Umfjöllun um eldsumbrot fælir ferðamenn frá Jón Ísak Ragnarsson skrifar 19. mars 2024 22:17 Eldsumbrotin á Reykjanesskaga virðast draga úr komu ferðamanna til landsins. Vísir/Vilhelm Miklar umræður hafa skapast á Facebook-síðunni Bakland ferðaþjónustunnar um áhrif villandi fréttaflutnings erlendra miðla um eldsumbrotin á Reykjanesskaga á ferðaþjónustu í landinu. Borið hefur á afbókunum ferðamanna og hægst hefur á nýbókunum eftir hörmungarnar í Grindavík. Lína Petra Þórarinsdóttir fagstjóri ferðaþjónustu hjá Íslandsstofu var til viðtals um málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Neyðarstig almannavarna - State of Emergency Umræðurnar á Facebook-síðunni snerust að miklu leyti um umfjöllun fréttamiðla um neyðarstig almannavarna, en svo virðist sem erlendir fréttamiðlar geri mikinn mat úr því. Fréttir lýsi því þá gjarnan yfir að Ísland lýsi yfir neyðarástandi og slái því upp í fyrirsagnir. Fréttaflutningurinn sé villandi og gefi í skyn að landið sé óöruggt þegar hættan er aðeins staðbundin í Grindavík. Slíkt sé ekki vænlegt til að lokka ferðamenn að landinu. Spurt var hvort ekki sé hægt að tóna „neyðarþetta og neyðarhitt“ niður. Nýleg frétt BBC um eldsumbrotin. Erlendum miðlum er tíðrætt um „State of emergency“Skjáskot Lína Petra Þórarinsdóttir fagstjóri ferðaþjónustu hjá Íslandsstofu skilur vel áhyggjur aðila í ferðaþjónustu. Hún segir umfjöllun erlendra fréttamiðla um neyðarstigið hafa verið mjög áberandi og einnig hafi samfélagsmiðlaumfjöllun verið mikil. Þetta hafi sérstaklega verið áberandi í aðdraganda fyrsta gossins í Grindavík og í framhaldinu af því í nóvember og desember. Íslandsstofa réðst í markaðsherferð Meðal verkefna Íslandsstofu er að vakta og greina umfjallanir um landið á erlendum miðlum. „Það er áhersla hjá okkur að koma út réttum skilaboðum inn á þessa miðla og við höfum náð góðum árangri í því,“ segir Lína. Hún segir að umfjöllun hafi batnað mikið frá því í nóvember og desember. Íslandsstofa hefur staðið í ströngu við að leiðrétta misskilning um jarðhræringarnar og hættuna sem steðjar af þeim. „Nú nýlega þá unnum við myndband fyrir samfélagsmiðla í samstarfi við veðurstofuna sem er svona Q&A (spurt og svarað) myndband sem við erum að birta á okkar miðlum,“ segir Lína. Neyðarástand á Íslandi. Frétt á New York post.Skjáskot Lína segir að talsvert hafi borið hafi á afbókunum ferðamanna í nóvember og desember og hægst hafi á nýbókunum líka. Lilja Alfreðsdóttir ferðamálaráðherra hafi þá gripið inn í og sett hundrað milljónir króna í sérstakt markaðsátak. Þá hafi verið ráðist í markaðsherferð sem stóð yfir frá desemberlokum og út fyrstu tólf vikur ársins, sem er stærsti bókunargluggi sumarsins. Lína segir að vel hafi tekist til í þessari markaðsherferð. Það sjáist í mælikvörðum og gögnum um það hverjir horfi á efnið og bóki ferðir til landsins. Engin ferðatrygging á Íslandi? Þá segir einn meðlimur Baklands ferðaþjónustunnar að hann hafi verið með ferðamann hjá sér sem sagði að Ísland væri komið á lista tryggingarfélags yfir lönd sem ekki væri hægt að fá ferðatryggingu til. Þetta sé vegna neyðarstigsins. Ekki fylgir sögunni hvers lenskur ferðamaðurinn er. Lína segist ekki hafa heyrt af þessu. Vilja nýta athyglina Lína vill að lokum líta á jákvæðu hliðarnar og segir að hægt sé að nýta athyglina til góðs þegar upp er staðið. „Þetta styður til langs tíma ímynd áfangastaðarins sem staður sem býður upp á einstaka náttúru, og það sé ákveðin ævintýraupplifun að koma hingað. En við þurfum alltaf að standa vaktina þegar kemur að ímyndarsköpun Íslands,“ segir Lína. Eldgos á Reykjanesskaga Ferðamennska á Íslandi Efnahagsmál Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Eldgosið toppar þrjú síðustu Eldgosið sem hófst á níunda tímanum á laugardagskvöld hefur nú staðið lengur en síðustu þrjúgos síðan í desember síðastliðnum. Það hefur nú staðið í tvo og hálfan sólarhring. Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands. 19. mars 2024 12:06 Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Erlent Fleiri fréttir Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Sjá meira
Lína Petra Þórarinsdóttir fagstjóri ferðaþjónustu hjá Íslandsstofu var til viðtals um málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Neyðarstig almannavarna - State of Emergency Umræðurnar á Facebook-síðunni snerust að miklu leyti um umfjöllun fréttamiðla um neyðarstig almannavarna, en svo virðist sem erlendir fréttamiðlar geri mikinn mat úr því. Fréttir lýsi því þá gjarnan yfir að Ísland lýsi yfir neyðarástandi og slái því upp í fyrirsagnir. Fréttaflutningurinn sé villandi og gefi í skyn að landið sé óöruggt þegar hættan er aðeins staðbundin í Grindavík. Slíkt sé ekki vænlegt til að lokka ferðamenn að landinu. Spurt var hvort ekki sé hægt að tóna „neyðarþetta og neyðarhitt“ niður. Nýleg frétt BBC um eldsumbrotin. Erlendum miðlum er tíðrætt um „State of emergency“Skjáskot Lína Petra Þórarinsdóttir fagstjóri ferðaþjónustu hjá Íslandsstofu skilur vel áhyggjur aðila í ferðaþjónustu. Hún segir umfjöllun erlendra fréttamiðla um neyðarstigið hafa verið mjög áberandi og einnig hafi samfélagsmiðlaumfjöllun verið mikil. Þetta hafi sérstaklega verið áberandi í aðdraganda fyrsta gossins í Grindavík og í framhaldinu af því í nóvember og desember. Íslandsstofa réðst í markaðsherferð Meðal verkefna Íslandsstofu er að vakta og greina umfjallanir um landið á erlendum miðlum. „Það er áhersla hjá okkur að koma út réttum skilaboðum inn á þessa miðla og við höfum náð góðum árangri í því,“ segir Lína. Hún segir að umfjöllun hafi batnað mikið frá því í nóvember og desember. Íslandsstofa hefur staðið í ströngu við að leiðrétta misskilning um jarðhræringarnar og hættuna sem steðjar af þeim. „Nú nýlega þá unnum við myndband fyrir samfélagsmiðla í samstarfi við veðurstofuna sem er svona Q&A (spurt og svarað) myndband sem við erum að birta á okkar miðlum,“ segir Lína. Neyðarástand á Íslandi. Frétt á New York post.Skjáskot Lína segir að talsvert hafi borið hafi á afbókunum ferðamanna í nóvember og desember og hægst hafi á nýbókunum líka. Lilja Alfreðsdóttir ferðamálaráðherra hafi þá gripið inn í og sett hundrað milljónir króna í sérstakt markaðsátak. Þá hafi verið ráðist í markaðsherferð sem stóð yfir frá desemberlokum og út fyrstu tólf vikur ársins, sem er stærsti bókunargluggi sumarsins. Lína segir að vel hafi tekist til í þessari markaðsherferð. Það sjáist í mælikvörðum og gögnum um það hverjir horfi á efnið og bóki ferðir til landsins. Engin ferðatrygging á Íslandi? Þá segir einn meðlimur Baklands ferðaþjónustunnar að hann hafi verið með ferðamann hjá sér sem sagði að Ísland væri komið á lista tryggingarfélags yfir lönd sem ekki væri hægt að fá ferðatryggingu til. Þetta sé vegna neyðarstigsins. Ekki fylgir sögunni hvers lenskur ferðamaðurinn er. Lína segist ekki hafa heyrt af þessu. Vilja nýta athyglina Lína vill að lokum líta á jákvæðu hliðarnar og segir að hægt sé að nýta athyglina til góðs þegar upp er staðið. „Þetta styður til langs tíma ímynd áfangastaðarins sem staður sem býður upp á einstaka náttúru, og það sé ákveðin ævintýraupplifun að koma hingað. En við þurfum alltaf að standa vaktina þegar kemur að ímyndarsköpun Íslands,“ segir Lína.
Eldgos á Reykjanesskaga Ferðamennska á Íslandi Efnahagsmál Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Eldgosið toppar þrjú síðustu Eldgosið sem hófst á níunda tímanum á laugardagskvöld hefur nú staðið lengur en síðustu þrjúgos síðan í desember síðastliðnum. Það hefur nú staðið í tvo og hálfan sólarhring. Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands. 19. mars 2024 12:06 Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Erlent Fleiri fréttir Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Sjá meira
Eldgosið toppar þrjú síðustu Eldgosið sem hófst á níunda tímanum á laugardagskvöld hefur nú staðið lengur en síðustu þrjúgos síðan í desember síðastliðnum. Það hefur nú staðið í tvo og hálfan sólarhring. Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands. 19. mars 2024 12:06
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent