„Þetta er ástæðan fyrir því af hverju maður er í körfu“ Andri Már Eggertsson skrifar 19. mars 2024 22:30 Halldór Garðar Hermannsson, leikmaður Keflavíkur, var afar ánægður með stuðninginn í Höllinni Vísir/Hulda Margrét Keflavik tryggði sér farseðilinn í úrslit VÍS-bikarsins eftir nítján stiga sigur gegn Stjörnunni 113-94. Halldór Garðar Hermannsson, fyrirliði Keflavíkur, var afar ánægður með sigurinn. Þetta var í þriðja skipti í röð sem Keflavík og Stjarnan áttust við í undanúrslitum bikarsins. Halldór Garðar hefur spilað alla þrjá leikina og loksins hafði Keflavík betur eftir að hafa tapað síðustu tveimur. „Segja þeir ekki allt er þegar þrennt er. Við vorum helvíti góðir í kvöld og við hittum skotunum okkar og þetta gekk vel.“ Halldór Garðar var mjög ánægður með sóknarleik Keflavíkur þar sem liðið gerði 113 stig. „Sóknarlega vorum við frábærir og varnarlega gerðum við vel á köflum. Hraðinn hentaði okkur betur en Stjörnunni enda gerðum við 113 stig.“ Keflavík var níu stigum yfir í hálfleik og Halldóri Garðari fannst byrjun Keflavíkur í síðari hálfleik afar öflug þar sem liðið gerði fyrstu átta stigin. „Mér fannst við enda annan leikhluta á afturfótunum. Það er oft talað um að fyrstu fimm mínúturnar í þriðja leikhluta séu mikilvægar og við mættum ekkert eðlilega vel gíraðir í seinni hálfleikinn. Remy Martin fór á kostum í kvöld og gerði 39 stig og það kom Halldóri Garðari ekkert á óvart. „Ég sé þetta á æfingu fimm sinnum í viku og þetta var gott en þetta venst.“ Halldór Garðar missti af síðasta leik vegna meiðsla en sagði að stuðningurinn hjá Keflavík hafi gert það að verkum að hann fann lítið fyrir meiðslunum. „Eins og stuðningurinn var í stúkunni var maður nánast tilbúinn án þess að hita upp. Þetta er ástæðan fyrir því af hverju maður er í körfu það er að spila þessa stórleiki.“ Keflavík mun spila í fyrsta sinn í bikarúrslitum í tólf ár. Keflavík mætir Tindastól en liðin mættust einnig í bikarúrslitum árið 2012 og þá hafði Keflavík betur. „Það verður æsispennandi. Það verður gaman að kljást við mína gömlu liðsfélaga Callum Lawson og Adomas Drungilas. Þeir voru eitthvað að tala við mig fyrir leik og vildu fá okkur. Það verður ógeðslega gaman,“ sagði Halldór Garðar léttur að lokum. Keflavík ÍF VÍS-bikarinn Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Körfubolti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Brentford - Man. Utd | Ekki unnið í einn og hálfan mánuð Í beinni: West Ham - Spurs | Með hugann í Noregi? Leo vann brons í Svíþjóð Í beinni: Real Madrid - Celta Vigo | Er enn von um titil? Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Sjá meira
Þetta var í þriðja skipti í röð sem Keflavík og Stjarnan áttust við í undanúrslitum bikarsins. Halldór Garðar hefur spilað alla þrjá leikina og loksins hafði Keflavík betur eftir að hafa tapað síðustu tveimur. „Segja þeir ekki allt er þegar þrennt er. Við vorum helvíti góðir í kvöld og við hittum skotunum okkar og þetta gekk vel.“ Halldór Garðar var mjög ánægður með sóknarleik Keflavíkur þar sem liðið gerði 113 stig. „Sóknarlega vorum við frábærir og varnarlega gerðum við vel á köflum. Hraðinn hentaði okkur betur en Stjörnunni enda gerðum við 113 stig.“ Keflavík var níu stigum yfir í hálfleik og Halldóri Garðari fannst byrjun Keflavíkur í síðari hálfleik afar öflug þar sem liðið gerði fyrstu átta stigin. „Mér fannst við enda annan leikhluta á afturfótunum. Það er oft talað um að fyrstu fimm mínúturnar í þriðja leikhluta séu mikilvægar og við mættum ekkert eðlilega vel gíraðir í seinni hálfleikinn. Remy Martin fór á kostum í kvöld og gerði 39 stig og það kom Halldóri Garðari ekkert á óvart. „Ég sé þetta á æfingu fimm sinnum í viku og þetta var gott en þetta venst.“ Halldór Garðar missti af síðasta leik vegna meiðsla en sagði að stuðningurinn hjá Keflavík hafi gert það að verkum að hann fann lítið fyrir meiðslunum. „Eins og stuðningurinn var í stúkunni var maður nánast tilbúinn án þess að hita upp. Þetta er ástæðan fyrir því af hverju maður er í körfu það er að spila þessa stórleiki.“ Keflavík mun spila í fyrsta sinn í bikarúrslitum í tólf ár. Keflavík mætir Tindastól en liðin mættust einnig í bikarúrslitum árið 2012 og þá hafði Keflavík betur. „Það verður æsispennandi. Það verður gaman að kljást við mína gömlu liðsfélaga Callum Lawson og Adomas Drungilas. Þeir voru eitthvað að tala við mig fyrir leik og vildu fá okkur. Það verður ógeðslega gaman,“ sagði Halldór Garðar léttur að lokum.
Keflavík ÍF VÍS-bikarinn Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Körfubolti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Brentford - Man. Utd | Ekki unnið í einn og hálfan mánuð Í beinni: West Ham - Spurs | Með hugann í Noregi? Leo vann brons í Svíþjóð Í beinni: Real Madrid - Celta Vigo | Er enn von um titil? Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Sjá meira