Sindri fékk tveggja ára dóm og Ísidór átján mánuði Jón Þór Stefánsson skrifar 12. mars 2024 13:04 Sakborningarnir í hryðjuverkamálinu Sindri Snær Birgisson og Ísidór Nathansson. Vísir/Vilhelm Sakborningarnir í hryðjuverkamálinu svokallaða voru dæmdir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Sindri Snær Birgisson, 26 ára, hlaut 24 mánaða fangelsisdóm og Ísidór Nathansson, 25 ára, hlaut átján mánaða fangelsisdóm. Gæsluvarðhald sem þeir hafa sætt verður dregið frá refsingunni. Þá verða ýmsir munir gerðir upptækir líkt og skotvopn og fíkniefni. Þeir Sindri og Ísidór voru sakfelldir fyrir vopnalagabrot sem þeir játuðu að hluta en sýknaðir af ákæru um skipulagningu hryðjuverka og hlutdeild í því. Verjendur mannanna sögðu í viðtali við fréttastofu að dómuppsögu lokinni að ljóst væri að þeir hefðu verið sýknaðir af ákærum sem vörðuðu hryðjuverk. Hoppað frá ákæruvaldinu og milli dómstóla Sakborningarnir tveir voru handteknir þann 21. september 2022 í umfangsmiklum aðgerðum sérsveitar Ríkislögreglustjóra og Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í Kópavogi og Mosfellsbæ. Síðan hefur málið verið á miklu flakki í dómskerfinu. Fyrst voru gæsluvarðhaldsúrskurði á hendur mönnunum til mikillar umræðu, en þeir sátu í ellefu viku í gæsluvarðhaldi. Þeir voru fyrst ákærðir í október 2022, en þeirri ákæru var vísað frá dómi í febrúar ári síðar. Ástæðan var sú að ákæran þótti haldin slíkum ágöllum að Sindri og Ísidór myndu eiga erfitt með að halda uppi vörnum. Í júní á síðasta ári ákærði embætti héraðssaksóknara þá aftur, en sú ákæra var talsvert lengri og ítarlegri. Daða Kristjánsson, dómari í Héraðsdómi Reykjavíkur var þó á því að annmarkarnir væru enn til staðar og vísaði málinu aftur frá dómi, en Landsréttur var ekki sammála því og vísaði málinu aftur til Héraðsdóms. Í kjölfarið féllst Landsréttur á það að Daði væri orðinn vanhæfur til að dæma í málinu þar sem hann hefði með frávísunarúrskurði sínum tekið afstöðu til ákærunnar. Þrír embættisdómarar dæmdu í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Sindri var ákærður fyrir skipulagningu hryðjuverka og Ísidór fyrir aðild að því. Sannfærður um að komið hafi verið í veg fyrir hryðjuverk Í aðalmeðferð málsins fór ákæruvaldið meðal annars yfir einkaskilaboð sakborningana, og netvöfrun þeirra. Fyrir liggur að þeir hafi sent skilaboð sín á milli um þekkta hryðjuverkamenn á borð við Anders Behring Breivik, og þá deildu þeir stefnuskrám, svokölluðum manifestóum, einhverra þeirra. Á meðal gagna málsins var stefnuskrá sem Ísidór hafði sjálfur skrifað. „Ég vil meina að flest þau vandamál sem íslenskt samfélag finnur fyrir séu utanaðkomandi, innflutt,“ sagði Ísidór í aðalmeðferð málsins „Ég er ekki hefðbundinn teiknimyndarasisti, sem mismunar fólki eftir húðlit. Besti vinur minni í æsku var svartur.“ Fulltrúi hjá Europol, verkefnastjóri hóps sem skoðar hryðjuverk hægrisinnaðra öfgamanna, gaf skýrslu fyrir dómi og sagðist sannfærður um að með aðgerðum lögreglu hafi verið komið í veg fyrir hryðjuverk. „Ég stend hundrað prósent með niðurstöðunni um að íslenska lögreglan kom í veg fyrir hryðjuverk,“ Segja spjallið hafa verið grín Sakborningarnir tveir og verjendur þeirra voru á öðru máli. Fyrir dómi héldu þeir því fram að um grín hefði verið að ræða. Sindri sagði að þeir væru báðir með svartan húmor og að engin alvara hafi verið á bak við samræður þeirra. „Ég segi margt og segi alls konar vitleysu. Ég meina ekki allt sem ég segi.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Dómsmál Tengdar fréttir „Hvernig er hægt að fokka þessu svona upp?“ Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Sindra Snæs Birgissonar í hryðjuverkamálinu, segir að málið gæti orðið skólabókardæmi um misheppnaða rannsókn og saksókn máls. 13. febrúar 2024 15:40 Fóstbræður innan um „viðbjóðslegt og ofbeldisfullt efni“ Lögreglumenn og sérfræðingur hjá héraðssaksóknara gáfu skýrslu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun í hryðjuverkamálinu svokallaða þar sem fjallað var um innihald í símum og tölvum sakborninga málsins, Sindra Snæs Birgissonar og Ísidórs Nathanssonar. 12. febrúar 2024 11:52 Heilsuðust að nasistasið með lögreglu á hælunum Karl Steinar Valsson, sem stýrði aðgerðum þegar sakborningar í hryðjuverkamálinu svokallaða voru handteknir, segir að það hefði verið ábyrgðarleysi af hálfu lögregluyfirvalda að stíga ekki inn í málið. Hann lýsti því fyrir dómi að þeir Sindri Snær og Ísidór hefðu heilsast að nasistasið þegar lögregla sá Ísidór fyrst. 9. febrúar 2024 11:11 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fleiri fréttir Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs Sjá meira
Gæsluvarðhald sem þeir hafa sætt verður dregið frá refsingunni. Þá verða ýmsir munir gerðir upptækir líkt og skotvopn og fíkniefni. Þeir Sindri og Ísidór voru sakfelldir fyrir vopnalagabrot sem þeir játuðu að hluta en sýknaðir af ákæru um skipulagningu hryðjuverka og hlutdeild í því. Verjendur mannanna sögðu í viðtali við fréttastofu að dómuppsögu lokinni að ljóst væri að þeir hefðu verið sýknaðir af ákærum sem vörðuðu hryðjuverk. Hoppað frá ákæruvaldinu og milli dómstóla Sakborningarnir tveir voru handteknir þann 21. september 2022 í umfangsmiklum aðgerðum sérsveitar Ríkislögreglustjóra og Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í Kópavogi og Mosfellsbæ. Síðan hefur málið verið á miklu flakki í dómskerfinu. Fyrst voru gæsluvarðhaldsúrskurði á hendur mönnunum til mikillar umræðu, en þeir sátu í ellefu viku í gæsluvarðhaldi. Þeir voru fyrst ákærðir í október 2022, en þeirri ákæru var vísað frá dómi í febrúar ári síðar. Ástæðan var sú að ákæran þótti haldin slíkum ágöllum að Sindri og Ísidór myndu eiga erfitt með að halda uppi vörnum. Í júní á síðasta ári ákærði embætti héraðssaksóknara þá aftur, en sú ákæra var talsvert lengri og ítarlegri. Daða Kristjánsson, dómari í Héraðsdómi Reykjavíkur var þó á því að annmarkarnir væru enn til staðar og vísaði málinu aftur frá dómi, en Landsréttur var ekki sammála því og vísaði málinu aftur til Héraðsdóms. Í kjölfarið féllst Landsréttur á það að Daði væri orðinn vanhæfur til að dæma í málinu þar sem hann hefði með frávísunarúrskurði sínum tekið afstöðu til ákærunnar. Þrír embættisdómarar dæmdu í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Sindri var ákærður fyrir skipulagningu hryðjuverka og Ísidór fyrir aðild að því. Sannfærður um að komið hafi verið í veg fyrir hryðjuverk Í aðalmeðferð málsins fór ákæruvaldið meðal annars yfir einkaskilaboð sakborningana, og netvöfrun þeirra. Fyrir liggur að þeir hafi sent skilaboð sín á milli um þekkta hryðjuverkamenn á borð við Anders Behring Breivik, og þá deildu þeir stefnuskrám, svokölluðum manifestóum, einhverra þeirra. Á meðal gagna málsins var stefnuskrá sem Ísidór hafði sjálfur skrifað. „Ég vil meina að flest þau vandamál sem íslenskt samfélag finnur fyrir séu utanaðkomandi, innflutt,“ sagði Ísidór í aðalmeðferð málsins „Ég er ekki hefðbundinn teiknimyndarasisti, sem mismunar fólki eftir húðlit. Besti vinur minni í æsku var svartur.“ Fulltrúi hjá Europol, verkefnastjóri hóps sem skoðar hryðjuverk hægrisinnaðra öfgamanna, gaf skýrslu fyrir dómi og sagðist sannfærður um að með aðgerðum lögreglu hafi verið komið í veg fyrir hryðjuverk. „Ég stend hundrað prósent með niðurstöðunni um að íslenska lögreglan kom í veg fyrir hryðjuverk,“ Segja spjallið hafa verið grín Sakborningarnir tveir og verjendur þeirra voru á öðru máli. Fyrir dómi héldu þeir því fram að um grín hefði verið að ræða. Sindri sagði að þeir væru báðir með svartan húmor og að engin alvara hafi verið á bak við samræður þeirra. „Ég segi margt og segi alls konar vitleysu. Ég meina ekki allt sem ég segi.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Dómsmál Tengdar fréttir „Hvernig er hægt að fokka þessu svona upp?“ Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Sindra Snæs Birgissonar í hryðjuverkamálinu, segir að málið gæti orðið skólabókardæmi um misheppnaða rannsókn og saksókn máls. 13. febrúar 2024 15:40 Fóstbræður innan um „viðbjóðslegt og ofbeldisfullt efni“ Lögreglumenn og sérfræðingur hjá héraðssaksóknara gáfu skýrslu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun í hryðjuverkamálinu svokallaða þar sem fjallað var um innihald í símum og tölvum sakborninga málsins, Sindra Snæs Birgissonar og Ísidórs Nathanssonar. 12. febrúar 2024 11:52 Heilsuðust að nasistasið með lögreglu á hælunum Karl Steinar Valsson, sem stýrði aðgerðum þegar sakborningar í hryðjuverkamálinu svokallaða voru handteknir, segir að það hefði verið ábyrgðarleysi af hálfu lögregluyfirvalda að stíga ekki inn í málið. Hann lýsti því fyrir dómi að þeir Sindri Snær og Ísidór hefðu heilsast að nasistasið þegar lögregla sá Ísidór fyrst. 9. febrúar 2024 11:11 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fleiri fréttir Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs Sjá meira
„Hvernig er hægt að fokka þessu svona upp?“ Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Sindra Snæs Birgissonar í hryðjuverkamálinu, segir að málið gæti orðið skólabókardæmi um misheppnaða rannsókn og saksókn máls. 13. febrúar 2024 15:40
Fóstbræður innan um „viðbjóðslegt og ofbeldisfullt efni“ Lögreglumenn og sérfræðingur hjá héraðssaksóknara gáfu skýrslu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun í hryðjuverkamálinu svokallaða þar sem fjallað var um innihald í símum og tölvum sakborninga málsins, Sindra Snæs Birgissonar og Ísidórs Nathanssonar. 12. febrúar 2024 11:52
Heilsuðust að nasistasið með lögreglu á hælunum Karl Steinar Valsson, sem stýrði aðgerðum þegar sakborningar í hryðjuverkamálinu svokallaða voru handteknir, segir að það hefði verið ábyrgðarleysi af hálfu lögregluyfirvalda að stíga ekki inn í málið. Hann lýsti því fyrir dómi að þeir Sindri Snær og Ísidór hefðu heilsast að nasistasið þegar lögregla sá Ísidór fyrst. 9. febrúar 2024 11:11
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?