„Auðvitað vonum við að Álftnesingar mæti með bumbuboltaliðið sitt“ Valur Páll Eiríksson skrifar 4. apríl 2024 14:31 Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar Vísir/Hulda Margrét Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, segir það hafa lítið upp á sig að spá í aðra leiki en þann milli Stjörnunnar og Breiðabliks í kvöld. Stjarnan þarf að treysta á önnur úrslit en sín eigin til að komast í úrslitakeppnina. Stjarnan þarf fyrst og fremst að vinna leik sinn við Breiðablik til að eiga möguleika. Fastlega er búist við Stjörnusigri þar enda Blikar fallnir og aðeins unnið tvo leiki í allan vetur. Sömuleiðis er búist við sigri Tindastóls á botnliði Hamars, en þessi tvö lið keppast um áttunda og síðasta sætið í úrslitakeppninni. Álftanes og Höttur hafa bæði tryggt sinn farseðil en þau mætast innbyrðis í kvöld. Gerandi ráð fyrir sigri hjá bæði Tindastóli og Stjörnunni mun sá leikur ráða úrslitum. Vinni Höttur mun Stjarnan fara í úrslitakeppnina en vinni Álftanes fer Tindastóll. Arnar var spurður hvort hann þyrfti ekki að vonast eftir því að Stjörnuhjarta Kjartans Atla Kjartanssonar, þjálfara Álftaness, sem lék með Stjörnunni um árabil, þurfi ekki að slá í kvöld. „Maður hefur nú lent í þessu sjálfur og þegar komið er í leikinn eru menn bara að hugsa hvað er best fyrir sitt félag hverju sinni. Menn eru ekki að pæla í vinatengslum eða félagstengslum. Sum lið telja best fyrir sig að komast á ákveðnu skriði inn í úrslitakeppnina og ná góðum leik, önnur vilja hvíla leikmenn,“ segir Arnar í samtali við Vísi. „Menn taka bara ákvörðun sem er best fyrir sitt lið. Auðvitað vonum við innilega að Álftnesingar mæti með bumbuboltaliðið sitt og Hattarmenn mæti ákveðnir í að vinna leikinn en einhverjar vangaveltur fyrir okkur um það skipta engu máli,“ „Við þurfum að vinna Breiðablik og svo gera Viðar [Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar] og Kjartan [Atli Kjartansson, þjálfari Álftaness] það sem er best fyrir sitt félag,“ segir Arnar. Lokaumferð Subway-deildar karla fer fram í heild sinni klukkan 19:15 í kvöld og verður fylgt eftir á rásum Stöðvar 2 Sport. Skiptiborðið fylgist með öllum leikjunum samtímis frá klukkan 19:10 á Stöð 2 Sport. Subway-deild karla Stjarnan UMF Álftanes Tindastóll Höttur Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Fleiri fréttir „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Sjá meira
Stjarnan þarf fyrst og fremst að vinna leik sinn við Breiðablik til að eiga möguleika. Fastlega er búist við Stjörnusigri þar enda Blikar fallnir og aðeins unnið tvo leiki í allan vetur. Sömuleiðis er búist við sigri Tindastóls á botnliði Hamars, en þessi tvö lið keppast um áttunda og síðasta sætið í úrslitakeppninni. Álftanes og Höttur hafa bæði tryggt sinn farseðil en þau mætast innbyrðis í kvöld. Gerandi ráð fyrir sigri hjá bæði Tindastóli og Stjörnunni mun sá leikur ráða úrslitum. Vinni Höttur mun Stjarnan fara í úrslitakeppnina en vinni Álftanes fer Tindastóll. Arnar var spurður hvort hann þyrfti ekki að vonast eftir því að Stjörnuhjarta Kjartans Atla Kjartanssonar, þjálfara Álftaness, sem lék með Stjörnunni um árabil, þurfi ekki að slá í kvöld. „Maður hefur nú lent í þessu sjálfur og þegar komið er í leikinn eru menn bara að hugsa hvað er best fyrir sitt félag hverju sinni. Menn eru ekki að pæla í vinatengslum eða félagstengslum. Sum lið telja best fyrir sig að komast á ákveðnu skriði inn í úrslitakeppnina og ná góðum leik, önnur vilja hvíla leikmenn,“ segir Arnar í samtali við Vísi. „Menn taka bara ákvörðun sem er best fyrir sitt lið. Auðvitað vonum við innilega að Álftnesingar mæti með bumbuboltaliðið sitt og Hattarmenn mæti ákveðnir í að vinna leikinn en einhverjar vangaveltur fyrir okkur um það skipta engu máli,“ „Við þurfum að vinna Breiðablik og svo gera Viðar [Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar] og Kjartan [Atli Kjartansson, þjálfari Álftaness] það sem er best fyrir sitt félag,“ segir Arnar. Lokaumferð Subway-deildar karla fer fram í heild sinni klukkan 19:15 í kvöld og verður fylgt eftir á rásum Stöðvar 2 Sport. Skiptiborðið fylgist með öllum leikjunum samtímis frá klukkan 19:10 á Stöð 2 Sport.
Subway-deild karla Stjarnan UMF Álftanes Tindastóll Höttur Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Fleiri fréttir „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Sjá meira