Hljóp hundrað sinnum fram og til baka á flugvellinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. mars 2024 08:31 Guðlaug Edda Hannesdóttir er mætt til sunnanverðar Afríku til að keppa á þríþrautarmóti. @eddahannesd Íslenska þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir lagði af stað í langferð um helgina en hún var á leiðinni til Namibíu í sunnanverðri Afríku. Guðlaug Edda er að keppast við að tryggja sér farseðil á Ólympíuleikana í París og í Namibíu er haldinn Þríþrautarbikar Afríku eða Africa Triathlon Cup. Mótið fer fram í strandborginni Swakopmund 23. mars næstkomandi. Edda hefur gengið í gegnum erfið meiðsli en vonast nú að vera komin á beinu brautina og góður árangur í mótum fram á sumar gæti skilað henni á Ólympíuleikana sem yrði sögulegt fyrir íslenskt þríþrautarfólk. Þegar metnaðurinn er svo mikill má ekki missa neitt úr í undirbúningnum. Hér má sjá hvernig Guðlaug Edda Hannesdóttir hljóp fram og til baka um flugvöllinn í Frankfurt.@eddahannesd Edda ferðast til Namibíu með þjálfara sínum Sigurði Erni Ragnarssyni og hann lét sína konu hlaupa og hlaupa á flugvellinum í Frankfurt. Edda sagði frá því á samfélagsmiðlum sínum að hún hafi nýtt langan biðtíma á flugvellinum til æfinga. „Ég og Sigurður Örn Ragnarsson erum með langt layover á Frankfurt flugvelli en það látum það ekki stoppa okkur,“ skrifaði Guðlaug Edda. Hún sýndi kort af flugvellinum þar sem mátti sjá að hún hljóp þar um flugvöllinn í klukkutíma. „Hver elskar ekki að hlaupa fram og til baka hundrað sinnum í klukkutíma,“ skrifaði Guðlaug Edda. Hún náði að hlaupa 11,7 kílómetra á einum klukkutíma og fimm mínútum ef marka má myndina hennar af hlaupum sínum um flugvöllinn. Edda hafði örugglega fullt af áhorfendum. Alþjóðaflugvöllurinn í Frankfurt er stærsti flugvöllur Þýskalands þegar farið er eftir fjölda farþega sem fara um flugvöllinn en hann er sjá sjötti annasamasti í allir Evrópu á eftir Istanbul Airport, London–Heathrow, Paris–Charles de Gaulle, Amsterdam Airport Schiphol og Adolfo Suárez Madrid–Barajas Airport. Eftir hlaupið tók síðan við flugferð suður til Windhoek–Hosea Kutako í Namibíu með Discover Airlines. Þríþraut Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti Fleiri fréttir Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Söguleg byrjun OKC á tímabilinu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Sjá meira
Guðlaug Edda er að keppast við að tryggja sér farseðil á Ólympíuleikana í París og í Namibíu er haldinn Þríþrautarbikar Afríku eða Africa Triathlon Cup. Mótið fer fram í strandborginni Swakopmund 23. mars næstkomandi. Edda hefur gengið í gegnum erfið meiðsli en vonast nú að vera komin á beinu brautina og góður árangur í mótum fram á sumar gæti skilað henni á Ólympíuleikana sem yrði sögulegt fyrir íslenskt þríþrautarfólk. Þegar metnaðurinn er svo mikill má ekki missa neitt úr í undirbúningnum. Hér má sjá hvernig Guðlaug Edda Hannesdóttir hljóp fram og til baka um flugvöllinn í Frankfurt.@eddahannesd Edda ferðast til Namibíu með þjálfara sínum Sigurði Erni Ragnarssyni og hann lét sína konu hlaupa og hlaupa á flugvellinum í Frankfurt. Edda sagði frá því á samfélagsmiðlum sínum að hún hafi nýtt langan biðtíma á flugvellinum til æfinga. „Ég og Sigurður Örn Ragnarsson erum með langt layover á Frankfurt flugvelli en það látum það ekki stoppa okkur,“ skrifaði Guðlaug Edda. Hún sýndi kort af flugvellinum þar sem mátti sjá að hún hljóp þar um flugvöllinn í klukkutíma. „Hver elskar ekki að hlaupa fram og til baka hundrað sinnum í klukkutíma,“ skrifaði Guðlaug Edda. Hún náði að hlaupa 11,7 kílómetra á einum klukkutíma og fimm mínútum ef marka má myndina hennar af hlaupum sínum um flugvöllinn. Edda hafði örugglega fullt af áhorfendum. Alþjóðaflugvöllurinn í Frankfurt er stærsti flugvöllur Þýskalands þegar farið er eftir fjölda farþega sem fara um flugvöllinn en hann er sjá sjötti annasamasti í allir Evrópu á eftir Istanbul Airport, London–Heathrow, Paris–Charles de Gaulle, Amsterdam Airport Schiphol og Adolfo Suárez Madrid–Barajas Airport. Eftir hlaupið tók síðan við flugferð suður til Windhoek–Hosea Kutako í Namibíu með Discover Airlines.
Þríþraut Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti Fleiri fréttir Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Söguleg byrjun OKC á tímabilinu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Sjá meira