Heimsborgarinn með landsbyggðarhjartað í biskupsstól Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar 4. apríl 2024 14:00 Framundan er biskupskjör, framundan er tækifæri til breytinga. Sóknarnefndir landsins, kirkjunnar þjónar og aðrir sem hafa kjörgengi velta því nú fyrir sér hver hinna þriggja frambjóðenda geri kirkjunni mest gagn á þeim stað sem hún er nú. Hverjar eru þarfir kirkjunnar? Hverjar eru þarfir safnaða landsins? Svarið er eitt og einróma, samstillt og samhljóma; við þurfum kirkju sem slær í takt við hjörtu landsmanna og einkennist af friði og fagmennsku. Kirkjan stendur frammi fyrir því einstaka tækifæri að fá í biskupsstól konu sem hefur búið erlendis við nám í fjölda ára, sem hefur þjónað í Grundarfirði, Borgarfirði og í dómkirkjunni. Hún þekkir þarfir borgarinnar og landsbyggðarinnar auk þess sem hún hefur í farteskinu djúpa visku og menntun sem mun nýtast henni afar vel í embætti. Hún nam heimspeki, guðfræði og sálgæslu og hefur þjónað þannig að um hana munar og eftir henni er munað. Auðnist þjóðkirkjunni að fá Elínborgu sem leiðtoga getum við vænst þess að hún sætti fylkingar innan kirkjunnar, hlúi vel að söfnuðum landsins og öðru trúnaðarfólki þjóðkirkjunnar. Hún mun skerpa á vandaðri stjórnsýslu innan kirkjunnar og styrkja stöðu safnaðanna. Jafnframt mun hún óhrædd koma erindi kirkjunnar á framfæri við almenning og bæta ímynd kirkjunnar auk þess sem hún hefur sýnt að hún tengir listilega milli málefna líðandi stundar og grunngilda kristninnar. Eitt er víst: landsmenn geta treyst því að fá glæstan fulltrúa kirkjunnar sem hefur víðsýni til að tala af næmi og visku til þjóðarinnar á gleði og ögurstundum. Allt þetta þori ég að fullyrða eftir að hafa fylgt Elínborgu Sturludóttur eftir Jakobsvegi svo þúsundum kílómetrum skiptir. Hún hefur leitt hópa með mér eftir stígnum ár eftir ár þar sem við göngum yfir 25 kílómetra á dag, dag eftir dag í hita og sól. Þar er hún sú sem hlustar, lagar sig að hraða pílagríma, sinnir kærleiksþjónustu og boðar fagnaðarerindið á sinn hljóðláta og hógværa máta þannig að oftar en einu sinni, oftar en tvisvar hafa göngufélagar okkar haft á orði að það sem kom þeim mest á óvart á Jakobsvegi var að finna aftur sína einlægu trú, fjársjóð og haldreipi. Mig langar að hvetja alla þá sem njóta kjörgengis í biskupskjörinu að nýta kosningarétt sinn og láta muna um sig. Það skiptir máli að taka afstöðu og hafa mótandi áhrif á þjóðkirkjuna okkar til framtíðar. Valið um sameinaða kirkju stendur til boða, núna. Höfundur er pílagrímur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Biskupskjör 2024 Þjóðkirkjan Mest lesið Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Framundan er biskupskjör, framundan er tækifæri til breytinga. Sóknarnefndir landsins, kirkjunnar þjónar og aðrir sem hafa kjörgengi velta því nú fyrir sér hver hinna þriggja frambjóðenda geri kirkjunni mest gagn á þeim stað sem hún er nú. Hverjar eru þarfir kirkjunnar? Hverjar eru þarfir safnaða landsins? Svarið er eitt og einróma, samstillt og samhljóma; við þurfum kirkju sem slær í takt við hjörtu landsmanna og einkennist af friði og fagmennsku. Kirkjan stendur frammi fyrir því einstaka tækifæri að fá í biskupsstól konu sem hefur búið erlendis við nám í fjölda ára, sem hefur þjónað í Grundarfirði, Borgarfirði og í dómkirkjunni. Hún þekkir þarfir borgarinnar og landsbyggðarinnar auk þess sem hún hefur í farteskinu djúpa visku og menntun sem mun nýtast henni afar vel í embætti. Hún nam heimspeki, guðfræði og sálgæslu og hefur þjónað þannig að um hana munar og eftir henni er munað. Auðnist þjóðkirkjunni að fá Elínborgu sem leiðtoga getum við vænst þess að hún sætti fylkingar innan kirkjunnar, hlúi vel að söfnuðum landsins og öðru trúnaðarfólki þjóðkirkjunnar. Hún mun skerpa á vandaðri stjórnsýslu innan kirkjunnar og styrkja stöðu safnaðanna. Jafnframt mun hún óhrædd koma erindi kirkjunnar á framfæri við almenning og bæta ímynd kirkjunnar auk þess sem hún hefur sýnt að hún tengir listilega milli málefna líðandi stundar og grunngilda kristninnar. Eitt er víst: landsmenn geta treyst því að fá glæstan fulltrúa kirkjunnar sem hefur víðsýni til að tala af næmi og visku til þjóðarinnar á gleði og ögurstundum. Allt þetta þori ég að fullyrða eftir að hafa fylgt Elínborgu Sturludóttur eftir Jakobsvegi svo þúsundum kílómetrum skiptir. Hún hefur leitt hópa með mér eftir stígnum ár eftir ár þar sem við göngum yfir 25 kílómetra á dag, dag eftir dag í hita og sól. Þar er hún sú sem hlustar, lagar sig að hraða pílagríma, sinnir kærleiksþjónustu og boðar fagnaðarerindið á sinn hljóðláta og hógværa máta þannig að oftar en einu sinni, oftar en tvisvar hafa göngufélagar okkar haft á orði að það sem kom þeim mest á óvart á Jakobsvegi var að finna aftur sína einlægu trú, fjársjóð og haldreipi. Mig langar að hvetja alla þá sem njóta kjörgengis í biskupskjörinu að nýta kosningarétt sinn og láta muna um sig. Það skiptir máli að taka afstöðu og hafa mótandi áhrif á þjóðkirkjuna okkar til framtíðar. Valið um sameinaða kirkju stendur til boða, núna. Höfundur er pílagrímur.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun