Littler svarar fyrir sig: „Hver leikur við mig er bikarúrslitaleikur“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. mars 2024 09:31 Luke Littler segir að allir vilji vinna hann. getty/Charlie Crowhurst Luke Littler hefur svarað Ricardo Pietreczko sem gagnrýndi strákinn eftir leik á Opna belgíska mótinu í pílukasti og sagði hann hrokafullan. Littler sigraði Pietreczko, 7-3, í undanúrslitum Opna belgíska. Pietreczko, eða Pikachu eins og hann er jafnan kallaður, var ósáttur eftir viðureignina og lét Littler heyra það uppi á sviðinu. Hann var ekki hættur og í færslu á Instagram sagði hann að Littler væri hrokafullur. „Ég met hann mikils, að geta spilað svona leik á þessum aldri, en ég vona að hrokinn komi í bakið á honum,“ skrifaði Pietreczko. Í færslu á Twitter sagðist Littler ekki vita hvað Pietreczko væri að meina og hann útskýrði mál sitt enn frekar í viðtali í gær. „Ég veit ekki hvað ég gerði vitlaust í þessum leik. Margir sögðu að það hefði verið þegar ég gat tekið 147 út og reyndi við þrefaldan nítján. Ég reyndi svo við toppinn og miðjuna því ég elska toppinn. Ef ég hefði hitt toppinn hefði ég getað klárað þetta með skoti í miðjuna en ég hitti ekki. Hann lét það fara í taugarnar á sér í gegnum leiknum,“ sagði Littler. Að hans mati hefur frammistaða hans að undanförnu og nýtilkomin frægð gert hann að andstæðingi sem allir vilja vinna. „Allt frá því ég skaust fram á sjónarsviðið veit ég að allir vilja sigra mig. Jafnvel fjölskyldan og umboðsmaðurinn hafa sagt að ég verði alltaf að eiga toppleik því fyrir andstæðingum mínum er hver leikur við mig bikarúrslitaleikur,“ sagði Littler. Hann hrósaði sigri á Opna belgíska, hans fyrsta móti á Evrópumótaröðinni. Hann náði meðal annars níu pílna leik í úrslitunum gegn Rob Cross. Pílukast Mest lesið Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Fleiri fréttir Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Sjá meira
Littler sigraði Pietreczko, 7-3, í undanúrslitum Opna belgíska. Pietreczko, eða Pikachu eins og hann er jafnan kallaður, var ósáttur eftir viðureignina og lét Littler heyra það uppi á sviðinu. Hann var ekki hættur og í færslu á Instagram sagði hann að Littler væri hrokafullur. „Ég met hann mikils, að geta spilað svona leik á þessum aldri, en ég vona að hrokinn komi í bakið á honum,“ skrifaði Pietreczko. Í færslu á Twitter sagðist Littler ekki vita hvað Pietreczko væri að meina og hann útskýrði mál sitt enn frekar í viðtali í gær. „Ég veit ekki hvað ég gerði vitlaust í þessum leik. Margir sögðu að það hefði verið þegar ég gat tekið 147 út og reyndi við þrefaldan nítján. Ég reyndi svo við toppinn og miðjuna því ég elska toppinn. Ef ég hefði hitt toppinn hefði ég getað klárað þetta með skoti í miðjuna en ég hitti ekki. Hann lét það fara í taugarnar á sér í gegnum leiknum,“ sagði Littler. Að hans mati hefur frammistaða hans að undanförnu og nýtilkomin frægð gert hann að andstæðingi sem allir vilja vinna. „Allt frá því ég skaust fram á sjónarsviðið veit ég að allir vilja sigra mig. Jafnvel fjölskyldan og umboðsmaðurinn hafa sagt að ég verði alltaf að eiga toppleik því fyrir andstæðingum mínum er hver leikur við mig bikarúrslitaleikur,“ sagði Littler. Hann hrósaði sigri á Opna belgíska, hans fyrsta móti á Evrópumótaröðinni. Hann náði meðal annars níu pílna leik í úrslitunum gegn Rob Cross.
Pílukast Mest lesið Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Fleiri fréttir Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Sjá meira