Mala kaffi í Kópavogi og senda um allt land Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 24. mars 2024 08:05 Kaffimeistararnir á Dalvegi 18 í Kópavogi, Guðrún Eik Sveinsdóttir og Hlynur Jónsson með poka fullan af nýmöluðu kaffi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Þau sitja ekki auðum höndum starfsmennirnir á Hæfingarstöðinni við Dalveg í Kópavogi því þau eru að pakka inn tækifæriskortum, smíða á smíðaverkstæðinu, mála á boli og mala kaffi fyrir kaffiklúbba víðs vegar um landið svo eitthvað sé nefnt. Starfsemin á Dalveginum er mjög fjölbreytt og standa sig allir vel í sínum verkefnum. „Við erum að vinna ýmiskonar verkefni, bæði hér innanhúss og sem við fáum frá öðrum aðilum héðan og þaðan. Við erum til dæmis að setja í umslög í plast og við erum með leirherbergi hérna þar sem við erum að leira og brenna leirinn og við erum með smíðaherbergi þar sem við vinnum allskonar smíðaverkefni,” segir Sigrún Bryndísardóttir, þroskaþjálfi. „Hér koma um 36 fatlaðir starfsmenn eins og við köllum það og við erum svona liðlega 50 allt í allt. Þetta er rosalega gefandi starf, mér finnst mjög gott að vinna við þetta, þetta er æðislegt,” segir Þórður Guðmundsson, yfirþroskaþjálfi. Starfsendurhæfingarstöðin fagnar 20 ára afmæli um þessar mundir og verður haldið upp á tímamótin með markaði á opnunartíma stöðvarinnar fyrstu dagana í apríl. Sýningarskápurinn þar sem má sjá hluta af því handverki, sem unnið er á Dalvegi 18.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég er duglegur að vinna og mest gaman að vinna,“ segir Elías Gastao Cumaio, starfsmaður Hæfingarstöðvarinnar. Elías Gastao Cumaio, starfsmaður Hæfingarstöðvarinnar er mjög ánægður í vinnunni sinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég er að mála á boli, það er mjög skemmtilegt,“ segir Eiríka Ýr Sigurðardóttir, starfsmaður Hæfingarstöðvarinnar. Eiríka Ýr Sigurðardóttir er líka mjög ánægð í vinnunni sinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og svo er það kaffikvörnin, sem Hlynur Jónsson hefur yfirumsjón með, með aðstoð Guðrúnar Eikar starfsmanns. „Við erum við með þessa fínu græju, sem að mylur kaffið fyrir okkur og svo getum við vigtað það í poka til að senda fólkinu. Allir geta verið í áskrift þannig að það fær poka í hverjum mánuði af kaffi og við græjum allt hérna og setjum í poka og svona.Þetta er skemmtilegt verkefni að vinna, það er alltaf nóg að gera í kaffinu,” segja þau Hlynur og Guðrún Eik. Kópavogur Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Starfsemin á Dalveginum er mjög fjölbreytt og standa sig allir vel í sínum verkefnum. „Við erum að vinna ýmiskonar verkefni, bæði hér innanhúss og sem við fáum frá öðrum aðilum héðan og þaðan. Við erum til dæmis að setja í umslög í plast og við erum með leirherbergi hérna þar sem við erum að leira og brenna leirinn og við erum með smíðaherbergi þar sem við vinnum allskonar smíðaverkefni,” segir Sigrún Bryndísardóttir, þroskaþjálfi. „Hér koma um 36 fatlaðir starfsmenn eins og við köllum það og við erum svona liðlega 50 allt í allt. Þetta er rosalega gefandi starf, mér finnst mjög gott að vinna við þetta, þetta er æðislegt,” segir Þórður Guðmundsson, yfirþroskaþjálfi. Starfsendurhæfingarstöðin fagnar 20 ára afmæli um þessar mundir og verður haldið upp á tímamótin með markaði á opnunartíma stöðvarinnar fyrstu dagana í apríl. Sýningarskápurinn þar sem má sjá hluta af því handverki, sem unnið er á Dalvegi 18.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég er duglegur að vinna og mest gaman að vinna,“ segir Elías Gastao Cumaio, starfsmaður Hæfingarstöðvarinnar. Elías Gastao Cumaio, starfsmaður Hæfingarstöðvarinnar er mjög ánægður í vinnunni sinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég er að mála á boli, það er mjög skemmtilegt,“ segir Eiríka Ýr Sigurðardóttir, starfsmaður Hæfingarstöðvarinnar. Eiríka Ýr Sigurðardóttir er líka mjög ánægð í vinnunni sinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og svo er það kaffikvörnin, sem Hlynur Jónsson hefur yfirumsjón með, með aðstoð Guðrúnar Eikar starfsmanns. „Við erum við með þessa fínu græju, sem að mylur kaffið fyrir okkur og svo getum við vigtað það í poka til að senda fólkinu. Allir geta verið í áskrift þannig að það fær poka í hverjum mánuði af kaffi og við græjum allt hérna og setjum í poka og svona.Þetta er skemmtilegt verkefni að vinna, það er alltaf nóg að gera í kaffinu,” segja þau Hlynur og Guðrún Eik.
Kópavogur Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira