Óvíst hvort heiðin opni í dag og illfært um Tröllaskaga Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. apríl 2024 11:36 Hér má sjá útsýni vefmyndavélari Vegagerðarinnar til vesturs á Öxnadalsheiði klukkan hálf tólf í dag. Vegagerðin Hringvegurinn er lokaður um Öxnadalsheiði, sem og Möðrudal- og Mývatnsöræfi, og óvist hvort hægt verður að opna hann í dag. Vegir á Tröllaskaga eru opnir en illa færir, og því skiptir búnaður og reynsla ökumanna sem ætla að fara þar um öllu máli Margir íbúar suðvesturhornsins stefna eflaust að heimferð utan af landi í dag. Færð á vegum á norðanverðu landinu er víða slæm, til að mynda er Öxnadalsheiði lokuð. Því þurfa ferðalangar að fara aðrar leiðir til sinna heima. Samskiptastjóri Vegagerðarinnar segir ekki víst að Öxnadalsheiði verði opnuð í dag. „Það er verið að vinna í því. Það er blint og töluvert mikill snjór. Við reiknum frekar með því að hún opni, en ég vil ekki lofa neinu,“ segir G. Pétur Matthíasson, samskiptastjóri Vegagerðarinnar. Fólk sem hyggi á suðurferð geti farið aðrar leiðir, en verði að kanna aðstæður vel. „Það er náttúrulega fært um Tröllaskagann. Það er verið að vinna á Siglufjarðarvegi og hann er opinn. En það er ekki sérlega gott færi þar og ekki mikið ferðaveður.“ Myndirðu frekar ráða fólki gegn því að fara þá leið og bíða frekar? „Fólk verður aðallega að skoða aðstæður á Umferðin.is eða hringja í 17 77 og fylgjast vel með hvað er að gerast. Fólk verður náttúrulega að meta það sjálft, það skiptir öllu máli hvernig þú ert útbúinn og hvað þú ert vanur að keyra að vetri til.“ Útlit sé fyrir að ökumenn á verr búnum bílum gætu lent í vandræðum. „Þannig að það er um að gera að frekar bíða af sér veðrið ef það er mögulegt.“ Breytt spá setur strik í reikninginn Menn hafi átt von á að veðrið á norðanverðu landinu skánaði fyrr en raun ber vitni. „En nú er spáin að breytast, þannig að það er reiknað með að það lægi ekkert fyrr en í nótt og ástandið skáni ekkert fyrr en þá.“ Hringvegurinn er um Möðrudals- og Mývatnsöræfi var lokaður fyrr í dag, en hefur verið opnaður. „Við vinnum að fullu í þessu en veðrið ræður náttúrulega mjög miklu, og ef það heldur áfram þá er erfiðara við það að eiga.“ Fréttin var uppfærð klukkan 13:00 með upplýsingum um opnun vega um Möðrudals- og Mývatnsöræfi. Færð á vegum Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Snjóflóðahætta til fjalla víða um land Talsverð snjóflóðahætta er til fjalla víða um landið í dag. Mælst er til þess að fólk forðist það að ferðast um brattar brekkur til fjalla. 1. apríl 2024 11:23 Vegir lokaðir víða um landið Vegir eru lokaðir víða á landinu og færð ekki með besta móti sem er ekki gott fyrir alla þá ferðalanga sem þurfa að komast heim eftir páskahelgina. 1. apríl 2024 09:21 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Margir íbúar suðvesturhornsins stefna eflaust að heimferð utan af landi í dag. Færð á vegum á norðanverðu landinu er víða slæm, til að mynda er Öxnadalsheiði lokuð. Því þurfa ferðalangar að fara aðrar leiðir til sinna heima. Samskiptastjóri Vegagerðarinnar segir ekki víst að Öxnadalsheiði verði opnuð í dag. „Það er verið að vinna í því. Það er blint og töluvert mikill snjór. Við reiknum frekar með því að hún opni, en ég vil ekki lofa neinu,“ segir G. Pétur Matthíasson, samskiptastjóri Vegagerðarinnar. Fólk sem hyggi á suðurferð geti farið aðrar leiðir, en verði að kanna aðstæður vel. „Það er náttúrulega fært um Tröllaskagann. Það er verið að vinna á Siglufjarðarvegi og hann er opinn. En það er ekki sérlega gott færi þar og ekki mikið ferðaveður.“ Myndirðu frekar ráða fólki gegn því að fara þá leið og bíða frekar? „Fólk verður aðallega að skoða aðstæður á Umferðin.is eða hringja í 17 77 og fylgjast vel með hvað er að gerast. Fólk verður náttúrulega að meta það sjálft, það skiptir öllu máli hvernig þú ert útbúinn og hvað þú ert vanur að keyra að vetri til.“ Útlit sé fyrir að ökumenn á verr búnum bílum gætu lent í vandræðum. „Þannig að það er um að gera að frekar bíða af sér veðrið ef það er mögulegt.“ Breytt spá setur strik í reikninginn Menn hafi átt von á að veðrið á norðanverðu landinu skánaði fyrr en raun ber vitni. „En nú er spáin að breytast, þannig að það er reiknað með að það lægi ekkert fyrr en í nótt og ástandið skáni ekkert fyrr en þá.“ Hringvegurinn er um Möðrudals- og Mývatnsöræfi var lokaður fyrr í dag, en hefur verið opnaður. „Við vinnum að fullu í þessu en veðrið ræður náttúrulega mjög miklu, og ef það heldur áfram þá er erfiðara við það að eiga.“ Fréttin var uppfærð klukkan 13:00 með upplýsingum um opnun vega um Möðrudals- og Mývatnsöræfi.
Færð á vegum Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Snjóflóðahætta til fjalla víða um land Talsverð snjóflóðahætta er til fjalla víða um landið í dag. Mælst er til þess að fólk forðist það að ferðast um brattar brekkur til fjalla. 1. apríl 2024 11:23 Vegir lokaðir víða um landið Vegir eru lokaðir víða á landinu og færð ekki með besta móti sem er ekki gott fyrir alla þá ferðalanga sem þurfa að komast heim eftir páskahelgina. 1. apríl 2024 09:21 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Snjóflóðahætta til fjalla víða um land Talsverð snjóflóðahætta er til fjalla víða um landið í dag. Mælst er til þess að fólk forðist það að ferðast um brattar brekkur til fjalla. 1. apríl 2024 11:23
Vegir lokaðir víða um landið Vegir eru lokaðir víða á landinu og færð ekki með besta móti sem er ekki gott fyrir alla þá ferðalanga sem þurfa að komast heim eftir páskahelgina. 1. apríl 2024 09:21