Allt að gerast í Vík í Mýrdal Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 31. mars 2024 20:30 Einar Freyr Elínarson, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, sem segist alls ekki vera orðin þreyttur á öllum ferðamönnunum á staðnum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Aldrei hefur verið eins mikið byggt af íbúðarhúsnæði í Vík í Mýrdal eins og nú, og þá á að fara að byggja nýjan leikskóla og flytja sveitarstjórnarskrifstofuna í nýtt ráðhús. Þúsundir ferðamanna heimsækja Vík á hverjum degi enda á að fara að stækka verslunarmiðstöðina á staðnum og nýjar verslanir eru að fara að opna. Það má segja að maður sé hættur að þekkja sig þegar maður kemur í Vík því það hefur verið byggt svo mikið þar á síðustu árum, ekki síst hótel og starfsemi tengd ferðaþjónustu. En íbúðum fjölgar líka samhliða mikilli fólksfjölgun á staðnum eins og sveitarstjórinn þekkir manna best. „Það fjölgar og við erum bara spennt fyrir áframhaldandi uppbyggingu. Það hefur áfram verið mikil fjölgun íbúa og það hefur aldrei verið byggt jafn mikið íbúðarhúsnæði. Við erum að fara að byggja nýjan leikskóla hjá okkur og erum að fara að skipuleggja nýtt íbúðahverfi í Vík á alveg óbyggðu svæði þar sem er gert ráð fyrir allt að tvö hundruð íbúðum,” segir Einar Freyr Elínarson, sveitarstjóri Mýrdalshrepps. Þúsundir ferðamanna heimsækja Vík daglega En af hverju er Vík svona vinsæll staður? „Þetta er auðvitað mjög fallegur staður og við njótum líka góðs af því að það er gott aðgengi af auðlindum ferðaþjónustunnar,” segir Einar Freyr. Þúsundir ferðamanna heimsækja Vík á hverjum degi allt árið um kring.Magnús Hlynur Hreiðarsson Talandi um ferðaþjónustuna, á hverjum einasta degi heimsækja þúsundir ferðamanna Vík eða stoppa þar á ferð sinni um landið. En hvað segir Einar sveitarstjóri, eru íbúar í Vík orðnir þreyttir á öllum þessum ferðamönnum? „Þú getur eflaust fundið einhvern hérna, sem er það en ég er alinn upp í ferðaþjónustu, þannig að ég er ekkert orðin þreyttur,” segir sveitarstjórinn. Leikskóli, lögreglustöð og bókabúð að opna Einar Freyr segir að það standa til að stækka verslunarmiðstöðina í Þorpinu þar sem Icewear og Krónan eru meðal annars og svo er Penninn að fara að opna í Vík og sveitarfélagið er að flytja starfsemi sína í nýtt ráðhús og lögreglustöð er að opna í þorpinu svo eitthvað sé nefnt. „Og þá erum við í raun og veru búin með verslunar- og þjónustulóðirnar í bili, menn bíða eftir því að fleiri séu tilbúnar,” segir Einar Freyr. Það er allt að gera í Vík í Mýrdal þar sem er byggt og byggt og ferðaþjónustan blómstrar á staðnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Mýrdalshreppur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Sjá meira
Það má segja að maður sé hættur að þekkja sig þegar maður kemur í Vík því það hefur verið byggt svo mikið þar á síðustu árum, ekki síst hótel og starfsemi tengd ferðaþjónustu. En íbúðum fjölgar líka samhliða mikilli fólksfjölgun á staðnum eins og sveitarstjórinn þekkir manna best. „Það fjölgar og við erum bara spennt fyrir áframhaldandi uppbyggingu. Það hefur áfram verið mikil fjölgun íbúa og það hefur aldrei verið byggt jafn mikið íbúðarhúsnæði. Við erum að fara að byggja nýjan leikskóla hjá okkur og erum að fara að skipuleggja nýtt íbúðahverfi í Vík á alveg óbyggðu svæði þar sem er gert ráð fyrir allt að tvö hundruð íbúðum,” segir Einar Freyr Elínarson, sveitarstjóri Mýrdalshrepps. Þúsundir ferðamanna heimsækja Vík daglega En af hverju er Vík svona vinsæll staður? „Þetta er auðvitað mjög fallegur staður og við njótum líka góðs af því að það er gott aðgengi af auðlindum ferðaþjónustunnar,” segir Einar Freyr. Þúsundir ferðamanna heimsækja Vík á hverjum degi allt árið um kring.Magnús Hlynur Hreiðarsson Talandi um ferðaþjónustuna, á hverjum einasta degi heimsækja þúsundir ferðamanna Vík eða stoppa þar á ferð sinni um landið. En hvað segir Einar sveitarstjóri, eru íbúar í Vík orðnir þreyttir á öllum þessum ferðamönnum? „Þú getur eflaust fundið einhvern hérna, sem er það en ég er alinn upp í ferðaþjónustu, þannig að ég er ekkert orðin þreyttur,” segir sveitarstjórinn. Leikskóli, lögreglustöð og bókabúð að opna Einar Freyr segir að það standa til að stækka verslunarmiðstöðina í Þorpinu þar sem Icewear og Krónan eru meðal annars og svo er Penninn að fara að opna í Vík og sveitarfélagið er að flytja starfsemi sína í nýtt ráðhús og lögreglustöð er að opna í þorpinu svo eitthvað sé nefnt. „Og þá erum við í raun og veru búin með verslunar- og þjónustulóðirnar í bili, menn bíða eftir því að fleiri séu tilbúnar,” segir Einar Freyr. Það er allt að gera í Vík í Mýrdal þar sem er byggt og byggt og ferðaþjónustan blómstrar á staðnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Mýrdalshreppur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Sjá meira