Baldur mælist með langmest fylgi Árni Sæberg skrifar 27. mars 2024 14:19 Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor mælist með ríflega helmingsfylgi meðal þeirra sem taka þátt í könnuninni. Vísir/Vilhelm Baldur Þórhallsson mælist með 37 prósent fylgi í könnun Prósents um hvern frambjóðanda fólk vilji að verði næsti forseti Íslands. Næsti frambjóðandi, Halla Tómasdóttir, mælist með 15 prósent fylgi en 34 prósent svarenda segjast ekki vita hvern þeir vilja í embætti forseta. Könnun Prósents var netkönnun meðal 1950 manna könnunarhóps og var framkvæmd dagana 20. til 27. mars. Svarhlutfall var 51 prósent sem þýðir að tæplega helmingur þeirra sem fengu könnunina senda svaraði ekki. Eftirfarandi spurning var lögð fyrir könnunarhópinn: Eftirfarandi er listi yfir þá 48 einstaklinga sem höfðu stofnað meðmælasöfnun fyrir forsetaframboð á island.is þann 22. mars 2024. Hvern af eftirfarandi frambjóðendum myndir þú vilja að verði næsti forseti Íslands? Baldur efstur og „veit ekki“ næstur Í fréttatilkynningu um könnunina segir 34 prósent svarenda segist ekki vita hver þau vilji að verði næsti forseti, Baldur Þórhallsson fái 37 prósent fylgi, Halla Tómasdóttir 15 prósent, Arnar Þór Jónsson 5 prósent, Ásdís Rán Gunnarsdóttir 4 prósent, Ástþór Magnússon Wium 2 prósent, Agnieszka Sokolowska 1 prósent, Sigríður Hrund Pétursdóttir 1 prósent og allir aðrir frambjóðendur samanlagt 3 prósent. Prósent Ríflega helmingur þeirra sem taka afstöðu vill Baldur Af þeim sem tóku afstöðu vilja 56 prósent að Baldur Þórhallsson verði næsti forseti Íslands. 23 prósent vilja Höllu Tómasdóttur, 8 prósent vilja Arnar Þór Jónsson, 5 prósent Ásdísi Rán Gunnarsdóttur, 3 prósent Ástþór Magnússon, 1 prósent Agnieszku Sowlolska, 1 prósent Sigríði Hrund Pétursdóttur og 3 prósent samanlagt völdu aðra frambjóðendur. Prósent Karlar vilja frekar Arnar Þór Í tilkynningu segir að ekki sé mikill munur á milli kynja heilt á litið en marktækur munur sé á viðhorfi karla og kvenna til Arnars Þórs Jónssonar. 7 prósent karla vilji sjá hann sem næsta forseta en 2 prósent kvenna. Prósent Þá segir að Baldur Þórhallsson sæki sitt fylgi helst til 25 til 64 ára en Halla Tómasdóttir sé með mesta fylgið hjá 45 ára og eldri. Flestir eða 55 prósent þeirra sem eru 18 til 24 ára viti ekki hvern þau vilji sem næsta forseta. Prósent Forsetakosningar 2024 Skoðanakannanir Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Sjá meira
Könnun Prósents var netkönnun meðal 1950 manna könnunarhóps og var framkvæmd dagana 20. til 27. mars. Svarhlutfall var 51 prósent sem þýðir að tæplega helmingur þeirra sem fengu könnunina senda svaraði ekki. Eftirfarandi spurning var lögð fyrir könnunarhópinn: Eftirfarandi er listi yfir þá 48 einstaklinga sem höfðu stofnað meðmælasöfnun fyrir forsetaframboð á island.is þann 22. mars 2024. Hvern af eftirfarandi frambjóðendum myndir þú vilja að verði næsti forseti Íslands? Baldur efstur og „veit ekki“ næstur Í fréttatilkynningu um könnunina segir 34 prósent svarenda segist ekki vita hver þau vilji að verði næsti forseti, Baldur Þórhallsson fái 37 prósent fylgi, Halla Tómasdóttir 15 prósent, Arnar Þór Jónsson 5 prósent, Ásdís Rán Gunnarsdóttir 4 prósent, Ástþór Magnússon Wium 2 prósent, Agnieszka Sokolowska 1 prósent, Sigríður Hrund Pétursdóttir 1 prósent og allir aðrir frambjóðendur samanlagt 3 prósent. Prósent Ríflega helmingur þeirra sem taka afstöðu vill Baldur Af þeim sem tóku afstöðu vilja 56 prósent að Baldur Þórhallsson verði næsti forseti Íslands. 23 prósent vilja Höllu Tómasdóttur, 8 prósent vilja Arnar Þór Jónsson, 5 prósent Ásdísi Rán Gunnarsdóttur, 3 prósent Ástþór Magnússon, 1 prósent Agnieszku Sowlolska, 1 prósent Sigríði Hrund Pétursdóttur og 3 prósent samanlagt völdu aðra frambjóðendur. Prósent Karlar vilja frekar Arnar Þór Í tilkynningu segir að ekki sé mikill munur á milli kynja heilt á litið en marktækur munur sé á viðhorfi karla og kvenna til Arnars Þórs Jónssonar. 7 prósent karla vilji sjá hann sem næsta forseta en 2 prósent kvenna. Prósent Þá segir að Baldur Þórhallsson sæki sitt fylgi helst til 25 til 64 ára en Halla Tómasdóttir sé með mesta fylgið hjá 45 ára og eldri. Flestir eða 55 prósent þeirra sem eru 18 til 24 ára viti ekki hvern þau vilji sem næsta forseta. Prósent
Forsetakosningar 2024 Skoðanakannanir Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Sjá meira