Gengið vel að fá upplýsingar frá meintum mansalsþolendum Bjarki Sigurðsson skrifar 11. mars 2024 18:26 Hildur Sunna Pálmadóttir, aðstoðarsaksóknari hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Steingrímur Dúi Lögreglu gengur afar vel að fá upplýsingar frá þolendum meints mansals Davíðs Viðarsson. Þeim var létt þegar lögreglan handtók sex manns í tengslum við málið. Sex eru í haldi lögreglu vegna mála athafnamannsins Davíðs Viðarssonar og þrír til viðbótar hafa stöðu sakbornings. Sakborningarnir eru meðal annars grunaðir um mansal í gegnum veitingastaði Davíðs, til að mynda Pho Vietnamise og Wokon. Í dag var greint frá því að einn sakborninga málsins væri ekki með tengingu við Víetnam og að tveir fulltrúar bandarísku fíkniefnalögreglunnar, DEA, hafi verið með í för þegar ráðist var í aðgerðir á þriðjudag. Það fundust hvorki fíkniefni né búnaður til framleiðslu fíkniefna við húsleit. Hafa veitt lögreglu allar upplýsingar Fórnarlömb málsins eru á þriðja tug og koma öll frá Víetnam. Hildur Sunna Pálmadóttir, aðstoðarsaksóknari hjá lögreglunni, segir að við aðgerðirnar hafi allt verið gert til að tryggja það að þeim liði vel í aðgerðunum. Öll fórnarlömbin voru til í að veita yfirvöldum upplýsingar. „Við teljum nauðsynlegt að þau fái sem mesta aðstoð og það er almennt talið að í málum af þessum toga að grípa þolendurnar. Að það sé lang mikilvægast til að þau treysti yfirvöldum og fá sem bestan framburð frá þeim því það er það sem skiptir mestu máli í þessum málum og það gekk vel í þessum aðgerðum,“ segir Hildur. Fundu fyrir létti Hún segir starfsfólkið hafa upplifað ákveðinn létti þegar sakborningarnir voru handteknir. „Við erum að vinna að því að taka utan um þau og veita þeim þá þjónustu sem þeim stendur til boða. Þau hafa nýtt sér opna viðtalstíma hjá félagsþjónustunni og jafnframt hefur félagsþjónustan útvegað einhverjum húsnæði sem hafa þurft á því að halda,“ segir Hildur. Geta sótt um vinnu Þolendunum hefur verið veitt dvalarleyfi hér á landi. „Jafnframt erum við í samvinnu við Vinnumálastofnun og fleiri aðila við að finna fyrir þau nýja vinnu. Það er það sem er í undirbúningi núna. Þau fá öll aðstoð réttargæslumanns. Fengu það við skýrslutökur hjá lögreglu og erum í góðum samskiptum við þá,“ segir Hildur. Mál Davíðs Viðarssonar Lögreglumál Mansal Tengdar fréttir Ráðinn sem sérhæfður kokkur en settur í ræstingar Flestir þeirra sem fá dvalarleyfi á Íslandi vegna sérfræðiþekkingar, líkt og talið er að fórnarlömb meints mansals Davíðs Viðarssonar hafi fengið, koma frá Víetnam. Sviðsstjóri hjá Vinnumálastofnun segir það koma reglulega fyrir að fólk vinni við allt annað en það er sagt ætla að gera við komuna hingað til lands. 9. mars 2024 07:54 Tók langan tíma að vinna traust starfsfólks Davíðs Viðarssonar Vinnustaðaeftirlit ASÍ hefur í heilt ár heimsótt vinnustaði í eigu Davíðs Viðarssonar til að byggja upp traust hjá starfsfólki sem talið var í vinnumansali. Lögfræðingur hjá ASÍ fagnar því að mál sem þessi séu nú að komast á yfirborðið og vonar að málið rati fyrir dóm og verði fordæmisgefandi. Málið er ekki eina vinnumansalsmálið sem er á borði ASÍ. 8. mars 2024 12:49 Með rekstur og fasteignir út um alla borg Athafnamaðurinn Davíð Viðarsson á fjölmörg félög og rekur fjölda veitingastaða og verslana í Reykjavík. Heildareignir félaganna sem Davíð á nema 1,2 milljarði króna. 6. mars 2024 12:28 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Sex eru í haldi lögreglu vegna mála athafnamannsins Davíðs Viðarssonar og þrír til viðbótar hafa stöðu sakbornings. Sakborningarnir eru meðal annars grunaðir um mansal í gegnum veitingastaði Davíðs, til að mynda Pho Vietnamise og Wokon. Í dag var greint frá því að einn sakborninga málsins væri ekki með tengingu við Víetnam og að tveir fulltrúar bandarísku fíkniefnalögreglunnar, DEA, hafi verið með í för þegar ráðist var í aðgerðir á þriðjudag. Það fundust hvorki fíkniefni né búnaður til framleiðslu fíkniefna við húsleit. Hafa veitt lögreglu allar upplýsingar Fórnarlömb málsins eru á þriðja tug og koma öll frá Víetnam. Hildur Sunna Pálmadóttir, aðstoðarsaksóknari hjá lögreglunni, segir að við aðgerðirnar hafi allt verið gert til að tryggja það að þeim liði vel í aðgerðunum. Öll fórnarlömbin voru til í að veita yfirvöldum upplýsingar. „Við teljum nauðsynlegt að þau fái sem mesta aðstoð og það er almennt talið að í málum af þessum toga að grípa þolendurnar. Að það sé lang mikilvægast til að þau treysti yfirvöldum og fá sem bestan framburð frá þeim því það er það sem skiptir mestu máli í þessum málum og það gekk vel í þessum aðgerðum,“ segir Hildur. Fundu fyrir létti Hún segir starfsfólkið hafa upplifað ákveðinn létti þegar sakborningarnir voru handteknir. „Við erum að vinna að því að taka utan um þau og veita þeim þá þjónustu sem þeim stendur til boða. Þau hafa nýtt sér opna viðtalstíma hjá félagsþjónustunni og jafnframt hefur félagsþjónustan útvegað einhverjum húsnæði sem hafa þurft á því að halda,“ segir Hildur. Geta sótt um vinnu Þolendunum hefur verið veitt dvalarleyfi hér á landi. „Jafnframt erum við í samvinnu við Vinnumálastofnun og fleiri aðila við að finna fyrir þau nýja vinnu. Það er það sem er í undirbúningi núna. Þau fá öll aðstoð réttargæslumanns. Fengu það við skýrslutökur hjá lögreglu og erum í góðum samskiptum við þá,“ segir Hildur.
Mál Davíðs Viðarssonar Lögreglumál Mansal Tengdar fréttir Ráðinn sem sérhæfður kokkur en settur í ræstingar Flestir þeirra sem fá dvalarleyfi á Íslandi vegna sérfræðiþekkingar, líkt og talið er að fórnarlömb meints mansals Davíðs Viðarssonar hafi fengið, koma frá Víetnam. Sviðsstjóri hjá Vinnumálastofnun segir það koma reglulega fyrir að fólk vinni við allt annað en það er sagt ætla að gera við komuna hingað til lands. 9. mars 2024 07:54 Tók langan tíma að vinna traust starfsfólks Davíðs Viðarssonar Vinnustaðaeftirlit ASÍ hefur í heilt ár heimsótt vinnustaði í eigu Davíðs Viðarssonar til að byggja upp traust hjá starfsfólki sem talið var í vinnumansali. Lögfræðingur hjá ASÍ fagnar því að mál sem þessi séu nú að komast á yfirborðið og vonar að málið rati fyrir dóm og verði fordæmisgefandi. Málið er ekki eina vinnumansalsmálið sem er á borði ASÍ. 8. mars 2024 12:49 Með rekstur og fasteignir út um alla borg Athafnamaðurinn Davíð Viðarsson á fjölmörg félög og rekur fjölda veitingastaða og verslana í Reykjavík. Heildareignir félaganna sem Davíð á nema 1,2 milljarði króna. 6. mars 2024 12:28 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Ráðinn sem sérhæfður kokkur en settur í ræstingar Flestir þeirra sem fá dvalarleyfi á Íslandi vegna sérfræðiþekkingar, líkt og talið er að fórnarlömb meints mansals Davíðs Viðarssonar hafi fengið, koma frá Víetnam. Sviðsstjóri hjá Vinnumálastofnun segir það koma reglulega fyrir að fólk vinni við allt annað en það er sagt ætla að gera við komuna hingað til lands. 9. mars 2024 07:54
Tók langan tíma að vinna traust starfsfólks Davíðs Viðarssonar Vinnustaðaeftirlit ASÍ hefur í heilt ár heimsótt vinnustaði í eigu Davíðs Viðarssonar til að byggja upp traust hjá starfsfólki sem talið var í vinnumansali. Lögfræðingur hjá ASÍ fagnar því að mál sem þessi séu nú að komast á yfirborðið og vonar að málið rati fyrir dóm og verði fordæmisgefandi. Málið er ekki eina vinnumansalsmálið sem er á borði ASÍ. 8. mars 2024 12:49
Með rekstur og fasteignir út um alla borg Athafnamaðurinn Davíð Viðarsson á fjölmörg félög og rekur fjölda veitingastaða og verslana í Reykjavík. Heildareignir félaganna sem Davíð á nema 1,2 milljarði króna. 6. mars 2024 12:28