Væntingar á Íslandi geti verið „út úr korti“ Valur Páll Eiríksson skrifar 8. mars 2024 08:01 Alfreð Gíslason verður með Þýskaland á heimavelli á EM í janúar. Getty/Maja Hitij Handboltagoðsögnin Alfreð Gíslason hrífst af því sem Snorri Steinn Guðjónsson er að gera með íslenska karlalandsliðið í handbolta. Hann segir hins vegar kröfur íslensks almennings til liðsins hvern janúar vera út úr korti. Miklar væntingar voru gerðar til íslenska karlalandsliðsins fyrir EM í janúar en liðið endaði í tíunda sæti mótsins og missti af sæti í Ólympíuumspili. Þrátt fyrir vonbrigðaárangur segir Alfreð mikið búa í íslenska hópnum. „Ég verð að segja eins og er að íslenska liðið er með mikla breidd í heildina. Við [íslenska landsliðið] höfum verið með svolitla veikleika á línunni og í marki en það hefur alltaf lagast. Það var mjög góð markvarsla hjá Íslandi í þessari keppni,“ „Útispilaralínan hjá Íslandi er náttúrulega virkilega góð í breiddina og mun meiri heldur en hjá okkur [þýska landsliðinu], til dæmis,“ segir Alfreð. Hrifinn af Snorra sem nýtir breiddina betur en Gummi Snorri Steinn Guðjónsson var að stýra Íslandi í fyrsta sinn á stórmóti en Alfreði líst vel á Snorra og segir hann einmitt nýta umrædda breidd betur en forveri hans í starfi. „Snorri, sem nýr þjálfari, kom inn með aðra línu. Ég verð að segja að mér fannst Snorri gera mjög vel. Hann rúllar mun meira á breiddinni heldur en Gummi [Guðmundur Þ. Guðmundsson, fyrrum landsliðsþjálfari] gerði til dæmis. En það tekur smá tíma fyrir alla að stilla sig inn á þetta,“ segir Alfreð. Stutt á milli í þessu Það er stutt á milli á stórmótum sem þessum og kröfur almennings er á meðal þátta sem geta haft áhrif á gengi liðsins. Það hafi þó ekki mikið þurft til að Ísland færi lengra á mótinu. Alfreð líst vel á Snorra Stein sem var á sínu fyrsta stórmóti með landsliðið.VÍSIR/VILHELM „Kröfurnar á Íslandi hafa alltaf verið svolítið út úr kortinu. En maður sér það í þessari keppni að það eru bara smáatriði. Það munar einum leik. ísland var nálægt því að vinna leik á móti okkur, til dæmis. Einn svoleiðis leikur getur snúið svona móti. Og það voru aðrir svona leikir hjá Íslandi,“ „Ég hefði alveg getað spáð Íslandi, og gerði það held ég meira að segja, að þeir ættu góðan séns í undanúrslitin. Það var ekkert svo langt frá því,“ segir Alfreð. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan. Landslið karla í handbolta Íslendingar erlendis Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Younghoe sparkað burt Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Handbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Fótbolti Valur sótti nauman sigur norður Handbolti Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals Handbolti Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Handbolti Fleiri fréttir Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Sjá meira
Miklar væntingar voru gerðar til íslenska karlalandsliðsins fyrir EM í janúar en liðið endaði í tíunda sæti mótsins og missti af sæti í Ólympíuumspili. Þrátt fyrir vonbrigðaárangur segir Alfreð mikið búa í íslenska hópnum. „Ég verð að segja eins og er að íslenska liðið er með mikla breidd í heildina. Við [íslenska landsliðið] höfum verið með svolitla veikleika á línunni og í marki en það hefur alltaf lagast. Það var mjög góð markvarsla hjá Íslandi í þessari keppni,“ „Útispilaralínan hjá Íslandi er náttúrulega virkilega góð í breiddina og mun meiri heldur en hjá okkur [þýska landsliðinu], til dæmis,“ segir Alfreð. Hrifinn af Snorra sem nýtir breiddina betur en Gummi Snorri Steinn Guðjónsson var að stýra Íslandi í fyrsta sinn á stórmóti en Alfreði líst vel á Snorra og segir hann einmitt nýta umrædda breidd betur en forveri hans í starfi. „Snorri, sem nýr þjálfari, kom inn með aðra línu. Ég verð að segja að mér fannst Snorri gera mjög vel. Hann rúllar mun meira á breiddinni heldur en Gummi [Guðmundur Þ. Guðmundsson, fyrrum landsliðsþjálfari] gerði til dæmis. En það tekur smá tíma fyrir alla að stilla sig inn á þetta,“ segir Alfreð. Stutt á milli í þessu Það er stutt á milli á stórmótum sem þessum og kröfur almennings er á meðal þátta sem geta haft áhrif á gengi liðsins. Það hafi þó ekki mikið þurft til að Ísland færi lengra á mótinu. Alfreð líst vel á Snorra Stein sem var á sínu fyrsta stórmóti með landsliðið.VÍSIR/VILHELM „Kröfurnar á Íslandi hafa alltaf verið svolítið út úr kortinu. En maður sér það í þessari keppni að það eru bara smáatriði. Það munar einum leik. ísland var nálægt því að vinna leik á móti okkur, til dæmis. Einn svoleiðis leikur getur snúið svona móti. Og það voru aðrir svona leikir hjá Íslandi,“ „Ég hefði alveg getað spáð Íslandi, og gerði það held ég meira að segja, að þeir ættu góðan séns í undanúrslitin. Það var ekkert svo langt frá því,“ segir Alfreð. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan.
Landslið karla í handbolta Íslendingar erlendis Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Younghoe sparkað burt Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Handbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Fótbolti Valur sótti nauman sigur norður Handbolti Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals Handbolti Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Handbolti Fleiri fréttir Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Sjá meira