Golgata er víða Elínborg Sturludóttir skrifar 24. mars 2024 14:01 Með pálmasunnudegi er dymbilvikan gengin í garð þegar við minnumst þess er Jesú var fagnað sem hetju þegar hann reið inn í Jerúsalem. En fljótt skipast veður í lofti. Fimm dögum síðar var hann tekinn af lífi með hræðilegustu aftökuaðferð Rómverja, krossfestingu – fyrir upplognar sakir. Á föstudaginn langa minnist kristin kirkja pyntinganna sem Jesús þurfti að þola og dauða hans á krossi. Í skemmtiþætti á RÚV var „tekið forskot á sæluna“ síðast liðið föstudagskvöld þar sem þáttastjórnendur höfðu þjáningu Jesú og dauða að háði og spotti og máluðu þá mynd af íslensku samfélagi að þekking fólks á atburðum páskanna væri nánast engin og þar með – undir rós – að kristin trú og siður væri einskis virði fyrir Íslendinga nútímans. En að hverju var í raun hæðst? Golgata er ekki aðeins staðurinn þar sem Kristur var krossfestur, heldur er Golgata hvar sem þjáning hinna valdalausu á sér stað. Golgata er því miður alltof víða.Golgata er alls staðar þar sem fólk sveltur, þar sem níðst er á börnum, þar sem fólk er beitt ofbeldi og því nauðgað; Golgata blasir við okkur um þessar mundir í stríðinu í Úkraínu, í Súdan, í Ísrael og á Gasa,– og svo mætti telja út í hið óendanlega. Hver sem sér þjáningu Krists, sér jafnframt þjáningar annarra. Hver sem hæðist að píslum Krists hæðist að þjáningu annarra – og að trú kristins fólks um allan heim. Það getur verið varnarviðbragð okkar mannanna í heimi sem er fullur að illsku og þjáningu að ýta þjáningunni frá okkur eða gera jafnvel grín að henni. Það er ekki sjálfgefið að fólk finni til samkenndar með þeim sem þjást. Hver kannast ekki við það að sitja við kvöldmatarborðið og finnast það ögrandi að loknum löngum vinnudegi að horfa í fréttunum upp á á þjáningu og hörmungar einhvers staðar langt út í heimi og finna fyrir vanmáttarkennd yfir því að geta svo lítið gert? Það er eftirtektarvert að það er ekki að finna stafkrók um það að Jesús hafi hvatt til valdbeitingar. Veldi hans er ekki reist á áróðri, eitri eða vopnum. Samt er veldi hans öflugra en nokkurt annað í þessum heimi. Í dymbilvikunni höfum við val: Við getum valið að virða þjáningu og dauða Krists að vettugi eða jafnvel haft það að háði og spotti og þannig lítilsvirt þjáningu og trú annarra. Eða við getum hugleitt og lifað okkur inn í píslargöngu Krists svo við getum af einlægri gleði tekið við ástarjátningu Guðs sem birtist í sigri kærleikans yfir illskunni á páskadagsmorgunn. Höfundur er dómkirkjuprestur og frambjóðandi í biskupskjöri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Þjóðkirkjan Páskar Mest lesið Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Sjá meira
Með pálmasunnudegi er dymbilvikan gengin í garð þegar við minnumst þess er Jesú var fagnað sem hetju þegar hann reið inn í Jerúsalem. En fljótt skipast veður í lofti. Fimm dögum síðar var hann tekinn af lífi með hræðilegustu aftökuaðferð Rómverja, krossfestingu – fyrir upplognar sakir. Á föstudaginn langa minnist kristin kirkja pyntinganna sem Jesús þurfti að þola og dauða hans á krossi. Í skemmtiþætti á RÚV var „tekið forskot á sæluna“ síðast liðið föstudagskvöld þar sem þáttastjórnendur höfðu þjáningu Jesú og dauða að háði og spotti og máluðu þá mynd af íslensku samfélagi að þekking fólks á atburðum páskanna væri nánast engin og þar með – undir rós – að kristin trú og siður væri einskis virði fyrir Íslendinga nútímans. En að hverju var í raun hæðst? Golgata er ekki aðeins staðurinn þar sem Kristur var krossfestur, heldur er Golgata hvar sem þjáning hinna valdalausu á sér stað. Golgata er því miður alltof víða.Golgata er alls staðar þar sem fólk sveltur, þar sem níðst er á börnum, þar sem fólk er beitt ofbeldi og því nauðgað; Golgata blasir við okkur um þessar mundir í stríðinu í Úkraínu, í Súdan, í Ísrael og á Gasa,– og svo mætti telja út í hið óendanlega. Hver sem sér þjáningu Krists, sér jafnframt þjáningar annarra. Hver sem hæðist að píslum Krists hæðist að þjáningu annarra – og að trú kristins fólks um allan heim. Það getur verið varnarviðbragð okkar mannanna í heimi sem er fullur að illsku og þjáningu að ýta þjáningunni frá okkur eða gera jafnvel grín að henni. Það er ekki sjálfgefið að fólk finni til samkenndar með þeim sem þjást. Hver kannast ekki við það að sitja við kvöldmatarborðið og finnast það ögrandi að loknum löngum vinnudegi að horfa í fréttunum upp á á þjáningu og hörmungar einhvers staðar langt út í heimi og finna fyrir vanmáttarkennd yfir því að geta svo lítið gert? Það er eftirtektarvert að það er ekki að finna stafkrók um það að Jesús hafi hvatt til valdbeitingar. Veldi hans er ekki reist á áróðri, eitri eða vopnum. Samt er veldi hans öflugra en nokkurt annað í þessum heimi. Í dymbilvikunni höfum við val: Við getum valið að virða þjáningu og dauða Krists að vettugi eða jafnvel haft það að háði og spotti og þannig lítilsvirt þjáningu og trú annarra. Eða við getum hugleitt og lifað okkur inn í píslargöngu Krists svo við getum af einlægri gleði tekið við ástarjátningu Guðs sem birtist í sigri kærleikans yfir illskunni á páskadagsmorgunn. Höfundur er dómkirkjuprestur og frambjóðandi í biskupskjöri.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun