði. UN Women, stofnun Sameinuðu þjóðanna sem vinnur að jafnrétti og valdeflingu kvenna um allan heim, áætlar að það muni kosta heiminn 360 milljarða Bandaríkjadala að koma jafnrétti á í heiminum. Það jafngildir um það bil 2/3 þeirrar upphæðar sem heimurinn eyðir í kaffi á hverju ári. Þetta er því í raun ekki svo há upphæð, sérstaklega miðað við ávinninginn við að ná jafnrétti sem jafngildir aukningu um 21 trilljón Bandaríkjadala af vergri þjóðarframleiðslu á ári á heimsvísu. UN Women á Íslandi heldur því áfram að hvetja einstaklinga, fyrirtæki og stjórnvöld um að sameinast og fjárfesta í baráttunni fyrir jafnrétti. Við getum ekki beðið í 300 ár í viðbót! Höfundur er framkvæmdastýra UN Women á Íslandi.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun