Kvikumagn komið yfir þau mörk sem hleypt hafa af stað eldgosi Kristján Már Unnarsson skrifar 12. mars 2024 22:11 Eldgosin þrjú frá því í desember hafa öll brotist upp á Sundhnúksgígaröðinni. Vísir Veðurstofan varar við því að heildarmagn kviku undir Svartsengi sé núna komið yfir þau mörk, sem sett hafa af stað kvikuhlaup og eldgos í Sundhnúksgígaröðinni. Því séu auknar líkur á nýju kvikuhlaupi eða eldgosi á næstu dögum. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá á korti svæðið þar sem eldgosin þrjú hafa brotist upp frá því í desember. Veðurstofan segir mjög óvenjulegt hversu takföst virknin hefur verið hingað til. Gos í desember, gos í janúar og svo gos í febrúar, og miðað við þennan takt þá ætti fjórða gosið að vera að bresta á núna eða næstu daga. Hér má sjá hraunin frá eldgosunum þremur.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Kvikan er talin safnast fyrir í hólfi undir Svartsengi. Þegar ákveðnum þrýstingi hefur verið náð hefur hún hlaupið yfir í Sundhnúksgígaröðina og gosið þar. Uppfært hættumatskort Veðurstofunnar gerir ráð fyrir að líklegast sé að næsta eldgos komi upp á svæðinu milli Stóra-Skógfells og Hagafells. Syðsti hlutinn er óþægilega nálægt Grindavík þannig að gera má ráð fyrir að flestir voni að gosið komi upp norðar og sem lengst frá innviðum. Hættumat Veðurstofunnar sýnir að mesta hættan á gosopnun án fyrirvara og hraunrennsli er á rauða svæðinu. Uppfært línurit, sem Veðurstofan birti einnig í dag, sýnir hvað eldstöðin hefur þurft langan tíma til að hlaða í næsta gos og hve mikið kvikumagn. Bláa, græna og gula stjarnan sýna hvenær gosin byrjuðu. Rauða línan, þessi neðsta, sýnir núverandi stöðu og að eldstöðin er komin fram yfir tímann. Línurnar tákna viðburðina í yfirstandandi eldgosahrinu. Stjörnurnar tákna eldgos.Veðurstofan Hinn ásinn sýnir svo rúmmál kvikunnar sem þurft hefur til að koma gosi af stað, á bilinu 8 til 13 milljónir rúmmetra. Segir Veðurstofan að heildarmagn kviku undir Svartsengi sé núna komið yfir þau mörk. Því séu auknar líkur á nýju kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi á næstu dögum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Almannavarnir Tengdar fréttir Býst við eldgosi á næstu dögum og það gæti orðið með sírennsli Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðiprófessor telur líklegt að eldgos brjótist upp á næstu dögum og langlíklegasta staðsetning verði á miðri Sundhnúkssprungunni. Hann telur þá sviðsmynd mögulega að næsta gos detti í sírennsli hraunkviku. 11. mars 2024 21:21 Ekki víst hvers vegna kom ekki til eldgoss Óvíst er hvers vegna kvika braut sér ekki leið til yfirborðs þann 2. mars síðastliðinn þegar kvikuhlaup átti sér stað á Sundhnúksgígaröðinni. Veðurstofan segir ástæðu vera til þess að rannsaka atburðarásina frekar til að varpa betur ljósi á eðli kvikuhlaupa á svæðinu og til að átta sig á hvert framhaldið verður. 8. mars 2024 17:16 Um tíu milljón rúmmetrar af kviku undir Svartsengi Talið er að um tíu milljón rúmmetrar af kviku hafi nú safnast saman í kvikuhólfinu undir Svartsengi. Miklar líkur eru á kvikuhlaupi sem getur leitt til eldgoss þegar kvikan er orðin átta til þrettán milljón rúmmetrar. 7. mars 2024 10:48 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Erlent Fleiri fréttir „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá á korti svæðið þar sem eldgosin þrjú hafa brotist upp frá því í desember. Veðurstofan segir mjög óvenjulegt hversu takföst virknin hefur verið hingað til. Gos í desember, gos í janúar og svo gos í febrúar, og miðað við þennan takt þá ætti fjórða gosið að vera að bresta á núna eða næstu daga. Hér má sjá hraunin frá eldgosunum þremur.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Kvikan er talin safnast fyrir í hólfi undir Svartsengi. Þegar ákveðnum þrýstingi hefur verið náð hefur hún hlaupið yfir í Sundhnúksgígaröðina og gosið þar. Uppfært hættumatskort Veðurstofunnar gerir ráð fyrir að líklegast sé að næsta eldgos komi upp á svæðinu milli Stóra-Skógfells og Hagafells. Syðsti hlutinn er óþægilega nálægt Grindavík þannig að gera má ráð fyrir að flestir voni að gosið komi upp norðar og sem lengst frá innviðum. Hættumat Veðurstofunnar sýnir að mesta hættan á gosopnun án fyrirvara og hraunrennsli er á rauða svæðinu. Uppfært línurit, sem Veðurstofan birti einnig í dag, sýnir hvað eldstöðin hefur þurft langan tíma til að hlaða í næsta gos og hve mikið kvikumagn. Bláa, græna og gula stjarnan sýna hvenær gosin byrjuðu. Rauða línan, þessi neðsta, sýnir núverandi stöðu og að eldstöðin er komin fram yfir tímann. Línurnar tákna viðburðina í yfirstandandi eldgosahrinu. Stjörnurnar tákna eldgos.Veðurstofan Hinn ásinn sýnir svo rúmmál kvikunnar sem þurft hefur til að koma gosi af stað, á bilinu 8 til 13 milljónir rúmmetra. Segir Veðurstofan að heildarmagn kviku undir Svartsengi sé núna komið yfir þau mörk. Því séu auknar líkur á nýju kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi á næstu dögum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Almannavarnir Tengdar fréttir Býst við eldgosi á næstu dögum og það gæti orðið með sírennsli Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðiprófessor telur líklegt að eldgos brjótist upp á næstu dögum og langlíklegasta staðsetning verði á miðri Sundhnúkssprungunni. Hann telur þá sviðsmynd mögulega að næsta gos detti í sírennsli hraunkviku. 11. mars 2024 21:21 Ekki víst hvers vegna kom ekki til eldgoss Óvíst er hvers vegna kvika braut sér ekki leið til yfirborðs þann 2. mars síðastliðinn þegar kvikuhlaup átti sér stað á Sundhnúksgígaröðinni. Veðurstofan segir ástæðu vera til þess að rannsaka atburðarásina frekar til að varpa betur ljósi á eðli kvikuhlaupa á svæðinu og til að átta sig á hvert framhaldið verður. 8. mars 2024 17:16 Um tíu milljón rúmmetrar af kviku undir Svartsengi Talið er að um tíu milljón rúmmetrar af kviku hafi nú safnast saman í kvikuhólfinu undir Svartsengi. Miklar líkur eru á kvikuhlaupi sem getur leitt til eldgoss þegar kvikan er orðin átta til þrettán milljón rúmmetrar. 7. mars 2024 10:48 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Erlent Fleiri fréttir „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið Sjá meira
Býst við eldgosi á næstu dögum og það gæti orðið með sírennsli Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðiprófessor telur líklegt að eldgos brjótist upp á næstu dögum og langlíklegasta staðsetning verði á miðri Sundhnúkssprungunni. Hann telur þá sviðsmynd mögulega að næsta gos detti í sírennsli hraunkviku. 11. mars 2024 21:21
Ekki víst hvers vegna kom ekki til eldgoss Óvíst er hvers vegna kvika braut sér ekki leið til yfirborðs þann 2. mars síðastliðinn þegar kvikuhlaup átti sér stað á Sundhnúksgígaröðinni. Veðurstofan segir ástæðu vera til þess að rannsaka atburðarásina frekar til að varpa betur ljósi á eðli kvikuhlaupa á svæðinu og til að átta sig á hvert framhaldið verður. 8. mars 2024 17:16
Um tíu milljón rúmmetrar af kviku undir Svartsengi Talið er að um tíu milljón rúmmetrar af kviku hafi nú safnast saman í kvikuhólfinu undir Svartsengi. Miklar líkur eru á kvikuhlaupi sem getur leitt til eldgoss þegar kvikan er orðin átta til þrettán milljón rúmmetrar. 7. mars 2024 10:48