Í skýjunum með 111 milljarða króna útboðið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. mars 2024 16:38 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir fjármálaráðherra. Vísir/vilhelm Ríkissjóður Íslands gaf í dag út grænt skuldabréf að fjárhæð 750 milljónir evra, jafnvirði um 111 milljarða króna. Skuldabréfin bera 3,5% fasta vexti og voru gefin út til 10 ára á ávöxtunarkröfunni 3,636%. Skuldabréfin eru gefin út undir sjálfbærum fjármögnunarramma ríkissjóðs. Innherji á Vísi greindi fyrst frá sölunni vel heppnuðu og sögulegu í gær og eftir hádegið í dag. Fram kemur á vef fjármálaráðuneytisins að fjárfestar hafi sýnt útgáfunni mikinn áhuga og eftirspurn numið um sjö milljörðum evra eða rúmlega nífaldri fjárhæð útgáfunnar. Fagfjárfestahópurinn samanstendur af seðlabönkum, bönkum, tryggingafélögum og öðrum fagfjárfestum, aðallega frá Norður-Evrópu. Umsjón útgáfunnar var í höndum JP Morgan, BNP Paribas, DZ bank og Nomura. „Það er einkar ánægjulegt að sjá það mikla traust sem fyrstu útgáfa grænna skuldabréfa fær frá fjölbreyttum hópi alþjóðlegra fjárfesta. Þetta er til marks um trúverðugleika stefnu okkar í ríkisfjármálum og umhverfismálum, sem undirstrikar þær alþjóðlegu skuldbindingar sem við höfum tekist á hendur. Þessi mikli áhugi er ekki síður til marks um það traust sem fjárfestar bera til Íslands og ímynd landsins sem fyrirmyndar á sviði umhverfismála,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fjármála- og efnahagsráðherra. Fjárfestahópurinn taldi um 280 aðila sem er mesti fjöldi sem tekið hefur þátt í einstöku útboði á erlendum skuldabréfum ríkissjóðs. Níföld heildareftirspurn var að sama skapi án fordæmis. „Útgáfan nú er í samræmi við þá stefnu sem við höfum sett fram í lánamálum og er hluti af aðgerðaráætlun í loftslagsmálum. Andvirði útgáfunnar verður nýtt til að mæta kostnaði ríkissjóðs vegna umhverfismála á næstu árum. Fjármögnunin styrkir getu okkar til að mæta enn frekar þeim áskorunum sem við stöndum frammi fyrir. Rífleg eftirspurn og kjör ríkissjóðs bera einnig með sér traust á stjórn efnahags- og ríkisfjármála,“ segir Þórdís Kolbrún. Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Ríkið klárar sölu á grænu evrubréfi til tíu ára upp á um 110 milljarða Íslenska ríkið er að klára útgáfu á sínu fyrsta græna skuldabréfi í erlendri mynt til tíu ára upp á 750 milljónir evra, jafnvirði um 110 milljarða íslenskra króna. Margföld umframeftirspurn var á meðal erlendra skuldabréfafjárfesta í útboðinu en skuldabréfaútgáfan er sú fyrsta hjá ríkissjóði á alþjóðlegum mörkuðum frá því snemma árs 2021. 14. mars 2024 14:37 Ríkið að ráðast í fyrstu grænu útgáfuna með evrubréfi til tíu ára Íslenska ríkið vinnur nú að því að ljúka við sölu á sjálfbærum skuldabréfum til alþjóðlegra fjárfesta en meira en þrjú ár eru liðin frá síðustu útgáfu ríkissjóðs á erlendum mörkuðum. Fulltrúar Seðlabankans og fjármálaráðuneytisins funda nú með fjárfestum, ásamt erlendum ráðgjöfum stjórnvalda, en um verður að ræða fyrstu grænu útgáfuna hjá ríkissjóði. 13. mars 2024 13:33 Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Flytja Friday's innan Smáralindar og fjölga stöðunum Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
Innherji á Vísi greindi fyrst frá sölunni vel heppnuðu og sögulegu í gær og eftir hádegið í dag. Fram kemur á vef fjármálaráðuneytisins að fjárfestar hafi sýnt útgáfunni mikinn áhuga og eftirspurn numið um sjö milljörðum evra eða rúmlega nífaldri fjárhæð útgáfunnar. Fagfjárfestahópurinn samanstendur af seðlabönkum, bönkum, tryggingafélögum og öðrum fagfjárfestum, aðallega frá Norður-Evrópu. Umsjón útgáfunnar var í höndum JP Morgan, BNP Paribas, DZ bank og Nomura. „Það er einkar ánægjulegt að sjá það mikla traust sem fyrstu útgáfa grænna skuldabréfa fær frá fjölbreyttum hópi alþjóðlegra fjárfesta. Þetta er til marks um trúverðugleika stefnu okkar í ríkisfjármálum og umhverfismálum, sem undirstrikar þær alþjóðlegu skuldbindingar sem við höfum tekist á hendur. Þessi mikli áhugi er ekki síður til marks um það traust sem fjárfestar bera til Íslands og ímynd landsins sem fyrirmyndar á sviði umhverfismála,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fjármála- og efnahagsráðherra. Fjárfestahópurinn taldi um 280 aðila sem er mesti fjöldi sem tekið hefur þátt í einstöku útboði á erlendum skuldabréfum ríkissjóðs. Níföld heildareftirspurn var að sama skapi án fordæmis. „Útgáfan nú er í samræmi við þá stefnu sem við höfum sett fram í lánamálum og er hluti af aðgerðaráætlun í loftslagsmálum. Andvirði útgáfunnar verður nýtt til að mæta kostnaði ríkissjóðs vegna umhverfismála á næstu árum. Fjármögnunin styrkir getu okkar til að mæta enn frekar þeim áskorunum sem við stöndum frammi fyrir. Rífleg eftirspurn og kjör ríkissjóðs bera einnig með sér traust á stjórn efnahags- og ríkisfjármála,“ segir Þórdís Kolbrún.
Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Ríkið klárar sölu á grænu evrubréfi til tíu ára upp á um 110 milljarða Íslenska ríkið er að klára útgáfu á sínu fyrsta græna skuldabréfi í erlendri mynt til tíu ára upp á 750 milljónir evra, jafnvirði um 110 milljarða íslenskra króna. Margföld umframeftirspurn var á meðal erlendra skuldabréfafjárfesta í útboðinu en skuldabréfaútgáfan er sú fyrsta hjá ríkissjóði á alþjóðlegum mörkuðum frá því snemma árs 2021. 14. mars 2024 14:37 Ríkið að ráðast í fyrstu grænu útgáfuna með evrubréfi til tíu ára Íslenska ríkið vinnur nú að því að ljúka við sölu á sjálfbærum skuldabréfum til alþjóðlegra fjárfesta en meira en þrjú ár eru liðin frá síðustu útgáfu ríkissjóðs á erlendum mörkuðum. Fulltrúar Seðlabankans og fjármálaráðuneytisins funda nú með fjárfestum, ásamt erlendum ráðgjöfum stjórnvalda, en um verður að ræða fyrstu grænu útgáfuna hjá ríkissjóði. 13. mars 2024 13:33 Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Flytja Friday's innan Smáralindar og fjölga stöðunum Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
Ríkið klárar sölu á grænu evrubréfi til tíu ára upp á um 110 milljarða Íslenska ríkið er að klára útgáfu á sínu fyrsta græna skuldabréfi í erlendri mynt til tíu ára upp á 750 milljónir evra, jafnvirði um 110 milljarða íslenskra króna. Margföld umframeftirspurn var á meðal erlendra skuldabréfafjárfesta í útboðinu en skuldabréfaútgáfan er sú fyrsta hjá ríkissjóði á alþjóðlegum mörkuðum frá því snemma árs 2021. 14. mars 2024 14:37
Ríkið að ráðast í fyrstu grænu útgáfuna með evrubréfi til tíu ára Íslenska ríkið vinnur nú að því að ljúka við sölu á sjálfbærum skuldabréfum til alþjóðlegra fjárfesta en meira en þrjú ár eru liðin frá síðustu útgáfu ríkissjóðs á erlendum mörkuðum. Fulltrúar Seðlabankans og fjármálaráðuneytisins funda nú með fjárfestum, ásamt erlendum ráðgjöfum stjórnvalda, en um verður að ræða fyrstu grænu útgáfuna hjá ríkissjóði. 13. mars 2024 13:33