Vampíra vann Músíktilraunir Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. mars 2024 00:19 Vampíra fagnaði sigri. Aðsend Hljómsveitin Vampíra stóð uppi sem sigurvegari í Músíktilraunum sem lauk í kvöld að loknum fjórum undankvöldum í Hörpu. Eló hafnaði í öðru sæti og Chögma í því þriðja. Alls tóku 43 tónlistaratriði þátt í tilraununum í ár. Undankvöldin voru fjögur í Hörpu þar sem áhorfendur hlustuðu á 86 frumsamin lög. Í tilkynningu segir að þau hafi verið einstaklega fjölbreytt, sterk, skemmtileg og úr allskonar tónlistarstefnum og margskonar tilraunum. Eló hafnaði í öðru sæti.Aðsend Að lokum unnu tíu hljómsveitir sér rétt til þátttöku á úrslitakvöldinu en það voru þær Chögma, Cloud Cinema, Eló, Flórurnar, Frýs, Slysh, Social Suicide, Tommi G, Vampíra og Þögn sem spiluðu fyrir fullu húsi og góðri stemmningu í kvöld. Fyrsta sæti Músíktilrauna 2024 hlaut hljómsveitin Vampíra, annað sætið hreppti Eló og þriðja sætið hlaut Chögma. Chögma voru að vonum ánægð með þriðja sætið.Aðsend Í almennri símakosningu tók hljómsveitin Frýs titilinn Hljómsveit fólksins. Glæsileg verðlaun voru veitt, hljóðverstímar, úttektir í hljóðfæra- og tónlistarverslunum, styrkir úr Minningarsjóði Péturs W. Kristjánssonar og frá FTT, spilamennska á tónlistarhátíðum og sigurvegararnir munu fljúga á vit ævintýranna með Icelandair. Öll þau sem komust í úrslit hljóta frábæran fræðslupakka Hitakassans sem undirbýr ungt tónlistarfólk fyrir atvinnumennsku í tónlist, námskeiðið er haldið í samstarfi við Útón og Tónlistarborgina Reykjavík. Ýmiss verðlaun Hljómsveit fólksins: Frýs Einstaklingsverðlaun: Söngur: Gísli Freyr Sigurðursson í Slysh Bassi: Árni Hrafn Hrólfsson í Spiritual Reflections Hljómborð: Ríkharður Ingi Steinarsson í Áttavillt Gítar: Þórsteinn Léó Gunnarsson í Vampíra Trommur: Jónatan Emil Sigurþórsson í Chögma Rafheili: Emil Ingo Lupnaav Atlason í Emidex Höfundaverðlaun FTT: Elísabet Guðnadóttir í Eló Íslenskir textar: Urður Óliversdóttir í Urður Tónlist Harpa Reykjavík Músíktilraunir Menning Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Alls tóku 43 tónlistaratriði þátt í tilraununum í ár. Undankvöldin voru fjögur í Hörpu þar sem áhorfendur hlustuðu á 86 frumsamin lög. Í tilkynningu segir að þau hafi verið einstaklega fjölbreytt, sterk, skemmtileg og úr allskonar tónlistarstefnum og margskonar tilraunum. Eló hafnaði í öðru sæti.Aðsend Að lokum unnu tíu hljómsveitir sér rétt til þátttöku á úrslitakvöldinu en það voru þær Chögma, Cloud Cinema, Eló, Flórurnar, Frýs, Slysh, Social Suicide, Tommi G, Vampíra og Þögn sem spiluðu fyrir fullu húsi og góðri stemmningu í kvöld. Fyrsta sæti Músíktilrauna 2024 hlaut hljómsveitin Vampíra, annað sætið hreppti Eló og þriðja sætið hlaut Chögma. Chögma voru að vonum ánægð með þriðja sætið.Aðsend Í almennri símakosningu tók hljómsveitin Frýs titilinn Hljómsveit fólksins. Glæsileg verðlaun voru veitt, hljóðverstímar, úttektir í hljóðfæra- og tónlistarverslunum, styrkir úr Minningarsjóði Péturs W. Kristjánssonar og frá FTT, spilamennska á tónlistarhátíðum og sigurvegararnir munu fljúga á vit ævintýranna með Icelandair. Öll þau sem komust í úrslit hljóta frábæran fræðslupakka Hitakassans sem undirbýr ungt tónlistarfólk fyrir atvinnumennsku í tónlist, námskeiðið er haldið í samstarfi við Útón og Tónlistarborgina Reykjavík. Ýmiss verðlaun Hljómsveit fólksins: Frýs Einstaklingsverðlaun: Söngur: Gísli Freyr Sigurðursson í Slysh Bassi: Árni Hrafn Hrólfsson í Spiritual Reflections Hljómborð: Ríkharður Ingi Steinarsson í Áttavillt Gítar: Þórsteinn Léó Gunnarsson í Vampíra Trommur: Jónatan Emil Sigurþórsson í Chögma Rafheili: Emil Ingo Lupnaav Atlason í Emidex Höfundaverðlaun FTT: Elísabet Guðnadóttir í Eló Íslenskir textar: Urður Óliversdóttir í Urður
Tónlist Harpa Reykjavík Músíktilraunir Menning Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira