Hyggjast opna námuna og sækja efni Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 22. mars 2024 11:04 Efni úr námunni hefur verið nýtt í varnargarða og vegavinnu yfir Grindavíkurveg. Myndin var tekin í fyrradag en í gærkvöldi flæddi hraun í miklum mæli ofan í námuna. Vísir/Vilhelm Verktakar sem vinna að vegagerð og varnargörðum á Reykjanesi hyggjast freista þess að opna Melhólsnámu, þar sem hraun flæddi inn í gærkvöldi. Til stendur að reyna að útvíkka námuna svo hægt sé að ná í efni sem notað yrði til að hækka varnargarða við Grindavík. Hraun úr eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni flæddi í gærkvöldi ofan í Melhólsnámu sem hefur verið nýtt við gerð varnargarðanna. Arnar Smári Þorvarðarson, byggingartæknifræðingur hjá Verkís segir í samtali við fréttastofu að hraun hafi farið að skríða af stað til vesturs og suðurs. Það hafi lagst upp að horninu á varnargörðum L7 og L12, þar sem þeir mætast. Þar stoppaði hraunið en fór ekki yfir garðana. Hraunið hélt áram að síga til vestur og náði að lokum ofan í námuna. Þar rann drjúgur hraunstraumur niður fram eftir nóttu, en rennslið virðist nú hafa stöðvast. Hraunið lagðist upp að varnargörðum á horninu á görðum L7 og L12 en náði ekki yfir þá.Vísir Ari Guðmundsson, byggingarverkfræðingur hjá Verkís sagði í gær að það væri bagalegt að missa námuna, en nú stendur til að reyna að opna hana að einhverju leiti. „Við horfum til þess að útvíkka hana og geta tekið efni,“ segir Arnar Smári. Vinna hafin við hækkun varnargarðanna Arnar Smári segir að undirbúningsvinna sé hafin við hækkun varnargarðanna við Grindavík. Hvort það verði í þessu eldgosi sem hraun muni leggjast ofan á garðana sé óvíst, en annar atburður muni koma á eftir þessu. „Við erum byrjaðir að vinna vegi meðfram, innan við garðana til að geta ferðast til með efni og hækkað upp þar sem við teljum okkur geta það.“ Óvíst er hvenær hægt verður að hefjast handa við að leggja veg yfir hraunið sem enn á ný hefur flætt yfir Grindavíkurveg.Vísir/Vilhelm Gasmengunar hefur orðið vart á Reykjanesi í kjölfar eldgossins en Arnar segir slíkt ekki hafa truflað vinnuna á svæðinu nema að litlu leyti. „Það voru tveir daga í vikunni þar sem við vorum í vandræðum á Svartsengissvæðinu en þegar vindátt er hagstæð truflar það ekki.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
Hraun úr eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni flæddi í gærkvöldi ofan í Melhólsnámu sem hefur verið nýtt við gerð varnargarðanna. Arnar Smári Þorvarðarson, byggingartæknifræðingur hjá Verkís segir í samtali við fréttastofu að hraun hafi farið að skríða af stað til vesturs og suðurs. Það hafi lagst upp að horninu á varnargörðum L7 og L12, þar sem þeir mætast. Þar stoppaði hraunið en fór ekki yfir garðana. Hraunið hélt áram að síga til vestur og náði að lokum ofan í námuna. Þar rann drjúgur hraunstraumur niður fram eftir nóttu, en rennslið virðist nú hafa stöðvast. Hraunið lagðist upp að varnargörðum á horninu á görðum L7 og L12 en náði ekki yfir þá.Vísir Ari Guðmundsson, byggingarverkfræðingur hjá Verkís sagði í gær að það væri bagalegt að missa námuna, en nú stendur til að reyna að opna hana að einhverju leiti. „Við horfum til þess að útvíkka hana og geta tekið efni,“ segir Arnar Smári. Vinna hafin við hækkun varnargarðanna Arnar Smári segir að undirbúningsvinna sé hafin við hækkun varnargarðanna við Grindavík. Hvort það verði í þessu eldgosi sem hraun muni leggjast ofan á garðana sé óvíst, en annar atburður muni koma á eftir þessu. „Við erum byrjaðir að vinna vegi meðfram, innan við garðana til að geta ferðast til með efni og hækkað upp þar sem við teljum okkur geta það.“ Óvíst er hvenær hægt verður að hefjast handa við að leggja veg yfir hraunið sem enn á ný hefur flætt yfir Grindavíkurveg.Vísir/Vilhelm Gasmengunar hefur orðið vart á Reykjanesi í kjölfar eldgossins en Arnar segir slíkt ekki hafa truflað vinnuna á svæðinu nema að litlu leyti. „Það voru tveir daga í vikunni þar sem við vorum í vandræðum á Svartsengissvæðinu en þegar vindátt er hagstæð truflar það ekki.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira