Gulleyjan okkar Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir skrifar 14. mars 2024 06:00 Leiðréttingar á hagtölum síðustu vikur hafa sýnt okkur að staðan hér á landi er nokkuð betri en við héldum áður. Annars vegar er talið að íbúar á landinu séu um 14.000 færri en við héldum. Hins vegar hefur endurmat Hagstofunnar leitt í ljós að hagvöxtur síðustu missera var meiri en áður var talið. Samanlögð niðurstaða er að landsframleiðsla á mann er 6% meiri en áður var talið. Þetta breytir mati á þróun síðustu ára og stöðu í alþjóðlegu samhengi. Ísland færist upp fyrir Holland og upp að hlið Danmerkur í landsframleiðslu á mann og er þar með hið sjötta hæsta í hinum vestræna heimi. Landsframleiðsla Íslands jókst um nær 11% á tímabilinu 2019-2023, sem er meira en á Norðurlöndunum (sjá meðfylgjandi mynd). Af Evrópuríkjum hefur hagvöxtur einungis verið meiri í Króatíu og Serbíu. Tölurnar sýna, svo ekki verður um villst, að Ísland kom fádæma vel út úr heimsfaraldrinum. Aðrar hagtölur bera sama vitni – kaupmáttur launa hefur vaxið um 6% frá 2019 en aftur á móti rýrnað um 3-4% á sama tíma í ríkjum ESB og á Norðurlöndunum. Þá má einnig nefna að eftir faraldurinn tók það hagkerfið aðeins tvö ár að ná fyrra framleiðslustigi. Þegar heimsfaraldurinn skók heimsbyggðina voru skuldir heimila, fyrirtækja og ríkissjóðs lágar, fjármálastofnanir vel fjármagnaðar og erlend staða þjóðarbúsins afar hagstæð. Þessu má þakka góðri hagstjórn, pólitískri forystu og framtakssömu fólki hér á landi. Hagtölurnar sýna að í meginatriðum heppnuðust efnahagslegar aðgerðir ríkisstjórnarinnar í heimsfaraldri afskaplega vel. Land tækifæranna Það er eiginlega ótrúlegt hve gæfulega hefur tekist til við að byggja upp samfélag í fremstu röð hér á Íslandi á þeim rúmlega hundrað árum sem við höfum verið fullvalda ríki. Þetta sjá utanaðkomandi augu vel. Fyrir utan augljós efnahagsleg lífskjör búum við í ríki sem er álitið hið friðsælasta í heimi, menningararfurinn er sterkur og höldum ætíð í þá hugsun að við séum þrátt fyrir allt jöfn, þótt okkur gangi misvel á stundum. Við eigum til að gleyma að þrátt fyrir harðbýli og landfræðilega einangrun hefur okkur tekist að búa til eitt mesta velmegunarsamfélag í heimi. Þar af leiðandi eitt mesta velmegunarsamfélag mannkynssögunnar. Stór orð, en dagsönn. Það væru stór mistök að taka þessu sem sjálfsögðum hlut. Við þurfum að mæta hverjum degi eins og íþróttamaður sem veit að hver einasti leikur byrjar jafn og það þarf alltaf að leggja sig fram. Minnkandi verðbólga Við siglum þó ekki lygnan sjó án áskorana. Verðbólga hefur verið of mikil með tilheyrandi háu vaxtastigi um nokkurt skeið, en þó má leyfa sér að vona að þar séu bjartari tímar fram undan með vissum fyrirsjáanleika um þróun launa næstu ár. Þess utan hefur verðbólgan hjaðnað talsvert síðustu mánuði og er á réttri leið. Mikilvægasta verkefnið næstu misseri er að sú þróun haldi áfram til þess að skapa skilyrði fyrir stöðugleika og áframhaldandi hagvaxtarskeiði. Áframhaldandi árangur Við okkur blasa áskoranir, hvort sem það eru lakari skammtímahorfur, staðan á Reykjanesskaga eða í heimspólitíkinni. Þessu þarf að taka alvarlega og af ábyrgð. Áframhaldandi hagvöxtur og framfarir munu auðvelda okkur að takast á við þessi verkefni. Það gerist ekki af sjálfu sér heldur þurfa stjórnvöld meðvitað að skapa skilyrði fyrir slíkar framfarir. Við eigum að gera kröfu á okkur sjálf að taka ákvarðanir út frá því hvar við getum aukið framleiðni. Það þarf að vera akkeri okkar – framleiðni er ekkert annað en grunnforsenda lífskjara okkar og kaupmáttar. Þetta hefur nú verið sett á dagskrá og skiptir máli. Án framfara er afturför „Það er svo bágt að standa í stað, og mönnunum munar annaðhvort afturábak ellegar nokkuð á leið.“ orti Jónas Hallgrímsson. Að sækja ekki fram jafngildir nefnilega afturför. Önnur samfélög hafa líka metnað og þau munu sækja fram. Mikill hagvöxtur, eða há landsframleiðsla, er ekki lausn við öllum okkar vandamálum og mörg ríki sem við tökum okkur sjaldan til fyrirmyndar búa við háa landsframleiðslu á mann. Hins vegar er alveg ljóst að þau ríki þar sem borgararnir búa við mest öryggi, velmegun og lífsgæði í víðum skilningi eru þau þar sem landsframleiðsla á mann er há. Það er ekki tilviljun. Við þurfum stöðugt að gera betur til þess að viðhalda stöðu okkar sem framúrskarandi samfélag. Okkur hefur tekist það síðustu áratugi undir forystu Sjálfstæðisflokksins og hyggjumst halda því áfram. Höfundur er fjármála- og efnahagsráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Sjá meira
Leiðréttingar á hagtölum síðustu vikur hafa sýnt okkur að staðan hér á landi er nokkuð betri en við héldum áður. Annars vegar er talið að íbúar á landinu séu um 14.000 færri en við héldum. Hins vegar hefur endurmat Hagstofunnar leitt í ljós að hagvöxtur síðustu missera var meiri en áður var talið. Samanlögð niðurstaða er að landsframleiðsla á mann er 6% meiri en áður var talið. Þetta breytir mati á þróun síðustu ára og stöðu í alþjóðlegu samhengi. Ísland færist upp fyrir Holland og upp að hlið Danmerkur í landsframleiðslu á mann og er þar með hið sjötta hæsta í hinum vestræna heimi. Landsframleiðsla Íslands jókst um nær 11% á tímabilinu 2019-2023, sem er meira en á Norðurlöndunum (sjá meðfylgjandi mynd). Af Evrópuríkjum hefur hagvöxtur einungis verið meiri í Króatíu og Serbíu. Tölurnar sýna, svo ekki verður um villst, að Ísland kom fádæma vel út úr heimsfaraldrinum. Aðrar hagtölur bera sama vitni – kaupmáttur launa hefur vaxið um 6% frá 2019 en aftur á móti rýrnað um 3-4% á sama tíma í ríkjum ESB og á Norðurlöndunum. Þá má einnig nefna að eftir faraldurinn tók það hagkerfið aðeins tvö ár að ná fyrra framleiðslustigi. Þegar heimsfaraldurinn skók heimsbyggðina voru skuldir heimila, fyrirtækja og ríkissjóðs lágar, fjármálastofnanir vel fjármagnaðar og erlend staða þjóðarbúsins afar hagstæð. Þessu má þakka góðri hagstjórn, pólitískri forystu og framtakssömu fólki hér á landi. Hagtölurnar sýna að í meginatriðum heppnuðust efnahagslegar aðgerðir ríkisstjórnarinnar í heimsfaraldri afskaplega vel. Land tækifæranna Það er eiginlega ótrúlegt hve gæfulega hefur tekist til við að byggja upp samfélag í fremstu röð hér á Íslandi á þeim rúmlega hundrað árum sem við höfum verið fullvalda ríki. Þetta sjá utanaðkomandi augu vel. Fyrir utan augljós efnahagsleg lífskjör búum við í ríki sem er álitið hið friðsælasta í heimi, menningararfurinn er sterkur og höldum ætíð í þá hugsun að við séum þrátt fyrir allt jöfn, þótt okkur gangi misvel á stundum. Við eigum til að gleyma að þrátt fyrir harðbýli og landfræðilega einangrun hefur okkur tekist að búa til eitt mesta velmegunarsamfélag í heimi. Þar af leiðandi eitt mesta velmegunarsamfélag mannkynssögunnar. Stór orð, en dagsönn. Það væru stór mistök að taka þessu sem sjálfsögðum hlut. Við þurfum að mæta hverjum degi eins og íþróttamaður sem veit að hver einasti leikur byrjar jafn og það þarf alltaf að leggja sig fram. Minnkandi verðbólga Við siglum þó ekki lygnan sjó án áskorana. Verðbólga hefur verið of mikil með tilheyrandi háu vaxtastigi um nokkurt skeið, en þó má leyfa sér að vona að þar séu bjartari tímar fram undan með vissum fyrirsjáanleika um þróun launa næstu ár. Þess utan hefur verðbólgan hjaðnað talsvert síðustu mánuði og er á réttri leið. Mikilvægasta verkefnið næstu misseri er að sú þróun haldi áfram til þess að skapa skilyrði fyrir stöðugleika og áframhaldandi hagvaxtarskeiði. Áframhaldandi árangur Við okkur blasa áskoranir, hvort sem það eru lakari skammtímahorfur, staðan á Reykjanesskaga eða í heimspólitíkinni. Þessu þarf að taka alvarlega og af ábyrgð. Áframhaldandi hagvöxtur og framfarir munu auðvelda okkur að takast á við þessi verkefni. Það gerist ekki af sjálfu sér heldur þurfa stjórnvöld meðvitað að skapa skilyrði fyrir slíkar framfarir. Við eigum að gera kröfu á okkur sjálf að taka ákvarðanir út frá því hvar við getum aukið framleiðni. Það þarf að vera akkeri okkar – framleiðni er ekkert annað en grunnforsenda lífskjara okkar og kaupmáttar. Þetta hefur nú verið sett á dagskrá og skiptir máli. Án framfara er afturför „Það er svo bágt að standa í stað, og mönnunum munar annaðhvort afturábak ellegar nokkuð á leið.“ orti Jónas Hallgrímsson. Að sækja ekki fram jafngildir nefnilega afturför. Önnur samfélög hafa líka metnað og þau munu sækja fram. Mikill hagvöxtur, eða há landsframleiðsla, er ekki lausn við öllum okkar vandamálum og mörg ríki sem við tökum okkur sjaldan til fyrirmyndar búa við háa landsframleiðslu á mann. Hins vegar er alveg ljóst að þau ríki þar sem borgararnir búa við mest öryggi, velmegun og lífsgæði í víðum skilningi eru þau þar sem landsframleiðsla á mann er há. Það er ekki tilviljun. Við þurfum stöðugt að gera betur til þess að viðhalda stöðu okkar sem framúrskarandi samfélag. Okkur hefur tekist það síðustu áratugi undir forystu Sjálfstæðisflokksins og hyggjumst halda því áfram. Höfundur er fjármála- og efnahagsráðherra.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar