Kæru Maríu Lilju á hendur Mbl vísað frá Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. mars 2024 10:58 María Lilja Ingveldar-Þrastardóttir Kemp er stödd í Kaíró þar sem hún heldur áfram að aðstoða palestínskt fólk með dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameiningar að komast út af Gasa. Vísir/Vilhelm Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands hefur vísað frá kæru Maríu Lilju Ingveldar Þrastardóttur Kemp á hendur Mbl.is og Árvakri fyrir brot á siðareglum í frétt miðilsins. Ástæðan var sú að María Lilja var hvorki til umfjöllunar í fréttinni né hafði bein tengsl við umfjöllunarefnið. María Lilja kærði til siðanefndar frétt Mbl frá 20. janúar síðastliðnum þar sem fjallað var um kæru ónefnds lögmanns á hendur palestínskum mótmælendur á Austurvelli fyrir hatursorðræðu og hótanir. Í fréttinni kom fram að lögmaður, sem ekki var nafngreindur í fréttinni, hefði lagt fram kæru sem beindist aðallega að einum nafngreindum mótmælanda sem sagði á Facebook: „Drepið gyðingana hvar sem þið finnið þá, rífið þá á hol, mígið yfir þá [og] lík þeirra. Ég sver að við munum dæma þá að við hlið Paradísar. Bölvun hvíli á sonum Zíons [gyðingum], sonum apa og svína.“ Fram kom í frétt Mbl að lögmaðurinn óskaði eftir flýtimeðferð hjá dómstólum vegna þess að hinir kærðu hefðu meðal annars birt myndir af árásarvopnum á samfélagsmiðlum. María Lilja taldi umfjöllunina ekki setta fram af heiðarleika og fela í sér órökstuddar ásakanir á hendur stórum hópi fólks í viðkvæmri stöðu. Ætla mætti að vinnubrögðin væru til þess fallin að kynda undir hatur og óvild í garð ákveðins hóps. Þá var gerð athugasemd við myndaval með fréttinni en myndin var af palestínsku fólki á Austurvelli. Siðanefndin komst að þeirri niðurstöðu að þar sem María Lilja væri ekki til umfjöllunar í fréttinni og hefði ekki bein tengsl við umfjöllunarefnið þá uppfyllti aðild hennar ekki málsmeðferðarreglur siðanefndarinnar. Var kærunni því vísað frá. Fjölmiðlar Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Reykjavík Tengdar fréttir Bjargar börnum á Gasa og vinnur meiðyrðamál á Íslandi Landsréttur hefur staðfest sýknudóm úr héraði yfir Maríu Lilju Þrastardóttur aðgerðarsinna. Huginn Þór Grétarsson rithöfundur stefndi Maríu Lilju fyrir ummæli sem hún lét falla á Facebook í maí fyrir sex árum. María Lilja var ekki viðstödd dómsuppkvaðninguna en hún er að bjarga Palestínumönnum frá Gasa. 9. febrúar 2024 17:26 Kærir mbl til siðanefndar blaðamanna vegna skrifa um flóttamenn María Lilja Þrastardóttir hefur kært mbl til siðanefndar blaðamanna vegna fréttar um kæru á hendur palestínskum mótmælenda fyrir hatursorðræðu. María segir fréttina ekki setta fram af heiðarleika eða hlutleysi og gera saklausum mönnum upp alvarlegar sakir. 20. janúar 2024 22:43 Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
María Lilja kærði til siðanefndar frétt Mbl frá 20. janúar síðastliðnum þar sem fjallað var um kæru ónefnds lögmanns á hendur palestínskum mótmælendur á Austurvelli fyrir hatursorðræðu og hótanir. Í fréttinni kom fram að lögmaður, sem ekki var nafngreindur í fréttinni, hefði lagt fram kæru sem beindist aðallega að einum nafngreindum mótmælanda sem sagði á Facebook: „Drepið gyðingana hvar sem þið finnið þá, rífið þá á hol, mígið yfir þá [og] lík þeirra. Ég sver að við munum dæma þá að við hlið Paradísar. Bölvun hvíli á sonum Zíons [gyðingum], sonum apa og svína.“ Fram kom í frétt Mbl að lögmaðurinn óskaði eftir flýtimeðferð hjá dómstólum vegna þess að hinir kærðu hefðu meðal annars birt myndir af árásarvopnum á samfélagsmiðlum. María Lilja taldi umfjöllunina ekki setta fram af heiðarleika og fela í sér órökstuddar ásakanir á hendur stórum hópi fólks í viðkvæmri stöðu. Ætla mætti að vinnubrögðin væru til þess fallin að kynda undir hatur og óvild í garð ákveðins hóps. Þá var gerð athugasemd við myndaval með fréttinni en myndin var af palestínsku fólki á Austurvelli. Siðanefndin komst að þeirri niðurstöðu að þar sem María Lilja væri ekki til umfjöllunar í fréttinni og hefði ekki bein tengsl við umfjöllunarefnið þá uppfyllti aðild hennar ekki málsmeðferðarreglur siðanefndarinnar. Var kærunni því vísað frá.
Fjölmiðlar Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Reykjavík Tengdar fréttir Bjargar börnum á Gasa og vinnur meiðyrðamál á Íslandi Landsréttur hefur staðfest sýknudóm úr héraði yfir Maríu Lilju Þrastardóttur aðgerðarsinna. Huginn Þór Grétarsson rithöfundur stefndi Maríu Lilju fyrir ummæli sem hún lét falla á Facebook í maí fyrir sex árum. María Lilja var ekki viðstödd dómsuppkvaðninguna en hún er að bjarga Palestínumönnum frá Gasa. 9. febrúar 2024 17:26 Kærir mbl til siðanefndar blaðamanna vegna skrifa um flóttamenn María Lilja Þrastardóttir hefur kært mbl til siðanefndar blaðamanna vegna fréttar um kæru á hendur palestínskum mótmælenda fyrir hatursorðræðu. María segir fréttina ekki setta fram af heiðarleika eða hlutleysi og gera saklausum mönnum upp alvarlegar sakir. 20. janúar 2024 22:43 Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Bjargar börnum á Gasa og vinnur meiðyrðamál á Íslandi Landsréttur hefur staðfest sýknudóm úr héraði yfir Maríu Lilju Þrastardóttur aðgerðarsinna. Huginn Þór Grétarsson rithöfundur stefndi Maríu Lilju fyrir ummæli sem hún lét falla á Facebook í maí fyrir sex árum. María Lilja var ekki viðstödd dómsuppkvaðninguna en hún er að bjarga Palestínumönnum frá Gasa. 9. febrúar 2024 17:26
Kærir mbl til siðanefndar blaðamanna vegna skrifa um flóttamenn María Lilja Þrastardóttir hefur kært mbl til siðanefndar blaðamanna vegna fréttar um kæru á hendur palestínskum mótmælenda fyrir hatursorðræðu. María segir fréttina ekki setta fram af heiðarleika eða hlutleysi og gera saklausum mönnum upp alvarlegar sakir. 20. janúar 2024 22:43