Vill meiri og betri löggæslu í Mýrdalshreppi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 29. mars 2024 13:30 Einar Freyr Elínarson, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, sem biður um betri og meiri löggæslu í sveitarfélaginu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Sveitarstjóri Mýrdalshrepps gagnrýnir stöðu löggæslumála í sveitarfélaginu, sem hann segir allt of litla á sama tíma og þúsundir ferðamanna heimsækja þorpið í Vík á hverjum degi og þekkta ferðamannastaði í sveitarfélaginu eins og Reynisfjöru. Það er stöðug íbúafjölgun í Vík í Mýrdal og mjög mikið af ferðamönnum sem dvelja á hótelunum í þorpinu eða keyra í gegnum það. Þá eru mjög fjölmennir ferðamannastaði í sveitarfélaginu og nægir þar að nefna Reynisfjöru. Góð löggæsla er því mikilvæg á stað eins og í Vík og í Mýrdalshreppi reyndar öllum því umferðin er svo mikil. Á meðan lögreglumaður er ekki á vakt í Vík þá er lögreglumaður á Klaustri á vakt en það er tæplega klukkutíma akstur á milli staðanna. Nú styttist hins vegar í að ný og glæsileg lögreglustöð verði opnuð í Vík. Einar Freyr Elínarson er sveitarstjóri Mýrdalshrepps. „Já, það var stór áfangi ætla ég að segja fyrir okkur að fá það staðfest að ríkið ætlaði loksins að fara að búa til almennilega aðstöðu hérna fyrir þá sem starfa við löggæslu. Nú er bara næst að fá fleiri lögreglumenn hérna á svæðið vegna þess að við sættum okkur auðvitað ekkert við það að það sé ekki búsettur hérna lögreglumaður hálfan mánuðinn,“ segir Einar Freyr. Já, er það þannig? „Það er staðan, hálfan mánuðinn þá er engin á vakt hjá lögreglunni, sem er búsettur í Vík. Það er ekki staða, sem við getum sætt okkur við, hvorki upp á öryggi íbúa að gera eða öryggi allra þeirra þúsunda ferðamanna, sem eru á koma hérna á hverjum degi“ segir Einar Freyr og heldur áfram. „Við höfum komið á framfæri þessu gagnvart lögreglustjóranum að þetta þurfi að bæta en aðstaðan er auðvitað liður í því, gerir auðvitað að meira spennandi starfi að vera í almennilegri starfsaðstöðu.“ Þúsundir ferðamanna koma í Vík í Mýrdal á hverjum degi og hefur ferðamannafjöldinn sjaldan eða aldrei verið eins mikill og í vetur.Magnús Hlynur Hreiðarsson Einar Freyr tekur líka fram að það sé mjög slæmt að lögreglubílarnir á svæðinu séu ekki tvímannaðir á Kirkjubæjarklaustri og Vík því ef eitthvað alvarlegt gerist þá eigi einn lögreglumaður mjög erfitt með að fara inn í hættulegar aðstæður, það segi sig sjálft. Einar Freyr segir að það verði að efla löggæslu í Mýrdalshreppi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Mýrdalshreppur Lögreglan Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira
Það er stöðug íbúafjölgun í Vík í Mýrdal og mjög mikið af ferðamönnum sem dvelja á hótelunum í þorpinu eða keyra í gegnum það. Þá eru mjög fjölmennir ferðamannastaði í sveitarfélaginu og nægir þar að nefna Reynisfjöru. Góð löggæsla er því mikilvæg á stað eins og í Vík og í Mýrdalshreppi reyndar öllum því umferðin er svo mikil. Á meðan lögreglumaður er ekki á vakt í Vík þá er lögreglumaður á Klaustri á vakt en það er tæplega klukkutíma akstur á milli staðanna. Nú styttist hins vegar í að ný og glæsileg lögreglustöð verði opnuð í Vík. Einar Freyr Elínarson er sveitarstjóri Mýrdalshrepps. „Já, það var stór áfangi ætla ég að segja fyrir okkur að fá það staðfest að ríkið ætlaði loksins að fara að búa til almennilega aðstöðu hérna fyrir þá sem starfa við löggæslu. Nú er bara næst að fá fleiri lögreglumenn hérna á svæðið vegna þess að við sættum okkur auðvitað ekkert við það að það sé ekki búsettur hérna lögreglumaður hálfan mánuðinn,“ segir Einar Freyr. Já, er það þannig? „Það er staðan, hálfan mánuðinn þá er engin á vakt hjá lögreglunni, sem er búsettur í Vík. Það er ekki staða, sem við getum sætt okkur við, hvorki upp á öryggi íbúa að gera eða öryggi allra þeirra þúsunda ferðamanna, sem eru á koma hérna á hverjum degi“ segir Einar Freyr og heldur áfram. „Við höfum komið á framfæri þessu gagnvart lögreglustjóranum að þetta þurfi að bæta en aðstaðan er auðvitað liður í því, gerir auðvitað að meira spennandi starfi að vera í almennilegri starfsaðstöðu.“ Þúsundir ferðamanna koma í Vík í Mýrdal á hverjum degi og hefur ferðamannafjöldinn sjaldan eða aldrei verið eins mikill og í vetur.Magnús Hlynur Hreiðarsson Einar Freyr tekur líka fram að það sé mjög slæmt að lögreglubílarnir á svæðinu séu ekki tvímannaðir á Kirkjubæjarklaustri og Vík því ef eitthvað alvarlegt gerist þá eigi einn lögreglumaður mjög erfitt með að fara inn í hættulegar aðstæður, það segi sig sjálft. Einar Freyr segir að það verði að efla löggæslu í Mýrdalshreppi.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Mýrdalshreppur Lögreglan Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira