Segir formanninn haldinn „athyglissýki á lokastigi“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 13. mars 2024 22:41 Sveinn Andri segist hlakka til að fá nýjan formann í haust. Vísir/Samsett Sveinn Andri Sveinsson verjandi sakborninga í hryðjuverkamálinu segir Sigurð Örn Hilmarsson, formann Lögmannafélags Íslands, vera haldinn athyglissýki á lokastigi vegna ummæla hans í viðtali við Ríkisútvarpið fyrr í dag. Í viðtalinu sagðist Sigurður ekki taka undir með Sveini og meðverjanda hans Einari Oddi Sigurðssyni að niðurstaða hryðjuverkamálsins sé áfellisdómur fyrir embætti ríkislögreglustjóra og héraðssaksóknara. Sigurður segir í viðtalinu að sýknudómurinn í gær hafi ekki komið sér á óvart vegna þess hvað sönnunarmatið sé strangt þegar metinn er ásetningur fólks en Sveinn hefur verið mjög gagnrýninn á störf lögreglu í málinu. „Formaður Lögmannafélagsins er haldinn athyglissýki á lokastigi og er einstaklega laginn við það að koma sér í fjölmiðla til að tjá sig um mál sem hann hefur ekki hundsvit á og þekkir ekkert til; til þess eins að láta ljós sitt skína,“ segir Sveinn í færslu sem hann birti á síðu sína á Facebook í dag. Í færslunni segir hann sig og meðverjanda sinn hafa farið í gegnum allt málið frá upphafi til enda og fylgst með „ raðklúðri og síendurteknum mistökum lögreglu við meðferð málsins.“ Þeir séu þar af leiðandi í betri stöðu til að tjá sig fyrir hönd sinna umbjóðenda um störf lögreglu og ákæruvalds í málinu. „Í hvaða umboði er formaður Lögmannafélagsins að tjá sig um mál sem e.t.v. mun fara áfram á áfrýjunarstig eða verða grundvöllur skaðabótakröfu?“ spyr Sveinn. „Það væri óskandi að formaðurinn gæti tileinkað sér það stundum að þegja frekar en að tjá sig. Sérstaklega þegar hann hefur ekkert með það að gera að gaspra í fjölmiðlum um einstök mál sem eru rekin fyrir dómstólum og hann hefur enga aðkomu að. Mikið verður gott að fá nýjan formann í vor,“ skrifar Sveinn. Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Dómsmál Lögmennska Tengdar fréttir „Áfellisdómur fyrir ákæruvaldið og ríkislögreglustjóra“ Sveinn Andri Sveinsson og Einar Oddur Sigurðsson verjendur sakborninga í hryðjuverkamálinu segja niðurstöðuna áfellisdóm fyrir embætti ríkislögreglustjóra og héraðssaksóknara. Sakborningar voru sakfelldir fyrir vopnalagabrot en sýknaðir af þeim ákærulið sem sneri að hryðjuverkum. 12. mars 2024 13:42 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Fleiri fréttir Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Sjá meira
Í viðtalinu sagðist Sigurður ekki taka undir með Sveini og meðverjanda hans Einari Oddi Sigurðssyni að niðurstaða hryðjuverkamálsins sé áfellisdómur fyrir embætti ríkislögreglustjóra og héraðssaksóknara. Sigurður segir í viðtalinu að sýknudómurinn í gær hafi ekki komið sér á óvart vegna þess hvað sönnunarmatið sé strangt þegar metinn er ásetningur fólks en Sveinn hefur verið mjög gagnrýninn á störf lögreglu í málinu. „Formaður Lögmannafélagsins er haldinn athyglissýki á lokastigi og er einstaklega laginn við það að koma sér í fjölmiðla til að tjá sig um mál sem hann hefur ekki hundsvit á og þekkir ekkert til; til þess eins að láta ljós sitt skína,“ segir Sveinn í færslu sem hann birti á síðu sína á Facebook í dag. Í færslunni segir hann sig og meðverjanda sinn hafa farið í gegnum allt málið frá upphafi til enda og fylgst með „ raðklúðri og síendurteknum mistökum lögreglu við meðferð málsins.“ Þeir séu þar af leiðandi í betri stöðu til að tjá sig fyrir hönd sinna umbjóðenda um störf lögreglu og ákæruvalds í málinu. „Í hvaða umboði er formaður Lögmannafélagsins að tjá sig um mál sem e.t.v. mun fara áfram á áfrýjunarstig eða verða grundvöllur skaðabótakröfu?“ spyr Sveinn. „Það væri óskandi að formaðurinn gæti tileinkað sér það stundum að þegja frekar en að tjá sig. Sérstaklega þegar hann hefur ekkert með það að gera að gaspra í fjölmiðlum um einstök mál sem eru rekin fyrir dómstólum og hann hefur enga aðkomu að. Mikið verður gott að fá nýjan formann í vor,“ skrifar Sveinn.
Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Dómsmál Lögmennska Tengdar fréttir „Áfellisdómur fyrir ákæruvaldið og ríkislögreglustjóra“ Sveinn Andri Sveinsson og Einar Oddur Sigurðsson verjendur sakborninga í hryðjuverkamálinu segja niðurstöðuna áfellisdóm fyrir embætti ríkislögreglustjóra og héraðssaksóknara. Sakborningar voru sakfelldir fyrir vopnalagabrot en sýknaðir af þeim ákærulið sem sneri að hryðjuverkum. 12. mars 2024 13:42 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Fleiri fréttir Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Sjá meira
„Áfellisdómur fyrir ákæruvaldið og ríkislögreglustjóra“ Sveinn Andri Sveinsson og Einar Oddur Sigurðsson verjendur sakborninga í hryðjuverkamálinu segja niðurstöðuna áfellisdóm fyrir embætti ríkislögreglustjóra og héraðssaksóknara. Sakborningar voru sakfelldir fyrir vopnalagabrot en sýknaðir af þeim ákærulið sem sneri að hryðjuverkum. 12. mars 2024 13:42