Síðasta flugið í bili frá Akureyri til London: Millilandaflugið stórmál fyrir Norðlendinga Lovísa Arnardóttir skrifar 30. mars 2024 16:57 Njáll Trausti kom heim frá London á þriðjudag og flaug beint norður. Mynd/Njáll Trausti Friðbertsson Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður og flugumferðarstjóri, segir flug Easyjet frá Gatwick í London til Akureyrar í vetur hafa gengið svakalega vel. Sætanýting hafi verið góð. Hann segir það stórmál fyrir Norðlendinga að svo stórt flugfélag fljúgi beint til Akureyrar. „Þetta var síðasta flugið í vetur. Þeir byrjuðu í lok október en eru núna að skipta í sumaráætlun og horfa þá meira til Miðjarðarhafsins,“ segir Njáll Trausti sem birti í morgun mynd af vélinni í vetrarfærð á Akureyrarflugvelli. Færðin á Akureyrarflugvelli í morgun þegar Easyjet lenti í síðasta sinn í bili á vellinum. Mynd/Njáll Trausti Friðbertsson Flugfélagið hóf flug norður í október á síðasta ári og flaug tvisvar í viku, þriðjudaga og fimmtudaga. Fluginu verður haldið áfram næsta vetur en á vef þeirra er hægt að bóka sér flug til Akureyrar í október og nóvember. Myndu vilja millilandaflug allan ársins hring Hann segir afar ánægjulegt að flugfélagið ætli að halda áfram næsta vetur en að Norðlendingar og ferðaþjónustuaðilar á Norðurlandi myndu auðvitað kjósa að hægt væri að fljúga þessa leið allan ársins hring. „Við erum ánægð með þessa byrjun en það væri auðvitað æskilegt að þetta væri allt árið. Þetta hefur verið vel nýtt og gengið vel,“ segir Njáll Trausti sem sjálfur nýtti sér tækifærið og flaug til London með Easyjet í síðustu viku. „Ég kom heim á þriðjudaginn og þetta er mjög þægilegt. Það er ekkert hægt að neita því,“ segir Njáll Trausti og að þetta beina flug spari Norðlendingum bæði mikinn tíma og pening. „Þetta er það sem fólk hefur alltaf verið mjög áhugasamt um. Að geta flogið beint frá Akureyrarflugvelli til áfangastaða erlendis.“ Vill enn frekari styrkingu alþjóðaflugvallakerfisins Hann segir að í framtíðinni myndi hann vilja sjá meira gert á bæði Akureyri og Egilsstöðum hvað varðar millilandaflug og þannig alþjóðaflugvallakerfi landsins styrkt. Easyjet er ekki eina flugfélagið sem hefur flogið beint frá Akureyri en Njáll Trausti telur þetta líklega stærstu tilraunina af stórum flugrekenda í millilandaflugi til Akureyrar. „Ég held að fólk horfi bjart fram á veginn að þetta flug haldi áfram.“ Fréttir af flugi Akureyrarflugvöllur Akureyri Bretland Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Sjá meira
„Þetta var síðasta flugið í vetur. Þeir byrjuðu í lok október en eru núna að skipta í sumaráætlun og horfa þá meira til Miðjarðarhafsins,“ segir Njáll Trausti sem birti í morgun mynd af vélinni í vetrarfærð á Akureyrarflugvelli. Færðin á Akureyrarflugvelli í morgun þegar Easyjet lenti í síðasta sinn í bili á vellinum. Mynd/Njáll Trausti Friðbertsson Flugfélagið hóf flug norður í október á síðasta ári og flaug tvisvar í viku, þriðjudaga og fimmtudaga. Fluginu verður haldið áfram næsta vetur en á vef þeirra er hægt að bóka sér flug til Akureyrar í október og nóvember. Myndu vilja millilandaflug allan ársins hring Hann segir afar ánægjulegt að flugfélagið ætli að halda áfram næsta vetur en að Norðlendingar og ferðaþjónustuaðilar á Norðurlandi myndu auðvitað kjósa að hægt væri að fljúga þessa leið allan ársins hring. „Við erum ánægð með þessa byrjun en það væri auðvitað æskilegt að þetta væri allt árið. Þetta hefur verið vel nýtt og gengið vel,“ segir Njáll Trausti sem sjálfur nýtti sér tækifærið og flaug til London með Easyjet í síðustu viku. „Ég kom heim á þriðjudaginn og þetta er mjög þægilegt. Það er ekkert hægt að neita því,“ segir Njáll Trausti og að þetta beina flug spari Norðlendingum bæði mikinn tíma og pening. „Þetta er það sem fólk hefur alltaf verið mjög áhugasamt um. Að geta flogið beint frá Akureyrarflugvelli til áfangastaða erlendis.“ Vill enn frekari styrkingu alþjóðaflugvallakerfisins Hann segir að í framtíðinni myndi hann vilja sjá meira gert á bæði Akureyri og Egilsstöðum hvað varðar millilandaflug og þannig alþjóðaflugvallakerfi landsins styrkt. Easyjet er ekki eina flugfélagið sem hefur flogið beint frá Akureyri en Njáll Trausti telur þetta líklega stærstu tilraunina af stórum flugrekenda í millilandaflugi til Akureyrar. „Ég held að fólk horfi bjart fram á veginn að þetta flug haldi áfram.“
Fréttir af flugi Akureyrarflugvöllur Akureyri Bretland Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Sjá meira