Kvika undir Öskju heldur áfram að þrýsta sér upp Kristján Már Unnarsson skrifar 26. mars 2024 22:22 Askja og Öskjuvatn. Fjær sjást Herðubreið og Herðubreiðartögl og lengst til hægri sést í Upptyppinga. Mynd/Stöð 2 Eldstöðin Askja sýnir merki um að hún sé að búa sig undir gos. Þar varð skjálftahrina í gær og Veðurstofan sendi í dag frá sér tilkynningu um að landris haldi þar áfram. Í fréttum Stöðvar 2 var fjallað um Öskju en hún er ein mesta eldstöð landsins. Þegar slíkar hræringar greinast í henni eins og núna er eins gott að vera á varðbergi. Horft frá Öskju til suðurs í átt að Holuhrauni og Vatnajökli. Kverkfjöll fjær til vinstri og Dyngjujökull til hægri.RAX Askja sýndi það árið 1875, fyrir nærri 150 árum, hvað hún getur gert mikinn óskunda. Þá varð þar öflugt sprengigos með svo miklu öskufalli að fjöldi bæja á Austurlandi fór í eyði. Er það gos talið stærsti orsakavaldurinn fyrir því að þúsundir Íslendinga fluttu til Vesturheims. En Askja á líka til mildari gos eins og árið 1961, þegar síðast gaus þar. Þá varð þar hefðbundið hraungos sem stóð yfir í 5-6 vikur og olli engum skaða. Gígurinn Víti við Öskjuvatn myndaðist í sprengigosinu öfluga árið 1875.RAX Askja er megineldstöð og lengst inni í óbyggðum norðan Vatnajökuls. Og hún er sérlega vel vöktuð. Skjálftahrinan í gær varð í norðvesturhluta Öskju með stærsta skjálfta upp á þrjú og hálft stig. Veðurstofan sendi svo frá sér í dag gröf sem sýna hreyfingar á landinu sem mælast þar á gps-stöð, hreyfingar sem vísindamenn telja stafa af vaxandi kvikuþrýstingi. Eitt grafið sýnir færslu til norðurs frá því haustið 2021. Hún var sérstaklega mikil í fyrrasumar en svo datt hún niður í haust. En núna er hún byrjuð aftur. Annað graf sýnir svo færslur á landi til austurs á þessu sama tímabili. Séð yfir hluta Öskjuvatns. RAX En svo er það grafið sem sýnir landrisið. Þarna hefur landið verið að rísa undanfarin tvö ár, landrisið var raunar svo mikið síðastliðið sumar að Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur vildi banna fólki að fara í Öskju. Það hægði svo á landrisinu síðastliðið haust en núna segir Veðurstofan að það sé byrjað aftur. Og núna er stóra spurningin: Hvað þarf þessi þrýstingur að byggjast mikið upp áður en þarna brýst upp eldgos? Svo gæti þetta auðvitað hjaðnað niður aftur. Veðurstofan segir að mælingar næstu daga og vikur á aflögun muni leiða það í ljós hvort hraði aflögunarinnar hafi aukist aftur. Áfram verði fylgst náið með þróun mælinga á svæðinu. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Askja Eldgos og jarðhræringar Vísindi Almannavarnir Þingeyjarsveit Tengdar fréttir Jarðskjálftahrina í Öskju í gær Í gær varð skjálftahrina í norðvesturhluta Öskju og mældust tæplega 30 skjálftar frá því klukkan átta um morguninn og til hádegis. Sá stærsti sem mældist var 3,5 að stærð og var á um fimm kílómetra dýpi. Þrír skjálftar mældust frá 2,0 til 2,5 að stærð, en aðrir skjálftar voru minni. 26. mars 2024 14:53 Hægst hefur á landrisinu í Öskju Mælingar sýna að hægst hefur á landrisinu í Öskju frá því í byrjun ágúst. Þetta er eitt af því sem var rætt á stöðufundi sérfræðinga Veðurstofu Íslands, Háskóla Íslands og Almannavörnum sem haldinn var á Veðurstofunni í dag. Á nokkrum GPS-mælum sem staðsettir eru við Öskju hefur ekkert landris mælst frá því í lok ágúst. 3. október 2023 16:33 Býst við Öskjugosi innan tólf mánaða Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur býst við Öskjugosi innan næstu tólf mánaða. Bæði hraungos og sprengigos koma til greina. 17. ágúst 2023 10:55 „Ég myndi nú ekki baða mig í Víti núna“ Prófessor í jarðeðlisfræði segir að hann myndi ekki baða sig í Víti eins og staðan er núna. Það séu þó ekki enn komin merki um að gos sé að byrja. Haldi þetta áfram svona sé þó líklegt að það endi með gosi. 14. ágúst 2023 17:15 „Engin spurning um það að þetta endar í eldgosi“ Stór hluti Öskjuvatns er nú íslaus en líkleg skýring er jarðhitaaukning. Dósent í jarðvísindum segir þetta gerast hraðar og fyrr en áður sem sé óvenjulegt. Eldfjallafræðingur telur ljóst að þetta endi með að Askja muni gjósa en mögulega verði um að ræða kröftugt sprengigos líkt og varð fyrir tæpum 150 árum. Mælingar sýni að mikið magn kviku sé undir fjallinu. 17. febrúar 2023 14:00 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Fleiri fréttir Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var fjallað um Öskju en hún er ein mesta eldstöð landsins. Þegar slíkar hræringar greinast í henni eins og núna er eins gott að vera á varðbergi. Horft frá Öskju til suðurs í átt að Holuhrauni og Vatnajökli. Kverkfjöll fjær til vinstri og Dyngjujökull til hægri.RAX Askja sýndi það árið 1875, fyrir nærri 150 árum, hvað hún getur gert mikinn óskunda. Þá varð þar öflugt sprengigos með svo miklu öskufalli að fjöldi bæja á Austurlandi fór í eyði. Er það gos talið stærsti orsakavaldurinn fyrir því að þúsundir Íslendinga fluttu til Vesturheims. En Askja á líka til mildari gos eins og árið 1961, þegar síðast gaus þar. Þá varð þar hefðbundið hraungos sem stóð yfir í 5-6 vikur og olli engum skaða. Gígurinn Víti við Öskjuvatn myndaðist í sprengigosinu öfluga árið 1875.RAX Askja er megineldstöð og lengst inni í óbyggðum norðan Vatnajökuls. Og hún er sérlega vel vöktuð. Skjálftahrinan í gær varð í norðvesturhluta Öskju með stærsta skjálfta upp á þrjú og hálft stig. Veðurstofan sendi svo frá sér í dag gröf sem sýna hreyfingar á landinu sem mælast þar á gps-stöð, hreyfingar sem vísindamenn telja stafa af vaxandi kvikuþrýstingi. Eitt grafið sýnir færslu til norðurs frá því haustið 2021. Hún var sérstaklega mikil í fyrrasumar en svo datt hún niður í haust. En núna er hún byrjuð aftur. Annað graf sýnir svo færslur á landi til austurs á þessu sama tímabili. Séð yfir hluta Öskjuvatns. RAX En svo er það grafið sem sýnir landrisið. Þarna hefur landið verið að rísa undanfarin tvö ár, landrisið var raunar svo mikið síðastliðið sumar að Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur vildi banna fólki að fara í Öskju. Það hægði svo á landrisinu síðastliðið haust en núna segir Veðurstofan að það sé byrjað aftur. Og núna er stóra spurningin: Hvað þarf þessi þrýstingur að byggjast mikið upp áður en þarna brýst upp eldgos? Svo gæti þetta auðvitað hjaðnað niður aftur. Veðurstofan segir að mælingar næstu daga og vikur á aflögun muni leiða það í ljós hvort hraði aflögunarinnar hafi aukist aftur. Áfram verði fylgst náið með þróun mælinga á svæðinu. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Askja Eldgos og jarðhræringar Vísindi Almannavarnir Þingeyjarsveit Tengdar fréttir Jarðskjálftahrina í Öskju í gær Í gær varð skjálftahrina í norðvesturhluta Öskju og mældust tæplega 30 skjálftar frá því klukkan átta um morguninn og til hádegis. Sá stærsti sem mældist var 3,5 að stærð og var á um fimm kílómetra dýpi. Þrír skjálftar mældust frá 2,0 til 2,5 að stærð, en aðrir skjálftar voru minni. 26. mars 2024 14:53 Hægst hefur á landrisinu í Öskju Mælingar sýna að hægst hefur á landrisinu í Öskju frá því í byrjun ágúst. Þetta er eitt af því sem var rætt á stöðufundi sérfræðinga Veðurstofu Íslands, Háskóla Íslands og Almannavörnum sem haldinn var á Veðurstofunni í dag. Á nokkrum GPS-mælum sem staðsettir eru við Öskju hefur ekkert landris mælst frá því í lok ágúst. 3. október 2023 16:33 Býst við Öskjugosi innan tólf mánaða Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur býst við Öskjugosi innan næstu tólf mánaða. Bæði hraungos og sprengigos koma til greina. 17. ágúst 2023 10:55 „Ég myndi nú ekki baða mig í Víti núna“ Prófessor í jarðeðlisfræði segir að hann myndi ekki baða sig í Víti eins og staðan er núna. Það séu þó ekki enn komin merki um að gos sé að byrja. Haldi þetta áfram svona sé þó líklegt að það endi með gosi. 14. ágúst 2023 17:15 „Engin spurning um það að þetta endar í eldgosi“ Stór hluti Öskjuvatns er nú íslaus en líkleg skýring er jarðhitaaukning. Dósent í jarðvísindum segir þetta gerast hraðar og fyrr en áður sem sé óvenjulegt. Eldfjallafræðingur telur ljóst að þetta endi með að Askja muni gjósa en mögulega verði um að ræða kröftugt sprengigos líkt og varð fyrir tæpum 150 árum. Mælingar sýni að mikið magn kviku sé undir fjallinu. 17. febrúar 2023 14:00 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Fleiri fréttir Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Sjá meira
Jarðskjálftahrina í Öskju í gær Í gær varð skjálftahrina í norðvesturhluta Öskju og mældust tæplega 30 skjálftar frá því klukkan átta um morguninn og til hádegis. Sá stærsti sem mældist var 3,5 að stærð og var á um fimm kílómetra dýpi. Þrír skjálftar mældust frá 2,0 til 2,5 að stærð, en aðrir skjálftar voru minni. 26. mars 2024 14:53
Hægst hefur á landrisinu í Öskju Mælingar sýna að hægst hefur á landrisinu í Öskju frá því í byrjun ágúst. Þetta er eitt af því sem var rætt á stöðufundi sérfræðinga Veðurstofu Íslands, Háskóla Íslands og Almannavörnum sem haldinn var á Veðurstofunni í dag. Á nokkrum GPS-mælum sem staðsettir eru við Öskju hefur ekkert landris mælst frá því í lok ágúst. 3. október 2023 16:33
Býst við Öskjugosi innan tólf mánaða Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur býst við Öskjugosi innan næstu tólf mánaða. Bæði hraungos og sprengigos koma til greina. 17. ágúst 2023 10:55
„Ég myndi nú ekki baða mig í Víti núna“ Prófessor í jarðeðlisfræði segir að hann myndi ekki baða sig í Víti eins og staðan er núna. Það séu þó ekki enn komin merki um að gos sé að byrja. Haldi þetta áfram svona sé þó líklegt að það endi með gosi. 14. ágúst 2023 17:15
„Engin spurning um það að þetta endar í eldgosi“ Stór hluti Öskjuvatns er nú íslaus en líkleg skýring er jarðhitaaukning. Dósent í jarðvísindum segir þetta gerast hraðar og fyrr en áður sem sé óvenjulegt. Eldfjallafræðingur telur ljóst að þetta endi með að Askja muni gjósa en mögulega verði um að ræða kröftugt sprengigos líkt og varð fyrir tæpum 150 árum. Mælingar sýni að mikið magn kviku sé undir fjallinu. 17. febrúar 2023 14:00