Hróp og köll gerð að Bjarna Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 7. mars 2024 15:46 Vitni að atvikinu segir það ekki hafa haft nein áhrif á fundinn né fundarstörf. Vísir/Vilhelm Hróp og köll voru gerð að utanríkisráðherra þegar hann hélt erindi í Veröld- Húsi Vigdísar í hádeginu. Mótmælendur eltu Bjarna út úr byggingunni og háreysti heyrðist inn í sal. Vitni segir þó ekkert uppnám hafa skapast. Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra, hélt opnunarerindi á opnum fundi í Veröld - Húsi Vigdísar í hádeginu í dag. Fundurinn var á vegum Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands og sendiráðs Litháens á Íslandi. Rúv greindi frá því að þrjár konur með palestínska fána hafi reynt að veitast að Bjarna eftir ávarp hans, en öryggisgæsla hafi komið í veg fyrir að það tækist. Segir ekkert uppnám hafa skapast Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, var á meðal þátttakenda í pallborði. Í samtali við fréttastofu segir Baldur að þegar Bjarni hafi verið að ljúka máli sínu hafi verið gerð hróp að honum aftast úr salnum. Bjarni gekk út úr byggingunni og háreysti heyrðust inn í sal, þar sem fólkið sem kallaði á hann hafði farið út á eftir honum. „Ég veit ekki hvað gerðist fyrir utan en þær hrópuðu eitthvað um Gaza, fjölskyldur og börn,“ segir Baldur. Þetta stóð mjög stutt yfir og það var ekkert uppnám, ekki nokkur skapaður hlutur. Þá segir Baldur að atvikið hafi ekki haft nein áhrif á fundinn né fundarstörf. Aðspurður sagðist honum ekki hafa virtst neinum í salnum hafa brugðið, en tók fram að hann hafi ekki orðið vitni af því sem gerðist fyrir utan. Öryggisgæsla ráðamanna hefur verið aukin í kjölfar atviks þar sem mótmælendur köstuðu glimmeri yfir Bjarna í desember í fyrra, á fundi í tilefni 75 ára afmælis Mannréttindayfirlýsingarinnar. Sá fundur fór einnig fram í Veröld, húsi Vigdísar og var aflýst í kjölfar atviksins. Færst hefur í vöxt að aðsúgur sé gerður að þingmönnum og ráðherrum og þá aðallega Sjálfstæðisflokksins. Þannig hefur fólk gengið örna sinna í garði Bjarna og þá greindi Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður flokksins frá því að snjóbolta hefði verið kastað í áttina að henni við Alþingi á dögunum. Þá voru hælisleitendur með læti á þingpöllum Alþingis í vikunni þegar Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra mælti fyrir frumvarpi sínu um útlendinga. Ekki hefur náðst í skipuleggjendur viðburðarins við gerð fréttarinnar né aðstoðarmann Bjarna Benediktssonar eða hann sjálfan. Háskólar Palestína Sjálfstæðisflokkurinn Mannréttindi Átök í Ísrael og Palestínu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Tengdar fréttir Öskraði af þingpöllunum á dómsmálaráðherra Fjarlægja þurfti karlmann af þingpöllum Alþingis seint á fjórða tímanum sem var með læti og steig yfir handriðið. Þingmenn risu úr sætum og virkaði brugðið. 4. mars 2024 16:00 Fólk hefur gengið örna sinna í garði Bjarna Jón Gunnarsson fyrrverandi dómsmálaráðherra og Brynjar Níelsson aðstoðarmaður hans voru gestir í hlaðvarpinu Chess after dark og þar upplýsti Jón um að Bjarni Benediktsson mætti sæta ótrúlegasta aðkasti í starfi. 14. febrúar 2024 11:12 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Veður Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Fleiri fréttir Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Sjá meira
Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra, hélt opnunarerindi á opnum fundi í Veröld - Húsi Vigdísar í hádeginu í dag. Fundurinn var á vegum Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands og sendiráðs Litháens á Íslandi. Rúv greindi frá því að þrjár konur með palestínska fána hafi reynt að veitast að Bjarna eftir ávarp hans, en öryggisgæsla hafi komið í veg fyrir að það tækist. Segir ekkert uppnám hafa skapast Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, var á meðal þátttakenda í pallborði. Í samtali við fréttastofu segir Baldur að þegar Bjarni hafi verið að ljúka máli sínu hafi verið gerð hróp að honum aftast úr salnum. Bjarni gekk út úr byggingunni og háreysti heyrðust inn í sal, þar sem fólkið sem kallaði á hann hafði farið út á eftir honum. „Ég veit ekki hvað gerðist fyrir utan en þær hrópuðu eitthvað um Gaza, fjölskyldur og börn,“ segir Baldur. Þetta stóð mjög stutt yfir og það var ekkert uppnám, ekki nokkur skapaður hlutur. Þá segir Baldur að atvikið hafi ekki haft nein áhrif á fundinn né fundarstörf. Aðspurður sagðist honum ekki hafa virtst neinum í salnum hafa brugðið, en tók fram að hann hafi ekki orðið vitni af því sem gerðist fyrir utan. Öryggisgæsla ráðamanna hefur verið aukin í kjölfar atviks þar sem mótmælendur köstuðu glimmeri yfir Bjarna í desember í fyrra, á fundi í tilefni 75 ára afmælis Mannréttindayfirlýsingarinnar. Sá fundur fór einnig fram í Veröld, húsi Vigdísar og var aflýst í kjölfar atviksins. Færst hefur í vöxt að aðsúgur sé gerður að þingmönnum og ráðherrum og þá aðallega Sjálfstæðisflokksins. Þannig hefur fólk gengið örna sinna í garði Bjarna og þá greindi Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður flokksins frá því að snjóbolta hefði verið kastað í áttina að henni við Alþingi á dögunum. Þá voru hælisleitendur með læti á þingpöllum Alþingis í vikunni þegar Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra mælti fyrir frumvarpi sínu um útlendinga. Ekki hefur náðst í skipuleggjendur viðburðarins við gerð fréttarinnar né aðstoðarmann Bjarna Benediktssonar eða hann sjálfan.
Háskólar Palestína Sjálfstæðisflokkurinn Mannréttindi Átök í Ísrael og Palestínu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Tengdar fréttir Öskraði af þingpöllunum á dómsmálaráðherra Fjarlægja þurfti karlmann af þingpöllum Alþingis seint á fjórða tímanum sem var með læti og steig yfir handriðið. Þingmenn risu úr sætum og virkaði brugðið. 4. mars 2024 16:00 Fólk hefur gengið örna sinna í garði Bjarna Jón Gunnarsson fyrrverandi dómsmálaráðherra og Brynjar Níelsson aðstoðarmaður hans voru gestir í hlaðvarpinu Chess after dark og þar upplýsti Jón um að Bjarni Benediktsson mætti sæta ótrúlegasta aðkasti í starfi. 14. febrúar 2024 11:12 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Veður Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Fleiri fréttir Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Sjá meira
Öskraði af þingpöllunum á dómsmálaráðherra Fjarlægja þurfti karlmann af þingpöllum Alþingis seint á fjórða tímanum sem var með læti og steig yfir handriðið. Þingmenn risu úr sætum og virkaði brugðið. 4. mars 2024 16:00
Fólk hefur gengið örna sinna í garði Bjarna Jón Gunnarsson fyrrverandi dómsmálaráðherra og Brynjar Níelsson aðstoðarmaður hans voru gestir í hlaðvarpinu Chess after dark og þar upplýsti Jón um að Bjarni Benediktsson mætti sæta ótrúlegasta aðkasti í starfi. 14. febrúar 2024 11:12
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent