Úkraínumenn hafi fundið fyrir miklum stuðningi hér á landi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. mars 2024 18:19 Olga Strepochenko, yfirmaður alþjóðasamskipta og Evrópusamvinnu hjá úkraínska þinginu. Vísir/Vilhelm Sendinefnd þingmanna frá Úkraínu sem skipa vinahóp Íslands á Úkraínuþingi kom til landsins í gær. Tilgangur heimsóknarinnar er meðal annars að efla tvíhliða samskipti landanna og ræða þann stuðning sem íslensk stjórnvöld hafa veitt úkraínsku þjóðinni. Á dagskrá heimsóknarinnar eru fundir með stjórnmálamönnum landsins auk þess sem fyrirhugað er að heimsækja fyrirtæki og stofnanir. Þingmennirnir heimsóttu Guðna Th. Jóhannesson forseta Íslands á Bessastöðum í dag og ítrekuðu þakklæti sitt. „Við erum afar þakklát fyrir að Ísland tók þátt í söfnuninni sem fór fram 8. desember í fyrra. Söfnunin var til hjálpar úkraínskum börnum. Ísland skrifaði einnig undir yfirlýsinguna um söfnunina. Við vonum að sama góða niðurstaðan náist við að ná aftur þeim úkraínsku borgurum sem Rússland nam ólöglega á brott,“ sagði Olga Strepochenko, yfirmaður alþjóðasamskipta og Evrópusamvinnu hjá úkraínska þinginu, á Bessastöðum í dag. „Þeir leita eftir frekari stuðning hvar sem hann er hugsanlega að fá. Sú er sannarlega raunin hér á Íslandi, ég heyrði það á máli þeirra. Þeim hefur þótt vænt um að finna það meðal ráðamanna og almennings,“ segir Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, tók á móti úkraínskum þingmönnum í dag.Vísir/Vilhelm „Nú er brýnt að við sem unnum friði, öryggi, jafnréttindum og mannréttindum látum það í ljós og gerum það sem í okkar valdi stendur til að sá ráðamaður og það ríki sem beitir ofbeldi af þessu tagi fái ekki að komast upp með það.“ Inntur eftir því hvort Íslendingar séu að gera nóg segir Guðni stuðningur Íslendinga við Úkraínu augljós, hér hafi fólki verið veitt skjól. „Ég veit ekki betur en að upp til hópa þyki Úkraínumönnum sem Íslendingar hafi tekið vel á móti þeim. Við höfum líka reynt að styðja við bakið á Úkraínumönnum að ýmsu leiti þannig að ég finn ekki fyrir öðru en þakklæti í huga þessara góðu gesta sem komu við á Bessastöðum í dag.“ Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Forseti Íslands Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Erlent Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Erlent Fleiri fréttir Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Sjá meira
Á dagskrá heimsóknarinnar eru fundir með stjórnmálamönnum landsins auk þess sem fyrirhugað er að heimsækja fyrirtæki og stofnanir. Þingmennirnir heimsóttu Guðna Th. Jóhannesson forseta Íslands á Bessastöðum í dag og ítrekuðu þakklæti sitt. „Við erum afar þakklát fyrir að Ísland tók þátt í söfnuninni sem fór fram 8. desember í fyrra. Söfnunin var til hjálpar úkraínskum börnum. Ísland skrifaði einnig undir yfirlýsinguna um söfnunina. Við vonum að sama góða niðurstaðan náist við að ná aftur þeim úkraínsku borgurum sem Rússland nam ólöglega á brott,“ sagði Olga Strepochenko, yfirmaður alþjóðasamskipta og Evrópusamvinnu hjá úkraínska þinginu, á Bessastöðum í dag. „Þeir leita eftir frekari stuðning hvar sem hann er hugsanlega að fá. Sú er sannarlega raunin hér á Íslandi, ég heyrði það á máli þeirra. Þeim hefur þótt vænt um að finna það meðal ráðamanna og almennings,“ segir Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, tók á móti úkraínskum þingmönnum í dag.Vísir/Vilhelm „Nú er brýnt að við sem unnum friði, öryggi, jafnréttindum og mannréttindum látum það í ljós og gerum það sem í okkar valdi stendur til að sá ráðamaður og það ríki sem beitir ofbeldi af þessu tagi fái ekki að komast upp með það.“ Inntur eftir því hvort Íslendingar séu að gera nóg segir Guðni stuðningur Íslendinga við Úkraínu augljós, hér hafi fólki verið veitt skjól. „Ég veit ekki betur en að upp til hópa þyki Úkraínumönnum sem Íslendingar hafi tekið vel á móti þeim. Við höfum líka reynt að styðja við bakið á Úkraínumönnum að ýmsu leiti þannig að ég finn ekki fyrir öðru en þakklæti í huga þessara góðu gesta sem komu við á Bessastöðum í dag.“
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Forseti Íslands Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Erlent Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Erlent Fleiri fréttir Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Sjá meira