Enn ósamið við tugi þúsunda opinberra starfsmanna og samningar lausir Heimir Már Pétursson skrifar 2. apríl 2024 11:50 Kjarasamningar nítján aðildarfélaga BSRB og tuttugu og fjögurra aðildarfélaga BHM losnuðu um þessi mánaðarmót. Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB segir að það setji vonandi aukinn þunga í viðræður við ríki og sveitarfélög. Stöð 2/Arnar Kjarasamningar við aðildarfélög rúmlega fjörutíu þúsund opinberra starfsmanna runnu út nú um mánaðamótin. Formaður BSRB segir viðræðum um nýja samninga miða ágætlega en helst væri tekist á um jöfnun launa á almenna- og opinbera vinnumarkaðnum. Kjarasamningar nítján aðildarfélaga BSRB og tuttugu og fjögurra aðildarfélaga BHM urðu lausir hinn 1. apríl. Það á því eftir að semja fyrir mikinn fjölda fólks eða 24 þúsund félagsmenn BSRB og átján þúsund félagsmenn BHM, samtals fjörutíu og tvö þúsund manns. Auk þess á eftir að semja við um 10.500 félagsmenn Kennarasambands Íslands. Samningar aðildarfélaga kennara eru hins vegar enn ekki lausir og er misjafnt eftir aðildarfélögum hvenær á árinu þeir losna. Öll þessi bandalög og aðildarfélög þeirra hafa átt í viðræðum við ríki og sveitarfélög undanfarnar vikur. Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB segir að vonandi aukist þunginn í viðræðunum nú þegar samningar eru lausir. Sonja Ýr Þorbergsdóttir segir eitt helsta ágreiningsmálið vera hvernig ljúka megi jöfnun launa á almenna og opinbera vinnumarkaðnum.Stöð 2/Arnar „Forsenda þess að viðundirritum kjarasamninga við opinbera launagreiðendur er að gengið verði frá næsta skrefi varðandi jöfnun launa milli markaða. Sömuleiðis þurfi að betrumbæta og vinna með vaktavinnuna sem við sömdum um í þar síðustu samningum. Það er heljarinnar verkefni,“ segir Sonja Ýr. Aðildarfélögin nítján innan BSRB fari fram saman í sameiginlegum málum eins og nefnd voru hér að framan ásamt styttingu vinnuvikunnar í dagvinnu og öðrum smærri atriðum. „Svo verður að koma í ljós hvort þau (félögin) vilji taka sig saman heilt á litið. En eins og staðan er núna er það ekki þannig.“ Hvað er langt í land með jöfnun á milli markaða, hvernig er staðan á því máli? „Það er eins og oft áður, gæti klárast á morgun eða hinn en svo gæti það dregist yfir þó nokkuð margar vikur. Það er stundum flókið. Þetta er eins og að spá í kristalkúlu hvernig megi gera þetta með sem bestum hætti,“ segir formaður BSRB. Eins og er væri ekki farið að huga að neinum aðgerðum. Það gæti aftur á móti breyst dragist viðræður á langinn án þess að fari að sjást til lands í viðræðunum. Kjaraviðræður 2023-24 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sveitarstjórnarmál Verðlag Seðlabankinn Efnahagsmál Tengdar fréttir Ólíklegt að öll aðildarfélög BHM gangi saman til viðræðna Kjarasamningar aðildarfélaga BHM losna þann 1. apríl. Formaður telur ólíklegt að öll 24 aðildarfélög gangi saman til viðræðna. Ekki hefur verið boðað til funda við viðsemjendur en hún á von á því að það skýrist eftir páska. 25. mars 2024 12:00 Opinberir starfsmenn með svipaðar kröfur og breiðfylkingin á ríkið Formaður BSRB segir samflot opinberra starfsmanna gera svipaðar kröfur um aðkomu ríkisins að kjarasamningum og stéttarfélög á almenna markaðnum gerðu. Ríkissáttasemjari hefur ekki boðað breiðfylkinguna og SA til fundar í dag. 29. janúar 2024 19:20 Opinberir starfsmenn með svipaðar kröfur og breiðfylkingin á ríkið Formaður BSRB segir samflot opinberra starfsmanna gera svipaðar kröfur um aðkomu ríkisins að kjarasamningum og stéttarfélög á almenna markaðnum gerðu. Ríkissáttasemjari hefur ekki boðað breiðfylkinguna og SA til fundar í dag. 29. janúar 2024 19:20 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Fleiri fréttir Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Sjá meira
Kjarasamningar nítján aðildarfélaga BSRB og tuttugu og fjögurra aðildarfélaga BHM urðu lausir hinn 1. apríl. Það á því eftir að semja fyrir mikinn fjölda fólks eða 24 þúsund félagsmenn BSRB og átján þúsund félagsmenn BHM, samtals fjörutíu og tvö þúsund manns. Auk þess á eftir að semja við um 10.500 félagsmenn Kennarasambands Íslands. Samningar aðildarfélaga kennara eru hins vegar enn ekki lausir og er misjafnt eftir aðildarfélögum hvenær á árinu þeir losna. Öll þessi bandalög og aðildarfélög þeirra hafa átt í viðræðum við ríki og sveitarfélög undanfarnar vikur. Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB segir að vonandi aukist þunginn í viðræðunum nú þegar samningar eru lausir. Sonja Ýr Þorbergsdóttir segir eitt helsta ágreiningsmálið vera hvernig ljúka megi jöfnun launa á almenna og opinbera vinnumarkaðnum.Stöð 2/Arnar „Forsenda þess að viðundirritum kjarasamninga við opinbera launagreiðendur er að gengið verði frá næsta skrefi varðandi jöfnun launa milli markaða. Sömuleiðis þurfi að betrumbæta og vinna með vaktavinnuna sem við sömdum um í þar síðustu samningum. Það er heljarinnar verkefni,“ segir Sonja Ýr. Aðildarfélögin nítján innan BSRB fari fram saman í sameiginlegum málum eins og nefnd voru hér að framan ásamt styttingu vinnuvikunnar í dagvinnu og öðrum smærri atriðum. „Svo verður að koma í ljós hvort þau (félögin) vilji taka sig saman heilt á litið. En eins og staðan er núna er það ekki þannig.“ Hvað er langt í land með jöfnun á milli markaða, hvernig er staðan á því máli? „Það er eins og oft áður, gæti klárast á morgun eða hinn en svo gæti það dregist yfir þó nokkuð margar vikur. Það er stundum flókið. Þetta er eins og að spá í kristalkúlu hvernig megi gera þetta með sem bestum hætti,“ segir formaður BSRB. Eins og er væri ekki farið að huga að neinum aðgerðum. Það gæti aftur á móti breyst dragist viðræður á langinn án þess að fari að sjást til lands í viðræðunum.
Kjaraviðræður 2023-24 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sveitarstjórnarmál Verðlag Seðlabankinn Efnahagsmál Tengdar fréttir Ólíklegt að öll aðildarfélög BHM gangi saman til viðræðna Kjarasamningar aðildarfélaga BHM losna þann 1. apríl. Formaður telur ólíklegt að öll 24 aðildarfélög gangi saman til viðræðna. Ekki hefur verið boðað til funda við viðsemjendur en hún á von á því að það skýrist eftir páska. 25. mars 2024 12:00 Opinberir starfsmenn með svipaðar kröfur og breiðfylkingin á ríkið Formaður BSRB segir samflot opinberra starfsmanna gera svipaðar kröfur um aðkomu ríkisins að kjarasamningum og stéttarfélög á almenna markaðnum gerðu. Ríkissáttasemjari hefur ekki boðað breiðfylkinguna og SA til fundar í dag. 29. janúar 2024 19:20 Opinberir starfsmenn með svipaðar kröfur og breiðfylkingin á ríkið Formaður BSRB segir samflot opinberra starfsmanna gera svipaðar kröfur um aðkomu ríkisins að kjarasamningum og stéttarfélög á almenna markaðnum gerðu. Ríkissáttasemjari hefur ekki boðað breiðfylkinguna og SA til fundar í dag. 29. janúar 2024 19:20 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Fleiri fréttir Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Sjá meira
Ólíklegt að öll aðildarfélög BHM gangi saman til viðræðna Kjarasamningar aðildarfélaga BHM losna þann 1. apríl. Formaður telur ólíklegt að öll 24 aðildarfélög gangi saman til viðræðna. Ekki hefur verið boðað til funda við viðsemjendur en hún á von á því að það skýrist eftir páska. 25. mars 2024 12:00
Opinberir starfsmenn með svipaðar kröfur og breiðfylkingin á ríkið Formaður BSRB segir samflot opinberra starfsmanna gera svipaðar kröfur um aðkomu ríkisins að kjarasamningum og stéttarfélög á almenna markaðnum gerðu. Ríkissáttasemjari hefur ekki boðað breiðfylkinguna og SA til fundar í dag. 29. janúar 2024 19:20
Opinberir starfsmenn með svipaðar kröfur og breiðfylkingin á ríkið Formaður BSRB segir samflot opinberra starfsmanna gera svipaðar kröfur um aðkomu ríkisins að kjarasamningum og stéttarfélög á almenna markaðnum gerðu. Ríkissáttasemjari hefur ekki boðað breiðfylkinguna og SA til fundar í dag. 29. janúar 2024 19:20