„Gasið hefur ekkert risið“ Jón Ísak Ragnarsson skrifar 24. mars 2024 14:35 Eldgosið við Sundhnúkagíga. Vísir/Arnar Hætta er á gasmengun við Hafnir og í Grindavík í dag að sögn veðurfræðings hjá veðurstofunni, en há gildi brennisteinsdíoxíðs mældust þar í nótt og í morgun. Hraun lekur ennþá ofan í Melholsnámu og áfram er unnið að hækkun varnargarðanna. Talsverð gasmengun mældist í Grindavík og við Hafnir í nótt. Í Grindavík mældust gildi brennisteinsdíoxíðs um 9000 míkrógrömm á rúmmetra seint í gærkvöldi og eru það gildi sem talin eru óholl öllum. Við Hafnir mældust gildin um 2000 míkrógrömm á rúmmetra og er það talið óhollt fyrir viðkvæma. Vindáttin beinir gasinu í átt að Höfnum og Reykjanesbæ fram eftir degi. Tilkynning barst svo frá almannavörnum síðdegis í dag þar sem mælst var til þess að íbúar í Höfnum loki gluggum vegna mikillar gasmengunar. „Vindáttin er þannig í dag að þetta ætti svona að blása í átt að Höfnum og mögulega Reykjanesbæ. En síðan er spurningin hvort að mökkurinn nái að lyfta sér, en það sem hefur einmitt skapað þessi háu gildi er að gasið hefur ekkert risið, það hefur verið við jörðu,“ segir Birgir Örn Höskuldsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofunni. Hann segir að vindáttin snúist svo í norð-austur í kvöld og gasmenguninn verði þá mest við Grindavík. Hér má sjá upplýsingabækling almannavarna um loftmengun frá eldgosum. Áfram er unnið við hækkun varnargarðanna og hraun lekur enn ofan í Melholsnámu. „Það er áfram að flæða ofan í námuna heyrðum við á fundi með viðbragðsaðilum í morgun, og virðist ekki vera byrjað að flæða upp úr henni eða í áttina að Grindavíkurvegi í dag,“ segir Einar Hjörleifsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni. Loftgæði Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Íbúar í Höfnum loki gluggum vegna mengunar Á mælum Umhverfisstofununar mælist nú mikil mengun í Höfnum. Vegna þess mæla Almannavarnir með að íbúar á svæðinu loki gluggum og slökkvi á loftræstingu. 24. mars 2024 13:50 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Sjá meira
Talsverð gasmengun mældist í Grindavík og við Hafnir í nótt. Í Grindavík mældust gildi brennisteinsdíoxíðs um 9000 míkrógrömm á rúmmetra seint í gærkvöldi og eru það gildi sem talin eru óholl öllum. Við Hafnir mældust gildin um 2000 míkrógrömm á rúmmetra og er það talið óhollt fyrir viðkvæma. Vindáttin beinir gasinu í átt að Höfnum og Reykjanesbæ fram eftir degi. Tilkynning barst svo frá almannavörnum síðdegis í dag þar sem mælst var til þess að íbúar í Höfnum loki gluggum vegna mikillar gasmengunar. „Vindáttin er þannig í dag að þetta ætti svona að blása í átt að Höfnum og mögulega Reykjanesbæ. En síðan er spurningin hvort að mökkurinn nái að lyfta sér, en það sem hefur einmitt skapað þessi háu gildi er að gasið hefur ekkert risið, það hefur verið við jörðu,“ segir Birgir Örn Höskuldsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofunni. Hann segir að vindáttin snúist svo í norð-austur í kvöld og gasmenguninn verði þá mest við Grindavík. Hér má sjá upplýsingabækling almannavarna um loftmengun frá eldgosum. Áfram er unnið við hækkun varnargarðanna og hraun lekur enn ofan í Melholsnámu. „Það er áfram að flæða ofan í námuna heyrðum við á fundi með viðbragðsaðilum í morgun, og virðist ekki vera byrjað að flæða upp úr henni eða í áttina að Grindavíkurvegi í dag,“ segir Einar Hjörleifsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni.
Loftgæði Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Íbúar í Höfnum loki gluggum vegna mengunar Á mælum Umhverfisstofununar mælist nú mikil mengun í Höfnum. Vegna þess mæla Almannavarnir með að íbúar á svæðinu loki gluggum og slökkvi á loftræstingu. 24. mars 2024 13:50 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Sjá meira
Íbúar í Höfnum loki gluggum vegna mengunar Á mælum Umhverfisstofununar mælist nú mikil mengun í Höfnum. Vegna þess mæla Almannavarnir með að íbúar á svæðinu loki gluggum og slökkvi á loftræstingu. 24. mars 2024 13:50