Ekkert ferðamannagos Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 3. apríl 2024 21:31 Enn er stöðug virkni í eldgosinu eins og sjá má á þessari mynd sem tekin var í dag. Vísir/Björn Steinbekk Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir að ferðamönnum verði ekki hleypt að gosstöðvunum við Sundhnúk á næstunni. Nokkur áhugi er meðal ferðamanna að komast að gosinu. Þeir hafa bókað til þess þyrluferðir og verið snúið við þegar þeir hafa reynt að komast inn á lokað svæði. Nú þegar átján dagar síðan að eldgosið hófst á milli Hagafells og Stóra Skógfells er virknin enn stöðug og lítið sem bendir til þess að eldgosinu ljúki í bráð. Fáir hafa getað séð gosið þar sem svæðið í kring hefur að mestu leyti verið lokað. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir að nokkur bið geti orðið á að fólk fái að fara að gosstöðvunum. „Eins og staðan er í augnablikinu þá getum við ekki bætt á okkur verkefnum. Þannig að það er eitthvað sem bíður eitthvað inn í vorið.“ Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum segir ekki tímabært að hleypa ferðamönnum að gosstöðvunum við Sundhnúk.Vísir/Einar Hann segir nálægð gossins við Grindavíkurbæ hafa sitt að segja. „Verkefnið hingað til hefur verið, má segja, að verja bæinn og halda óviðkomandi frá bænum. Þannig ef við förum að hleypa fólki að þessu gosi þá ertu kominn með almenning svo til inn í Grindavík. Þannig að það er svona í mörg horn að líta þannig að eins og staðan er akkúrat í augnablikinu þá er þetta eitthvað sem bíður.“ Nokkuð er um að þyrlur hafi flogið yfir gosstöðvarnar undanfarið með ferðamenn en ferðirnar eru þó ekki jafn margar og þegar eldgosið var í Fagradalsfjalli. Þá er líka eitthvað um að ferðamönnum, sem hafa viljað sjá gosið, hafi verið snúið við við lokunarpósta. Úlfar segir reynt að tryggja að enginn komist inn á svæðið sem hefur ekki tilskilin leyfi. „Það eru starfsmenn frá Öryggismiðstöðinni sem sjá um lokunarpósta bara í góðu samstarfi við aðra viðbragðsaðila.“ Hann á von að að áhugi á að komast að gosstöðvunum komi til með að aukast. „Með svona betra veðri þá held ég að ásókn á þennan stað komi til með að aukast ef þetta breytist ekki. Það virðist vera tiltölulega stöðugt eins og gosið lítur út í dag. Ég er nú að bíða eftir því að því ljúki. Það myndi hjálpa okkur.“ Eldgos á Reykjanesskaga Varnargarðar á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Ferðamennska á Íslandi Grindavík Tengdar fréttir Virkni enn stöðug og fátt bendir til gosloka Virkni eldgossins við Sundhnúk er enn nokkuð stöðug og segir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands engin merki um að gosinu sé að ljúka þó slokknað hafi í einum af gígunum þremur. 2. apríl 2024 12:01 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Nú þegar átján dagar síðan að eldgosið hófst á milli Hagafells og Stóra Skógfells er virknin enn stöðug og lítið sem bendir til þess að eldgosinu ljúki í bráð. Fáir hafa getað séð gosið þar sem svæðið í kring hefur að mestu leyti verið lokað. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir að nokkur bið geti orðið á að fólk fái að fara að gosstöðvunum. „Eins og staðan er í augnablikinu þá getum við ekki bætt á okkur verkefnum. Þannig að það er eitthvað sem bíður eitthvað inn í vorið.“ Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum segir ekki tímabært að hleypa ferðamönnum að gosstöðvunum við Sundhnúk.Vísir/Einar Hann segir nálægð gossins við Grindavíkurbæ hafa sitt að segja. „Verkefnið hingað til hefur verið, má segja, að verja bæinn og halda óviðkomandi frá bænum. Þannig ef við förum að hleypa fólki að þessu gosi þá ertu kominn með almenning svo til inn í Grindavík. Þannig að það er svona í mörg horn að líta þannig að eins og staðan er akkúrat í augnablikinu þá er þetta eitthvað sem bíður.“ Nokkuð er um að þyrlur hafi flogið yfir gosstöðvarnar undanfarið með ferðamenn en ferðirnar eru þó ekki jafn margar og þegar eldgosið var í Fagradalsfjalli. Þá er líka eitthvað um að ferðamönnum, sem hafa viljað sjá gosið, hafi verið snúið við við lokunarpósta. Úlfar segir reynt að tryggja að enginn komist inn á svæðið sem hefur ekki tilskilin leyfi. „Það eru starfsmenn frá Öryggismiðstöðinni sem sjá um lokunarpósta bara í góðu samstarfi við aðra viðbragðsaðila.“ Hann á von að að áhugi á að komast að gosstöðvunum komi til með að aukast. „Með svona betra veðri þá held ég að ásókn á þennan stað komi til með að aukast ef þetta breytist ekki. Það virðist vera tiltölulega stöðugt eins og gosið lítur út í dag. Ég er nú að bíða eftir því að því ljúki. Það myndi hjálpa okkur.“
Eldgos á Reykjanesskaga Varnargarðar á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Ferðamennska á Íslandi Grindavík Tengdar fréttir Virkni enn stöðug og fátt bendir til gosloka Virkni eldgossins við Sundhnúk er enn nokkuð stöðug og segir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands engin merki um að gosinu sé að ljúka þó slokknað hafi í einum af gígunum þremur. 2. apríl 2024 12:01 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Virkni enn stöðug og fátt bendir til gosloka Virkni eldgossins við Sundhnúk er enn nokkuð stöðug og segir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands engin merki um að gosinu sé að ljúka þó slokknað hafi í einum af gígunum þremur. 2. apríl 2024 12:01